SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Qupperneq 40
40 1. júlí 2012
Lífsstíll
Girls
Fátt er
skemmtilegra
en að finna frá-
bæra sjón-
varpsþætti til
að horfa á.
Girls er nýj-
asta nýtt en
þættirnir fjalla um fjórar vinkon-
ur í New York. Hugmyndin hljóm-
ar kannski ekki fersk en þætt-
irnir eru skarplega skrifaðir og
vandamál vinkvennanna eru
raunveruleg og oft mjög fyndin.
Það er Lena Durham, ein að-
alpersónanna, sem skrifar hand-
ritið.
Appelsínugult
Nýverið keypti ég
mér appels-
ínugult pils.
Appelsínugulur
er ferskur og fal-
legur litur, sum-
arlegur og frísk-
andi. Fer líka svo
vel með öllum
svörtu toppunum
manns. Full-
komin nýting.
Frískandi
Á sumrin kalla kokteilarnir úr
hverju horni. Drekktu mig, mig,
mig … Í er-
lendri borg
smakkaði ég
nýverið drykk
sem hafði ein-
kennandi súrt
bragð. Ekki
kann ég ná-
kvæmlega upp-
skriftina en
myndi skjóta á vodka, dálítið
mikið af sítrónusafa og kannski
límonaði eða annað slíkt í hæfi-
legu blandi. Síðan er settur klaki
og vænn gúrkubiti út í. Öðruvísi
og svalandi sumardrykkur.
Ætti ég? Ætti ég ekki? Jú ég ætla.Þetta er samt ekki „tilvist-arkreppu, ó nei lífið er að verðabúið“-pistill. Þetta er einfaldlega
pistill um það að í næstu viku verð ég fullorðin.
Eða gerist það ekki annars þegar maður verður
þrítugur? Einhver tala skiptir svo engu máli.
Mamma segir það líka og ég treysti henni. En
mér finnst maður í það minnsta vera farinn að
gera „fullorðinslegri hluti“ en við tvítugt. Þá bar
fjárfestingar, barneignir og pólitík sjaldan eða
aldrei á góma hvað þá verð á klósettpappír og
mat. Lífið var dansgólf og maður dansaði við
hvaða lag sem var. Lét sig falla og svífa, pældi
ekki mikið í morgundeginum. Tók nokkrar
heimskulegar ákvarðanir. Lærði af þeim sem
virtust góðar en reyndust það síðan ekki. Þetta
hefur allt breytt manni til betri vegar. Þroskinn
gerir lífið enn betra, mýkir mann og róar. Færir
manni um leið hugleiðingar um lífið, tilvistina og
framhaldið. Þakklætið fyrir góðan vinskap og
fjölskyldu vex líka. Góðir vinir færast enn nær.
Aðrir færast kannski á annað sker. En þannig er
lífið. Það flæðir og hreyfist, kemur sífellt á óvart
en einhvern veginn finnst manni maður alltaf
vera eins þarna innst inni. Held að það sé merg-
urinn málsins. Persónuleikinn helst á meðan lík-
aminn breytist og fötin hætta að passa á mann
enda eru þau hvort eð er löngu dottin úr tísku.
Fullorðinsaldri náð
Gleymum ekki að leika okkur við og við og njóta lífsins í sólinni.
Þá nær pistlahöfundur þeim
merka áfanga í vikunni að
verða þrítugur. Þroskinn
færist yfir sem aldrei fyrr.
Lífið og
tilveran
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Kistan
Hummus er sígild ídýfa fyrir grænmeti en
hann má líka smyrja á gróft pítubrauð eða
jafnvel grillbrauð svona yfir sumarmán-
uðina. Hér er uppskrift að hummus fengin
úr bókinni Hreystin kemur innan frá eftir
Maria Costantino, gefin út af Sölku.
Uppistaðan í hummus er kjúklingabaun-
ir, sem eru mjög næringarríkar og hafa
temprandi áhrif á blóðfituna auk fleiri
góðra áhrifa. Tahini-mauk úr sesam-
fræjum leggur til „fituna“ í réttinn, en um
90% af henni eru ómettaðar fitusýrur. Það
er ríkt að E-vítamíni og andoxunaráhrif
þess drjúg að sama skapi. Uppskriftin er
fyrir sex manns, og hægt er að frysta
réttinn.
450 g kjúklingabaunir
8 msk. tahini
safi úr 2 sítrónum
1 hvítlauksrif, saxað
¼ tsk. kúmen, steytt
söxuð steinselja til skrauts
Allt nema steinseljan er sett í mat-
vinnsluvél og malað í jafnt og þétt mauk.
Gott er að setja maukið í kæliskáp og
kæla lítillega áður en það er borið fram
með steinselju til skrauts.
Uppskrift að hummus
Það er eiginlega allt of
skemmtilegt að kaupa sér
skó. Það er jú aðalástæðan
fyrir því að maður á einhver 20
pör eða svo í hillum, skúffum
og skápum. Vissulega reynir
maður að réttlæta fyrir sér
kaupin á einhvern hátt. Eitt
par passar fullkomlega við
svarta kjólinn, annað er svo
þægilegt í vinnuna og spari-
hælaskórnir láta manni finnast
maður extra fínn við sérstök
tilefni. Það er reyndar viss list
að kunna að henda þeim pör-
um sem gengið hafa sinn veg
og geta ekki meira. Á móti
einu nýju pari er ágætt að
reyna að henda öðru á móti.
Jafnvel tveimur ef um er að
ræða ódýra skó sem áttu bara
að endast út sumarið. Skóút-
sölur eru sérstaklega erfiðar
fyrir þá sem finnst gaman að
kaupa sér skó. Sumarútsöl-
urnar eru nú hafnar í París og
eins og sjá má á myndinni hér
til hliðar var afslátturinn ágæt-
lega veglegur. Hafa einhverjar
Parísardömur örugglega átt
erfitt með sig í þessari verslun
og farið heim með eitt par eða
tvö af útsölunni.
Skór,
fleiri skór
AFP