Helgafell - 01.05.1942, Qupperneq 15

Helgafell - 01.05.1942, Qupperneq 15
FRELSISSTRÍÐ NORÐMANNA 103 fyrir dyrum, því að engum var lögð sú skylda á herðar að yfirgefa föður- landið. Barátta frjálsra Norðmanna Norska ríkisstjórnin settist nú að í London. Þar til stríðið í Noregi hófst, höfðu Alþýðuflokksmenn, undir for- ustu Johans Nygaardsvolds, farið einir með völdin. Síðan hafa einnig nokkr- ir stjórnmálamenn úr öðrum flokkum hlotið sæti í stjórn Nygaardsvolds. Verkefni þau, sem norska stjórnin hefur orðið að leysa af hendi eftir að hún settist að í London, eru ærið yfir- gripsmikil. UTANRÍKISMÁL Afstaða Noregs í ut- OG UPPLÝSINGA- anríkismálum hafði STARFSEMI * .. * ao sjalrsogðu ger- breytzt við þátttöku landsins í styrj- öldinni. Stjórnin ákvað að taka upp sem nánasta samvinnu við Stóra-Bret- land. 28. maí 1941 gerðu Noregur og England með sér hernaðarbandalag. í samningi þessum er því lýst yfir, að eitt af styrjaldarmarkmiðum Bretaveld- is sé frelsi og sjálfstæði Noregs. — Trygve Lie, sem tók við utanríkis- málunum af dr. Halvdan Koht í nóv- embermánuði 1940, undirritaði samn- inginn fyrir hönd norsku stjórnarinnar. Á vegum norsku ríkisstjórnarinnar var farið að reka upplýsingaskrifstofu, sem vinnur kappsamlega að því að kynna Noreg og norsk málefni í öðr- um löndum. Beinist sú starfsemi fyrst og fremst að Bretaveldi og Bandaríkj- um Norður-Ameríku. í upphafi styrj- aldarinnar kvað talsvert að því í báð- um þessum löndum, að afstaða norsku þjóðarinnar væri mjög misskilin. Því var jafnvel haldið fram, að fjöldi norskra föðurlandssvikara hefði stutt á- rás Þjóðverja á Noreg og þjóðin verið furðulega ósnortin af athæfi óvinanna og hins innlenda óaldarlýðs, sem fagn- aði þeim með opnum örmum. Þeir menn, sem trúðu slíkum sögusögnum, höfðu bersýnilega of lítil kynni haft af lundarfari og hugsunarhætti' norsku þjóðarinnar. Nú horfa þessi mál öðru- vísi við. Má hiklaust segja, að Norð- menn njóti verðskuldaðrar virðingar og hennar góðrar meðal bandamanna sinna. í þessu sambandi er skylt að geta þess, að ýmsir frægir Norðmenn, sem nú eru landflótta, hafa unnið mik- ið fræðslustarf til að auka skilning um- heimsins á málefnum norsku þjóðar- innar. Má hér nefna forseta Stórþings- ins, Carl J. Hambro, Halvdan Koht, fyrrverandi utanríkisráðherra og skáld- konuna Sigrid Undset, sem aðallega hafa starfað í Bandaríkjunum, og Worm-Múller prófessor, er dvelur í Bretlandi. Af öðrum verkefnum stjórnarinnar má nefna margs konar starfsemi í þágu sjómannanna og annarra norskra þegna utan Noregs, svo sem stofnun og rekst- ur spítala, skóla og lestrarsala, fjöl- þættar ráðstafanir varðandi endurreisn Noregs að unnum sigri, söfnun mat- vælabirgða, fatnaðar, meðala o. s. frv., að ógleymdu allvíðtæku löggjafarstarfi. LANDHER E,ítt af fyrstu verkum stjórn- OG FLOTI arinnar sumarið 1940 var það að kalla alla norska ríkisborgara, sem voru á herskyldualdri og búsettir utan Noregs, til herþjónustu. Hafizt var handa um eflingu landhers, flota og flugliðs, og mun nú um það bil helm- ingi ríkistekna Norðmanna vera varið til hernaðarþarfa. Landher Norðmanna hefur aðallega stöðvar í Skotlandi. Hann er fjölmenn- ari en margur kann að ætla. Hvalveiða-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.