Helgafell - 01.05.1942, Síða 15

Helgafell - 01.05.1942, Síða 15
FRELSISSTRÍÐ NORÐMANNA 103 fyrir dyrum, því að engum var lögð sú skylda á herðar að yfirgefa föður- landið. Barátta frjálsra Norðmanna Norska ríkisstjórnin settist nú að í London. Þar til stríðið í Noregi hófst, höfðu Alþýðuflokksmenn, undir for- ustu Johans Nygaardsvolds, farið einir með völdin. Síðan hafa einnig nokkr- ir stjórnmálamenn úr öðrum flokkum hlotið sæti í stjórn Nygaardsvolds. Verkefni þau, sem norska stjórnin hefur orðið að leysa af hendi eftir að hún settist að í London, eru ærið yfir- gripsmikil. UTANRÍKISMÁL Afstaða Noregs í ut- OG UPPLÝSINGA- anríkismálum hafði STARFSEMI * .. * ao sjalrsogðu ger- breytzt við þátttöku landsins í styrj- öldinni. Stjórnin ákvað að taka upp sem nánasta samvinnu við Stóra-Bret- land. 28. maí 1941 gerðu Noregur og England með sér hernaðarbandalag. í samningi þessum er því lýst yfir, að eitt af styrjaldarmarkmiðum Bretaveld- is sé frelsi og sjálfstæði Noregs. — Trygve Lie, sem tók við utanríkis- málunum af dr. Halvdan Koht í nóv- embermánuði 1940, undirritaði samn- inginn fyrir hönd norsku stjórnarinnar. Á vegum norsku ríkisstjórnarinnar var farið að reka upplýsingaskrifstofu, sem vinnur kappsamlega að því að kynna Noreg og norsk málefni í öðr- um löndum. Beinist sú starfsemi fyrst og fremst að Bretaveldi og Bandaríkj- um Norður-Ameríku. í upphafi styrj- aldarinnar kvað talsvert að því í báð- um þessum löndum, að afstaða norsku þjóðarinnar væri mjög misskilin. Því var jafnvel haldið fram, að fjöldi norskra föðurlandssvikara hefði stutt á- rás Þjóðverja á Noreg og þjóðin verið furðulega ósnortin af athæfi óvinanna og hins innlenda óaldarlýðs, sem fagn- aði þeim með opnum örmum. Þeir menn, sem trúðu slíkum sögusögnum, höfðu bersýnilega of lítil kynni haft af lundarfari og hugsunarhætti' norsku þjóðarinnar. Nú horfa þessi mál öðru- vísi við. Má hiklaust segja, að Norð- menn njóti verðskuldaðrar virðingar og hennar góðrar meðal bandamanna sinna. í þessu sambandi er skylt að geta þess, að ýmsir frægir Norðmenn, sem nú eru landflótta, hafa unnið mik- ið fræðslustarf til að auka skilning um- heimsins á málefnum norsku þjóðar- innar. Má hér nefna forseta Stórþings- ins, Carl J. Hambro, Halvdan Koht, fyrrverandi utanríkisráðherra og skáld- konuna Sigrid Undset, sem aðallega hafa starfað í Bandaríkjunum, og Worm-Múller prófessor, er dvelur í Bretlandi. Af öðrum verkefnum stjórnarinnar má nefna margs konar starfsemi í þágu sjómannanna og annarra norskra þegna utan Noregs, svo sem stofnun og rekst- ur spítala, skóla og lestrarsala, fjöl- þættar ráðstafanir varðandi endurreisn Noregs að unnum sigri, söfnun mat- vælabirgða, fatnaðar, meðala o. s. frv., að ógleymdu allvíðtæku löggjafarstarfi. LANDHER E,ítt af fyrstu verkum stjórn- OG FLOTI arinnar sumarið 1940 var það að kalla alla norska ríkisborgara, sem voru á herskyldualdri og búsettir utan Noregs, til herþjónustu. Hafizt var handa um eflingu landhers, flota og flugliðs, og mun nú um það bil helm- ingi ríkistekna Norðmanna vera varið til hernaðarþarfa. Landher Norðmanna hefur aðallega stöðvar í Skotlandi. Hann er fjölmenn- ari en margur kann að ætla. Hvalveiða-

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.