Helgafell - 01.04.1942, Page 59
BÓKMENNTIR
95
greinarmerkjaskipun aðalárásarefnið.
Þótti fullsannað með þessari bók, að
K. K. L. væri vargur í véum íslenzkr-
ar tungu, háskalegt fordæmi börnum
og unglingum og fjandmaður kennara-
stéttarinnar. Á ýmsu mátti skilja, að
bókin væri einn liðurinn í landráða- og
byltingarstarfsemi þýðandans.
Tvö atriði eru minnisstæðust úr
þessari aðför. Kennari nokkur taldi
allar þær villur í stuttum kafla bókar-
innar, er brot máttu teljast gegn viður-
kenndum skólareglum um málfar,
stafsetningu og skipan lestrarmerkja.
Með einföldum útreikningi tókst hon-
um að sanna, að alls mundu vera 4000
slíkar villur í bókinni. Kennarafélag í
Þingeyjarþingi bannfærði bókina og
höfund hennar með félagssamþykkt,
sem vissulega mun þykja fróðlegt
fylgiskjal íslenzkrar bókmenntasögu
20. aldar, er stundir líða, og má mikið
vera, ef hún tryggir þar ekki varanlegt
rúm nöfnum þeirra, er að henni stóðu,
þótt ef til vill hefði verið vonlítið um
slíkan sóma með jákvæðari hætti.
Þegar þess er gætt, að menn úr kenn-
arastétt hafa sýnt alveg sérstakan á-
huga fyrir verndun móðurmálsins og
þjóðlegra verðmæta í sambandi við
þessa þýðingu H. K. L., mætti ætla,
að eitthvað kvæði að þeim á sviði,
er þeim liggur nær, en það er mál- og
stílvöndun barna og unglingabóka. En
þess sjást lítil merki. Máli og stíl á
barna- og unglingabókum fer yfirleitt
hrakandi, og er átakanlegt dæmi um
það hin nýja Mjallhvítarþýð'mg í heild-
arútgáfunni af Grimmsævintýrum og
fleiri þýðingar þar. Líka mætti minn-
ast á ungmeyjasögurnar eftir Margit
Ravn, er þýddar hafa verið hópum
saman á hálfnorskt hrognamál, a. m.
k. hinar eldri þeirra. En hér hefur
gagnrýni kennara sem annarra að
mestu þagað. Þó er rétt að geta þess,
að fyrir nokkru felldi próf. Guðbrand-
ur Jónsson þungan dóm yfir Ævintýr-
inu um Hróa hött (útgefandi Heims-
kringla), einkum þó frá siðferðilegu
sjónarmiði.
Odysseifur fær uppreisn
En hvernig mundi nú gefast sá
mælikvarði, sem einn kennarinn lagði
á Vopnin \vödd með þríliðureikn-
ingi sínum, væri honum beitt við kafl-
ann, er hér var birtur úr Odysseifs-
kviðu hinni nýju ? Það mundi koma í
ljós, að hér væri um síður en svo
slæma bók að ræða, lögboðin stafsetn-
ing í góðu lagi, greinarmerki a. m. k.
nógu mörg, og engin þau mállýti, er
ástæða þætti til að leiðrétta í skólastíl.
Og þegar hér við bætist, að efnislega
er bókin hvorki siðferði, trúarbrögðum
né þjóðskipulagi til háska né hneyksl-
unar, þá virðist ekki ástæða til að gera
kröfur um betri bækur en þetta, meðan
ekki er víst að þjóðlegir og ábyrgir rit-
höfundar geti fullnægt þeim. — Ekki
minnkar vegur þessarar nýju þýðing-
ar, ef þríliðuaðferðinni er líka beitt við
Odysseifskviðu Sveinbjarnar Egils-
sonar, því að þá kemur upp úr dúrn-
um, að í henni muni fyrirfinnast hvorki
meira né minna en 10—12 þúsund
brot gegn lögboðnum stafsetningar-
reglum. Þótt Sveinbjörn kunni að hafa
góðar og gildar málsbætur, breytir það
engu um þá staðreynd, að slík bók
hlýtur að vera háskagripur í höndum
barna og unglinga, samkvæmt skoð-
unum kennaranna.
Stafsetning og tóbaks-
bindindi
Samræmd stafsetning er að vísu
æskileg, og oftast óþörf sérvizka af rit-
höfundum að hverfa frá henni, enda
veldur flest annað meira um gildi
verka þeirra en stafsetningin. Reynsl-
an hefur þó sýnt, að margir ágætir ís-
lenzkir rithöfundar hafa viljað ráða