SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Side 35
1. júlí 2012 35
gjarnan sé sagt að það að búa í Lundi líkist
því frekar að búa uppi í sveit á Íslandi en
erlendis, svo mikið sé um Íslendinga á
svæðinu.
„Við eigum líka góða vini að sem hafa
alltaf verið reiðubúnir að aðstoða okkur og
styðja við stjórn fyrirtækisins,“ segir
Ragnar.
Hjónin eru þó dugleg að breyta til, og
flutningar til Barcelona eru inni í mynd-
inni, en þau hafa verið á leiðinni þangað í
nokkur ár að sögn Ragnars. „Við gerðum
ákveðna tilraun í vor og keyrðum frá
Lundi til Barcelona rúma tvö þúsund kíló-
metra og dvöldumst í Barcelonaborg í
mánuð með fjölskylduna. Þá voru allir
þrír krakkarnir í heimanámi og við Ses-
selía unnum þaðan.“ Að sögn Ragnars
heppnaðist dvölin vel og aldrei að vita
nema á henni verði framhald.
Áhersla á gæði
Red Apple Apartments er leigumiðlun
með fullbúnar íbúðir og er fyrirtækið
milliður milli íbúðareigenda um gervalla
Evrópu og leigjenda. Mikil áhersla er lögð
á gæði íbúðanna. „Við sendum út kann-
anir til allra þeirra sem hafa gist í íbúðum
á okkar vegum og þannig votta gestirnir í
raun íbúðirnar. Ef eitthvað er svo ekki í
lagi þá er íbúðin skilyrðislaust tekin af
skrá. Með þessum hætti aukast í sífellu
gæði þeirra íbúða sem við bjóðum upp á
og ánægja viðskiptavina eykst,“ segir
Ragnar. Aðhaldið hefur skilað sér í því að
meðaleinkunn íbúðanna er 9 af 10 mögu-
legum, sem Ragnar segir til vitnis um
mikla vinnu og eftirlit með íbúðunum.
„Fólk er mjög ánægt með þjónustuna og
kemur aftur. Okkar sterkasti markaður er
á Norðurlöndum og við sjáum að fyrirtæki
koma aftur og aftur. Meðal annars eigum
við viðskipti við marga af stærstu bönk-
unum, ráðgjafafyrirtæki og símafyrir-
tækin Nokia og Eriksson. Þau senda
starfsmenn út um hvippinn og hvappinn,
til Helsinki eina vikuna og til Rómar þá
næstu og þá er hentugt og þægilegt fyrir
þá að geta alltaf leitað til sama aðila.“
Red Apple Apartments leigir líka út
íbúðir hér á landi. „Við erum með helling
af íbúðum á Íslandi, meðal annars í
Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði og á Sel-
fossi. Þangað fara viðskiptavinir frá öllum
heimshornum og það er svipaður við-
skiptavinahópur sem fer til Íslands og
hinna norrænu landanna og sunnar í álf-
una.“ Hann segir kreppuna þó hafa mark-
að ákveðin skil í þessu samhengi. „Með
hruninu 2008 breyttist þetta töluvert.
Heimsóknir eru orðnar ofsalega árstíða-
bundnar og í raun er viðskiptatímabilið á
Íslandi bara frá maí og til september. Að
vísu gengur sumarið mjög vel, það er
mikil ásókn og auknar flugferðir til og frá
landinu svara eftirspurn. En áður, þegar
viðskiptalífið á Íslandi var í miklum
blóma, komu menn þangað allt árið um
kring, eins og er í flestum öðrum borgum í
dag.“
Ragnar fagnar vexti í ferðaþjónustu hér
á landi, en bendir á breytingu á þeim
ferðamannahóp sem hingað sækir. „Heim-
sóknum til Íslands fjölgar ár frá ári en með
tilkomu lággjaldaflugfélaga hefur þeim
ferðamönnum fjölgað sem hafa takmörkuð
fjárráð eða kjósa að halda eyðslunni í lág-
marki meðan á dvöl stendur. Þannig er
ekki samasemmerki milli fjölgunar ferða-
manna og gróða í ferðaþjónustu.“
Aðspurður hverjir stærstu viðskipta-
vinahóparnir séu segir Ragnar það nokk-
urn veginn tvískipt. „Það skiptist jafnt á
milli fólks í viðskiptaerindum annars vegar
og fjölskyldna í fríi hins vegar,“ en Ragnar
og Sesselía eiga viðskipti við mörg fyrir-
tæki sem senda starfsmenn sína í verkefni
erlendis í 2-6 mánuði og notast þá yfirleitt
við íbúðir á vegum Red Apple Apartments.
„Okkur finnst mikilvægt að íbúðirnar séu
vel búnar, rúmgóðar og fjölskylduvænar
þannig að menn sem dvelja í íbúðunum til
að sinna störfum fjarri heimalandinu hafi
kost á að bjóða fjölskyldum sínum í heim-
sókn þannig að þær geti dvalið í íbúðunum.
Einnig leggjum við upp úr því að eldunar-
aðstaða sé fyrir hendi svo að gestirnir hafi
þann möguleika að elda saman heima við í
stað þess að borða allar máltíðir á veitinga-
stöðum,“ segir Ragnar, en handklæði og
rúmföt fylgja íbúðunum. „Ef þú ferð með
fjölskylduna í frí er mikill kostur að geta
verið í íbúð frekar en hótelherbergi, þá
býðst sá möguleiki að hafa aukaherbergi
fyrir börnin.“
Eins og heima hjá sér
Íbúðir fyrirtækisins eru glæsilegar á að líta
en að sögn Ragnars er mikil áhersla lögð á
gæði og aðstöðu. „Ef við berum þetta sam-
an við hótel eru íbúðirnar líklega 3-4
stjörnu hvað varðar gæði. Hins vegar verð-
ur að líta til þess að það er mun ódýrara að
dvelja í íbúð en á hóteli.“ Hann segir mik-
inn mun liggja í þeirri upplifun að dvelja á
hóteli og að dvelja í íbúð. „Þetta gefur aðra
sýn og ólíka reynslu af borginni, enda eru
íbúðirnar inni í íbúðahverfum og gestirnir
upplifa borgina frá sjónarhorni þeirra sem
þar búa. Það er sérlega hentugt fyrir þá
gesti okkar sem ferðast í viðskiptaerindum
að geta látið sér líða eins og heima hjá sér
þótt þeir séu staddir erlendis. Liður í því er
að geta eldað sjálfur eins og þú sért í
heimahúsi frekar en á hótelherbergi.“
Einkunnarorð fyrirtækisins eru ,,Feels
just like home“ og íbúðaúrvalið endur-
speglar það, bæði hvað varðar aðstöðu og
staðsetningu.„Við viljum meina að við
séum ekki í beinni samkeppni við hótel-
geirann því við bjóðum upp á annan
kost,“ segir Ragnar.
Aðspurður hvort árstíðasveiflur séu í
viðskiptum fyrritækisins segir Ragnar svo
vera. „Þegar kemur að fjölda bókana er
sumarið tvímælalaust annasamasti tím-
inn. Þá er vanalegra að fólk gisti í skemmri
tíma, meðaldvöl er um fimm nætur á þeim
árstíma,“ segir Ragnar en almennt gista
leigjendur allt frá nokkrum nóttum upp í
eitt ár, að sögn Ragnars. „Á haustin og
vorin er meðaldvöl svo talsvert lengri.
Fólk getur þannig leigt út íbúðirnar sínar
yfir sumartímann til skemmri tíma og á
haustin taka við lengri leigur.“
Með skrifstofur í Svíþjóð og Pakistan
Starfsemin teygir anga sína út fyrir mörk
Evrópu. „Við erum með skrifstofur bæði í
Lundi og í Pakistan, og hér starfa 10
manns, en við höfum 3 starfsmenn í Pak-
istan sem fyrst og fremst vinna að forrit-
un.“ Alls starfa því 13 manns hjá fyrir-
tækinu, sem er í sífelldum vexti.
Aðspurður hvernig það kom til að opnað
var útibú í Pakistan segir hann það til
komið vegna starfsmanns sem ættaður er
þaðan. „Við réðum til okkar forritara hér í
Svíþjóð sem er Pakistani og þegar við
hugðumst bæta við okkur öðrum forritara
stakk hann upp á að við prófuðum þetta
fyrirkomulag. Hann talar urdu (pakist-
önsku) og hefur sambönd innan landsins
þannig að við ákváðum að fylgja hans ráð-
um, opna skrifstofu í Pakistan og bæta við
okkur fólki þar. Það hefur gengið mjög
vel,“ segir Ragnar.
Mikil samkeppni ríkir á íbúðaleigu-
markaði og Ragnar segir mikilvægt að
skapa sér sérstöðu í bransanum. „Þetta er
fyrst og fremst spurning um að gera hlut-
ina vel og að halda vel utan um viðskipta-
vini sína.“
Skemmtilegt starfsumhverfi
Hann segir að mikla þrautseigju þurfi til
að byggja upp fyrirtæki sem þetta. „Þetta
hefur verið sólarhringsvinna síðustu ár,
en skemmtileg engu að síður. Það eru for-
réttindi að fá að vinna í jákvæðu umhverfi
þar sem ríkir gleði og allir eru hamingju-
samir og sáttir. Hugmyndin er í grunninn
skemmtileg því verið er að nýta þann
húsakost sem er til staðar í borgunum. Við
erum ekki að reisa ný hótel með tilheyr-
andi kostnaði,“ segir Ragnar og bætir við
að að því leyti til sé reksturinn umhverf-
isvænn.“
Íbúðareigendurnir sem Ragnar og Ses-
selía sinna milligöngu fyrir hagnast líka
vel á leigunni. „Við sköpum heilmiklar
tekjur fyrir fólk enda finnur maður hér í
Evrópu að fólk hefur þörf fyrir auknar
tekjur og margir nýta leiguna sem leið til
að drýgja launin sín. Í krísunni í Suður-
Evrópu er til að mynda mikill fjöldi fólks
sem vill leigja íbúðirnar sínar,“ segir
Ragnar.
Ekki til Íslands á næstunni
Fjölskyldan hefur nú búið í Lundi á Skáni
síðustu 6 ár og líkar vel. Aðspurður hvað
framtíðin beri í skauti sér segir Ragnar að
stefnan sé að halda áfram á sömu braut.
„Aðalatriðið hjá okkur er að gera þetta
áfram vel og það er nú þess vegna sem við
höfum ekki enn farið út fyrir mörk Evr-
ópu. Við viljum halda fókus og stjórn yfir
fyrirtækinu og gæðum þeirrar þjónustu
sem við bjóðum upp á.“ Aðspurður hvort
flutningar til Íslands séu á kortunum í
framtíðinni segir Ragnar það ólíklegt. „Við
ætluðum alltaf að dvelja hér í eitt ár og
flytja svo til Barcelona, en við erum ekki
enn farin þangað. Það er í það minnsta
ekki á planinu í nánustu framtíð að flytja
til Íslands, þó að hugurinn stefni alltaf
heim.“
Hjónin eru búsett í
Lundi með tveimur
dætrum og syni sem
flakkar milli landa.
’
Þetta hófst í raun þannig að við fórum til Madrídar í
frí með vinafólki. Börnin voru með og við vildum
geta eldað saman þannig að við leigðum íbúð,“ en
hún olli vonbrigðum. „Við lentum í bullandi vandræðum
með íbúðina, við vorum þarna í janúar og vatnið fór af
þannig að við höfðum ekkert heitt vatn, en á þessum tíma
árs er ískalt í Madríd. Fleiri gallar voru á íbúðinni og
þetta skemmdi að miklu leytu dvölina. Í framhaldinu fór-
um við að velta fyrir okkur hvort það væri ekki hægt að
gera betur.“