Helgafell - 01.05.1942, Qupperneq 36

Helgafell - 01.05.1942, Qupperneq 36
122 HELGAFELL VI. Mynd sú, af Sveinbirni, sem fylgir ljóðum hans, er gerð þegar hann var á sjötta ári um fimmtugt. Jón Árnason segir, að hann sé hér harðari á svip en hann átti vanda til, enda nýstaðinn upp úr sótt. Hann lýsir honum á þessa leið: ,,Dr. Sveinbjörn Egilsson var með minni meðalmönnum á hæð, grann- vaxinn og holdskarpur alla ævi. Hann var hærður vel og jarpur á hár, kringlu- leitur í andliti, ennibrattur og eygður vel, bláeygur, snareygur og hýrt augna- ráðið. 1 andliti skipti hann vel litum og var rjóður í kinnum. Nefið var í meira lagi og beygðist lítið niður framan. Munnfríður var hann, en þó nokkuð tannber, og hakan lítil. Beinvaxinn var hann og allur samsvarandi, hvatur í spori og vaskur í göngu og snyrtimaður í öllu látbragði og limaburði." Hann var maður glaðlyndur og alúðlegur, fyndinn og nettur í orðum, jafnlyndur og stilltur og enginn ákafamaður, meira gefinn fyrir íhugun en framkvæmdir, hafði mætur á söng og hljóðfæraslætti, smekkvís svo að aldrei bar út af, lagði rækt við hvern hlut, er hann tók sér fyrir hendur, eða sinnti honum alls ekki. Hann var iðjumaður, svo að honum féll aldrei verk úr hendi, vandvirkur, bætti sífellt um hvert verk og fágaði. Yfir Sveinbirni er menningarbragur, hvaðan sem litið er. Hann var fóstursonur Magnúsar Stephensens, og menningaráhrifin frá upplýsingar- frömuðinum voru mikil. Sveinbjörn talar um hinn frjálsa anda, vizku og mildi Magnúsar í merkum erfiljóðum er hann orti um hann. En Sveinbjörn nam ekki staðar, hann ávaxtaði og ummyndaði menningararfinn samkvæmt anda tímans, og svo varð hann fóstri hins unga lslands. Skólabróðir Sveinbjarnar var Olafur Stefánsson Stephensen frá Hvítár- bakka. Þeim var gefinn sá vitnisburður af Árna Helgasyni, að ,,Ólafur var fljótskarpari; hann hafði intuitiv-gáfur; Sveinbjörn var meira circumspect". Nú er Ólafur, skarpleiki hans og getspeki gleymt, en gaumgæfni Sveinbjarn- ar hefur borið þúsundfaldan ávöxt. Margs þarf búið við, menningarlíf þjóðar þarf á mörgu að halda. Gáfur eru gull, en snilldargáfur bera sjaldnast mik- inn ávöxt nema með ófyrirlátsömu starfi. Þetta hefur Islendingum oft gleymzt, þeim hættir til að láta sér sjást yfir menn eins og Sveinbjörn var, menn sem hafa gaumgæfnisgáfur, sem þeir fylgja ekki eftir með yfirlæti, menn sem eru fulltrúar vaxtar, jafnvægis og samræmis í menningarlífinu. Frumleiks- mennirnir, sem vinna hin skapandi afrek, eru ljós heimsins, en hinir, menn eins og Sveinbjörn, eru salt jarðar: án þeirra sekkur menningin ofan í villi- mennsku. Einar ÓI. Sveinsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.