Helgafell - 01.05.1942, Síða 17

Helgafell - 01.05.1942, Síða 17
FRELSISSTRÍÐ NORÐMANNA 105 aði norska stjórnin landher sinn, flota og fluglið undir eina yfirstjórn. Var Wilhelm Hansteen þá skipaður yfir- hershöfðingi. Hann er vel menntaður hernaðarfræðingur, sem haft hefur bein kynni af nútímahernaði. Hann starfaði við norsku sendisveitina í Helsinki vet- urinn 1939—1940, er fyrra stríð Finna og Rússa var háð. NORDAHL Á þessum stað þykir mér GRIEG hlýða að minnast skáldsins Nordahls Griegs, sem er þegar fyrir löngu orðinn einn af víðkunnustu rit- höfundum Noregs. Þó að kvæði hans hafi orðið öllum Norðmönnum hjart- fólgin, þá finna vafalaust sjómenn Nor- egs, hermenn og flugmenn öðrum fremur, að þeir eiga sinn bezta og tryggasta vin þar, sem Nordahl Grieg er. Áður hafði hann lýst störfum sjó- manna, kjörum þeirra og hugðarefnum í verkum sínum. Þegar stríðið skall á haustið 1939, gerðist hann óbreyttur liðsmaður í her þeim, sem átti að verja Norður-Noreg. Nú ferðast hann með norskum skipum og heimsækir her- menn og flugmenn í bækistöðvum þeirra, yrkir kvæði um þá og segir í útvarpi frá störfum þeirra. Kona hans, hin vinsæla söngkona Gerd Grieg, er og mjög dáð af sjómönnunum, enda fer hún víða um og skemmtir þeim með söng sínum. Nokkur kvæði Nordahls Griegs hafa verið þýdd á íslenzku. í IV. bindi Þýddra IjóSa Magnúsar Ásgeirssonar hafa birzt kvæðin Vatn, S\álinn á heiSinni og Silzill. í fyrsta árgangi Nor- rœnna jóla 1941 birtist, í þýðingu eftir sama, kvæðið 17. maí 1940, sem þá var flutt í útvarpi frá Lundúnum, en þangað hafði skáldið sent það með símskeyti frá Hálogalandi, daginn áð- ur. Heimavarnir Þegar konungur og stjórn Noregs héldu af landi burt, tók Otto Ruge hers- höfðingi, er stjórnað hafði vörn lands- ins af hinum mesta dugnaði og hug- prýði, að sér að semja við Þjóðverja um uppgjöf norska hersins. í síðasta ávarpi sínu til hermannanna skoraði hann á þá að varðveita þann anda, sem er nauðsynlegur hverri þjóð, er vill endurheimta frelsi sitt. Það gæti orðið langt þangað til sú stund kæmi, að frelsið heimtist aftur, en það gæti einnig orðið fyrr en vænta mætti. Á þeirri stundu yrði þjóðin að vera vel viðbúin, sagði Ruge. — Hann hefur hlotið þa gleði, sem vafalaust hefur gert honum hina þýzku fangavist létt- bærari, að framkoma norsku þjóðar- innar reyndist í fyllsta samræmi við óskir hans og vonir. Sumarið 1940 var einna þungbærasti tíminn fyrir Noreg að því leyti, að þá voru margir vonlitlir eða vonlausir með öllu um sigur. Því olli fall Frakklands. í þeirri viðleitni að skapa bærilega sam- búð við hið þýzka setulið létu ýmsir góðir Norðmenn leiða sig svo langt til samkomulags, að þeir hafa vafalaust séð stórlega eftir því síðar. En þeir voru fleiri, sem létu hvorki blíðmæli né hót- anir Þjóðverja neitt á sig fá, þrátt fyrir hinar ömurlegu styrjaldarhorfur. At- burðum þessa sumars er að nokkru leyti lýst í bók C. J. Hambros : Árásin á Noreg. Þegar leið á haustið, bar margt til þess, að allir góðir Norðmenn tóku höndum saman um ákveðna andstöðu gegn Þjóðverjum. Menn fundu það fljótlega, að Terboven, hinn þýzki landsstjóri, notfærði sér hverja tilslök- un þeirra til þess að færa sig upp á skaftið. Þá fór og traustið á Bretum hraðvaxandi, er þeir létu engan bilbug

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.