SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Page 36
36 1. júlí 2012
pokapláss á loftinu okkar og þar eru sjö
rúm, eldhúsaðstaða og setustofa,“ segir
Pálína og tekur það jafnframt fram að
verðið fyrir gistinguna sé mjög sanngjarnt
en það má finna á heimasíðu Lónkots,
lonkot.com. Hún svarar því aðspurð að
sumarið byrji rólega.
„Júní byrjar nú alltaf rólega og það er
algengt með svona staði út á landi að þeir
opni ekkert fyrr en upp úr 17. júní. Við
opnum hinsvegar fyrr, þann 1. júní. Í júní
eru aðallega útlendingar sem koma hing-
að, þeir eru yfirleitt fyrr á ferðinni en Ís-
lendingar,“ segir Pálína og nefnir það að
ef gestir panti sér herbergi tímanlega þá
séu góðar líkur á því að þeir finni laust
pláss.
„Lónkot var áður bújörð og veitinga-
og gistihúsið er í gömlum uppgerðum úti-
Það er fallegur sjávarkambur sem skilur
að land og haf með stórkostlegu útsýni til
Málmeyjar sem er eins og málverk í haf-
inu. Auk þess er tignarleg sýn til Drang-
eyjar og til Þórðarhöfða. Svo er líka mikið
og fallegt sólsetur hér,“ segir Pálína en á
þessum tíma árs tyllir sólin sér aðeins á
hafflötinn áður en hún er kominn upp á
heiðan himininn að nýju.
Fiskmangarar og fuglaveiðarar
„Þetta eru fimm sérherbergi og þar af eru
fjögur tveggja manna herbergi. Það er
reyndar hægt að útbúa rúm fyrir þriðju
manneskjuna í svítunni. Svo erum við
með mjög skemmtilegt fjölskylduherbergi
sem hentar annaðhvort þremur full-
orðnum eða fjölskyldu, rúmin eru til-
tölulega breið. Við erum líka með svefn-
húsið með það að leiðarljósi,“ segir Pálína.
„Það er ákveðinn virðingarvottur við for-
eldra okkar sem voru á sínum sokka-
bandsárum að kynnast á þeim tíma. Þau
eignuðust síðan Óla bróður minn, svo mig
og Júlía kom síðust. Þetta er því eiginlega
retro-stíll sem við völdum til að heiðra
þau.“
Hún segir bæði Íslendinga og útlend-
inga sækja staðinn heim og að allir séu
velkomnir.
„Þetta er lítill staður og við leggjum
áherslu á að þetta sé svona rómantískt,
fjölskylduvænt og persónulegt,“ segir
Pálína. Hún segir landslagið spila stórt
hlutverk í myndun þeirrar stemningar
sem Lónkot er rómað fyrir og segir útsýn-
ið frá bæjardyrunum vera magnað.
„Setrið stendur ótrúlega vel í firðinum.
Það hefur verið starfrækt veit-ingahús hérna frá því 1995, gist-ingin var opnuð 1991. Þetta errekið af fjölskyldu sem átt hefur
jörðina í 25 ár. Nú eru tímamót og við, af-
komendur Ólafar og Jóns sem eiga Lón-
kot, erum að taka við rekstrinum. Í kjöl-
farið á því fórum við í endurnýjun á
staðnum og gerðum hann upp í okkar
anda,“ segir Pálína Jónsdóttir, sem er
mörgum kunn af fjölum leikhúsanna.
Stíllinn til heiðurs foreldrunum
Sveitasetrið á Lónkoti, sem er 11 kílómetra
norðan við Hofsós, hefur gengið í gegnum
verulegar breytingar á síðustu misserum.
„Það má segja að staðurinn sé í anda
sjötta og sjöunda áratugarins og við höf-
um endurnýjað bæði veitinga- og gisti-
Rómantískt
afdrep
í útjaðri
Skagafjarðar
Á Lónkoti í Skagafirði má finna
sveitasetur þar sem útihúsum
hefur verið breytt í veitinga-
og gistihús í anda sjötta og
sjöunda áratugarins.
Texti: Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is
Myndir: Ugla Hauksdóttir
Ástríðukokkarnir Ólöf Ólafsdóttir og Pálína Jónsdóttir með bláber og rabarbara, hvort tveggja borið fram á ótal vegu.
Fallegt landslag er umhverfis Lónkot og má meðal annars dást að Málmey og Drangey.