Helgafell - 01.05.1942, Qupperneq 16

Helgafell - 01.05.1942, Qupperneq 16
104 HELGAFELL flotinn norski var á veiðum í Suður- höfum, er stríðið skall á í Noregi, og voru skipshafnirnar kallaðar í herþjón- ustu að veiðitímanum loknum. Talið er, að hinn nýi norski landher hafi fengið ágætan vopnabúnað og æfingu í nútíma hernaði. Yfirmaður hans er Fleischer hershöfðingi. Um það bil einn tugur norskra her- skipa komst undan, er stríðinu í Nor- egi lauk. Nú munu vera um 60 herskip í flotanum, að vísu aðeins tundurspill- ar og þaðan af smærri skip, en þau inna af hendi mikilvægt hlutverk, veita kaupskipalestum vernd, slæða tundur- dufl o. s. frv. Norsku sjóliðarnir hafa getið sér hinn bezta orðstír fyrir dugn- að sinn og hreysti. Komst brezkur að- míráll nýlega svo að orði, að hann væri stoltur af því að hafa forustu meðal slíkra bandamanna. Yfirforingi norska flotans er Corneliussen aðmír- áll. NORSKI KAUP- Hér hæfir að geta SKIPAFLOTINN norska kaupskipaflot- ans. Hann er langverðmætasta eignin, sem hinir frjálsu Norðmenn ráða yfir. í köldum og ömurlegum fjallakofa á- kvað stjórnin 22. apríl 1940 að taka verzlunarflotann eignarnámi í þágu rík- isins meðan styrjöldin stæði yfir. Lang- mestur hluti hans, eða um 3/i millj. smálesta, er nú í förum fyrir Banda- menn. Mörg þessara skipa eru nýleg og mjög hraðskreið, þar á meðal margt olíuflutningaskipa. Fróðir menn hafa áœtlað, a<5 norsl^i verzlunarflotinn jafn- gildi einni milljón vopnaSra og vel œfðra hermanna. Má af því marka, að Norðmenn hafa stórveldisaðstöðu í styrjöldinni sem siglingaþjóð. Með tekj- um af kaupskipaflotanum geta Norð- menn kostað þátttöku sína í stríðinu og staðið í skilum um vexti og afborganir erlendra skulda. — Fjárlagaveitingar norsku stjórnarinnar á fyrra árshelm- ingi 1942 nema um 121/2 milljón sterlingspunda, og má af því gera sér í hugarlund, að tekjur verzlunarflotans eru engir smámunir. — Á norskum skipum í siglingum fyrir Bandamenn munu starfa um 22000 sjómenn. Þeir hafa nú í tvö ár leyst af höndum erf- itt og hættulegt starf, fjarri föðurlandi sínu og ástvinum, og margir hafa lát- ið lífið í baráttunni. Ymsar sögur eru sagðar um hreysti einstakra manna og skipshafna og um hinn óbilandi kjark, sem margir sjómenn hafa sýnt með því að stunda áfram siglingar, þótt skip þeirra hafi verið skotin í kaf og þeir lent í lífshættu og hrakningum hvað eftir annað. Norska þjóðin mun seint fá endurgoldið sjómannastétt sinni hina miklu þakklætisskuld við hana fyrir trúmennsku og vel unnið starf í þágu fósturjarðarinnar. LOFTFLOTINN Segja má, að hinn nýi loftfloti Norðmanna sé þeim einna hjartfólgnastur. Yfirmaður hans er Rii- ser-Larsen aðmíráll. Hann var stýri- maður loftfarsins ,,Norge“ undir stjórn Roald Amundsens í Norðurskautsleið- angrinum 1926. Sumarið 1940 var sett á stofn æfingastöð fyrir norska flug- nema í Toronto í Kanada, og hafði Riiser-Larsen yfirumsjón með því verki. — Æfingastöðvar flugmannanna þar bera heitið ,,Little Norway“ og þykja vera til fyrirmyndar í hvívetna. Nú eru norskar flugmannasveitir fyrir löngu komnar á vettvang, svo sem kunnugt er. Riiser-Larsen hefur flutzt til Bretlands og tekið við yfirstjórn þeirra, en skólinn í Toronto starfar á- fram, og er enginn hörgull á nemend- um þar. í marzmánuði síðast liðnum samein-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.