Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 35

Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 35
SVEINBJÖRN EGILSSON 121 Það er merkilegt, hvernig Sveinbjörn gerir Eddukvæðin að sinni eign. En svo kemur þjóðin og gerir hans kveðskap að sinni eign, svo rækilega, að hún hálf- eða al-gleymir höfundinum. Vísur hans verða að húsgöngum og alþýðukveðskap. ,,Heims um ból“ er jólasálmurinn, og menn eru ekki allténd að hugsa út í, að hann er eftir Sveinbjörn Egilsson. Fyrir austan gekk þessi vísa, sem sjálfur Jónas Hallgrímsson hefði ekki þurft að skamm- ast sín fyrir: Fljúga hvítu fiðrildin fyrir utan glugga, þarna siglir einhver inn ofurlítil dugga. Enginn hirti eða vissi um höfund; allir áttu vísuna. Eða vísurnar ,,Seint mun þverra Són og Boðn“ og ,,Ef að vanta varmaföng“. Hver kannast ekki við þessi látlausu vísuorð um huggun þá, sem söng- urinn veitir: Af þessu styttist stundin hjá stúlku jafnt sem dreng, við þetta léttist lundin, ég leik á hörpustreng. Þetta er úr kvæðum Sveinbjarnar, sem að vísu lék ekki á hörpustreng sjálfur, en hann hafði mikið yndi af að blása á flautu. Hver kannast ekki við þessa vísu: Leika landmunir lýða sonum, hveim er fúss er fara. Römm er sú taug, er rekk<* dregur föður-túna til. Er þetta úr Hávamálum ? Nei. Þá úr einhverjum fornkvæðum ? Ekki heldur. Þetta er, svo ólíklegt sem það kann að virðast, þýðing Sveinbjarnar Egils- sinar á stefjum úr einu útlegðarljóði rómverska skáldsins Ovidiusar: Nescio qua matale solum dulcedine captos ducit, et inmemores non sinit esse sui. Það eru margar tegundir þýðinga til, þetta er ein: endursköpun, endur- fæðing. Skáldleg snilld er með mörgu móti; eitt er að lýsa því, sem sér- stakt er og persónulegt, annað að tala fyrir munn alls lýðsins. Og þannig verður þessi 19. aldar þýðing úr máli fjarlægrar þjóðar að vísu, sem virðist hafa verið til með norrænum mönnum frá örófi vetra, gömul eins og fjöll þeirra og sær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.