Helgafell - 01.05.1942, Qupperneq 28

Helgafell - 01.05.1942, Qupperneq 28
114 HELGAFELL En engan veit ég betur hafa lýst norrænni og þá ekki sízt norskri frels- isást en skáldið Nordahl Grieg í kvæði því, er flutt var eftir hann í Lund- úna-útvarpinu 17. maí 1940: Sú jullvissa er fœdd í oss öllum, að /re/sið sé l í f hvers manns, jafn einfalt og e<5lisbundi<5 sem andardráttur hans. * * * Norðmenn í Noregi heyja nú margfalt stríð. Þeir berjast við óvinina í landinu, eftir því sem aðstæður frekast leyfa, þeir berjast við hungur, hús- næðisleysi og kulda. Afdalabændurnir, fiskimennirnir við strendur lands- ins og íbúar borganna glíma flestir við sömu örðugleikana, skort og harð- rétti. Fiskurinn er af þeim tekinn, þegar þeir hafa aflað hans með ærnu erfiði. Kvikfénaður og jarðarávextir eru rifnir af þeim. Jafnvel vetrarklæða sinna fá þeir ekki að njóta í friði. Á mörgum stöðum hafa íbúðarhúsin verið brennd til grunna eða skotin í rústir. Alls staðar blasir við örbirgð og eyði- legging. Þau verðmæti, sem þessi nægjusama og þrautseiga þjóð hefur aflað sér með viðreisnarstarfi sínu á undanförnum mannsöldrum, hafa verið af henni tekin eða lögð í auðn á örskömmum tíma. Neyðin eykst og vand- ræðin vaxa eftir því, sem lengur líður. Á Islandi eflist auðsældin. Stríðið hefur til þessa aðallega fært Islend- ingum aukna fjármuni og hagsæld. Utlent hervald, sem landið gistir um sinn, er afskiptalítið og þrengir að mjög litlu leyti kosti landsmanna. Þau ríki, er herlið hafa sent hingað, hafa ekki aðeins margoft og afdráttarlaust lýst yfir því, að þau muni að ófriðnum loknum tafarlaust flytja herafla sinn héðan, heldur hafa þau einnig lofað að stuðla við friðarsamninga að óskor- aðri viðurkenningu á fullveldi og sjálfstæði íslands. Og engin ástæða er til þess að efast um, að loforð þessi verði efnd. Engin hernaðarátök hafa enn átt sér stað hér á landi. Islendingar búa við frið og allsnægtir. Finnska þjóðin á í stríði. Þar í landi ríkja skortur og eymd, og tugir þúsunda af hraustum sonum þjóðarinnar láta lífið á vígvöllunum. Nágrann- ar þeirra, frændur og vinir, Svíar, hafa til þessa getað komizt hjá styrjöld. En gífurlega dýr hervæðing, samgönguleysi við önnur ríki, rofin verzlunar- sambönd og margs konar örðugleikar hafa gert það að verkum, að sænska þjóðin hefur orðið að færa miklar fórnir og neita sér um margt. Þó er ástandið þar á engan hátt sambærilegt við þrengingar Finna. Og Svíar vita það og viðurkenna, að af þröngum kosti er hægt að miðla nauðstöddum ná- búa. Skömmu fyrir síðast liðin jól, ritaði alþekkt forvígiskona sænskra verka- kvenna í blað eitt á þessa leið: ,,í síðast liðnum mánuði barst neyðaróp frá fulltrúum finnskra verka- kvenna : ViS lifum eþfy af bennan Vetur, ef þiS hjálpiS oþþur eþþi! — Það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.