Helgafell - 01.05.1942, Side 48

Helgafell - 01.05.1942, Side 48
134 HELGAFELL HOLGER DRACHMANN: Málarínn Er skúra tók, menn úr skóginum hrukku og undan hryðjum til húsa stukku. Málarinn einn þaðan ekki hrœrðist, þótt vatnið fossaði og vindur œrðist. Og skúrunum létti. Skýin brennandi vörpuðu bliki á vatnið rennandi. Gimsteinar tindruðu á trjánum bjartir. Skinið var eldlegt og skuggar svartir. — Hann gerði af því mynd. En gagnrýnin sagði hana ónáttúrlega og með afkárabragði. Þeir lœrðu þekktu ekki liti sl'tka: Skinið of sterkt og skugginn líka. Málarinn bugtaði og brosti með þökkum og sneri svo baki við bókasnökkum, sem báru um liti j blindni sinni. Þvi hann var úti, en hinir inni. M- A. (slenz^aSi. inu og listinni þá eftirminnilegu vanvirðu að skipa þessum meindýraeyði íslenzkrar menn- ingar að pakka myndunum saman og hafa sig á brott með þær. Verður þessi hrottaskapur forsetans ennþá ískyggilegri og ámælisverðari, ef þess er gætt, sem upplýst hefur verið, að myndirnar voru þegar teknar að hafa sérlega holl og siðbætandi áhrif á þingmennina þann stutta tíma, sem þær fengu að vera í friði. — En nú voru góð ráð dýr. Að vísu má segja sem svo, að slíkum áhrifamanni, sem frum- kvöðull sýningarinnar er, hefði mátt veitast það létt, að útvega sér, án mikils fyrirvara, annan bílstjóra til að aka myndunum í burtu, en það bjargar ekki forsetanum frá þeim dómi sögunnar að hafa, með hvatvísi sinni, stefnt þessari merkilegu tízkusýningu í fullkomna tvísýnu. Verður nú engu framar um það spáð, hversu farið hefði, ef Kaupfélag Eyfirðinga, sem er deild úr Sambandi Andleg k_aup íslenzkra samvinnufélaga, félagsstarfsemi. ^ ekki tekið að sér að bjarga sýningunni, með því að lána henni ein- hvern ágætasta glugga sinn í þessum bæ. Hef- ur félag þetta, sem áður er að öllu góðu kunn- ugt, einkum á veraldlega sviðinu, bendlað sig þannig á fagran hátt við mikið og óeigingjarnt menningarstarf, og enda þótt gluggasýningar á málverkum hafi áður tíðkast hér á landi, þá mun tilgangurinn oftast hafa verið sá, að pranga á listaverkum þeim, er sýnd voru, þó einstaka hugsjónamaður eins og Pétur í Mál- aranum kunni meðfram að hafa gert slíkt af fagurfræðilegum áhuga. En hér var engum hagnaði til að dreifa. Það er síður en svo, að nokkuð hafi komið fram í þessu máli, er bendi til þess, að ríkið, þ. e. forstöðumaður sýningar- innar, hafi hugsað sér að selja málverkin, þann- ig að S. I. S. eða einstök félög innan þess, gætu vænzt ágóðahlutar af verði þeirra. Má ekki minna vera, en að því sé á lofti haldið, að félagsskapur, sem er ekki eldri að árum en KEA, skuli þegar hafa séð sér fært, við hliðina á öðrum fjarskyldum viðfangsefnum, að láta andlega starfsemi í landinu til sín taka, og er

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.