Helgafell - 01.05.1942, Síða 55

Helgafell - 01.05.1942, Síða 55
BÓKMENNTIR 141 Ljósmyndir og listaverk JÓN ÞORLEIFSSON LISTMÁLARl. Myndir með inngangi eftir Sigurð Ein- arsson. Isafoldarprentsmiðja h. f. — Inn- bundin kr. 25.00. Verk málara geta aldrei orðið almenningseign með sama hætti og verk annarra listamanna, svo sem tónskálda og rithöfunda. Þetta stafar fyrst og fremst af því, að málverk verða aldrei gefin út nema í einu eintaki, og verða ekki heldur flutt öðrum eða ,,lærð utan að“ á sama hátt og ljóð eða lög. Þess vegna hefur mig einatt furðað á því, hvað málarar virðast taka því mótlæti með mikilli karlmennsku, að þurfa að láta verk sín af hendi. Að vísu geta vei gerðar eftirlíkingar komizt mjög langt í því að kynna fyrirmyndir sínar, en sjaldnast mun því að heilsa, að ekki glatist eitt- hvað af eðli og áhrifamætti listaverksins á þeirri leið, og þegar um ljósmyndir er að ræða, fei það auðvitað mjög eftir eiginleikum málverksins, hversu vel túlkun þeirra tekst. Gagnvart Ijós- myndinni standa þau málverk verst að vígi, sem iistamennirnir hafa byggt upp með litina fyrir augum, eða þar sem form og litir hafa fylgzt að og vaxið saman með myndinni, eins og mikið ber á í málaralist síðari tíma, og ekki hvað sízt hjá ýmsum þeim meisturum expressionismans, svo sem Cezanne og Matisse, sem sumir af beztu málurum vorum hafa lært mikið af. Því mun líka mörgum, sem kynnzt hafa list Jóns Þorleifs- sonar, þykja sem hann verði ekki allur séður af bók þeirri, sem nú er komin út, með myndum af málverkum hans. Þetta er að vísu sagt listamanninum til hróss, en er hinsvegar engan veginn sagt bókinni til áfellis. Hún er öll hin vandaðasta og hefur að geyma þrjátíu og tvær stórar og prýðilega gerðar heilsíðumyndir af málverkum Jóns, landslags- myndum, innimyndum og mannamyndum, auk ýtarlegs formála eftir Sigurð Einarsson, þar sem hann gerir, í mjög læsilegu máli, grein fyrir listamanninum, starfsferli hans og viðfangsefn- um Eru margar myndanna í bókinni mjög fal- legar og aðlaðandi og allar næsta eftirtektarverð- ar, enda er höfundur þeirra ótvíræður listamað- ur, sem jafnan hefur rækt köllun sína af alvöru og alúð. ,,To have great poets there must be great audiences too“, sagði Whitman, og sennilega á það ekki síður við um aðrar listir. Stórra afreka í list verður tæplega vænzt til lengdar, þar sem listamennirnir og þjóoin farast á mis. Þess vegna er öll viðleitni, sem miðar að því að bæta að- stöðu þjóðarinnar til listræns uppeldis, góðra gjalda verð, og er vonandi, að áframhald geti orðið á því, að beztu listamenn vorir verði kynntir þjóðinni með Jíkum hætti og hér hefur verið gert. Og vansalaust má það heldur ekki teljast, að enn skuli t. d. engin bók vera til með myndum af verkum annars eins meistara og Ás- gríms Jónssonar, hvað þá að aðgangur gefist að listaverkum hans á nokkru safni. T. G. Islandskvikmynd í 60 ár Theódór Friðriksson: í VERUM, I.—II. Víkingsútgáfan. Reykjavík 1941. Verð 45.00 ób., 85.00 skinnb. 729 bls. Ævisaga Theódórs Friðrikssonar, rituð af hon- um sjálfum, tvö þykk bindi í mjög stóru broti, hversdagslegir atburðir og yfirleitt hið hvers- dagslegasta fólk blaðsíðu eftir blaðsíðu — og inni á milli ýtarlegar og beinlínis átthagafræði- iegar lýsingar á Flatey á Skjálfanda, Sauðárkróki og öðrum útnesjum og afkimum hinnar annars víðáttumiklu og viðburðaríku veraldar. Stílbragð og listtækni? Lítið um það! Hættu nú bara 1 Þessi bók hlýtur að vera nauða leiðinleg og ómerkileg með afbrigðum. Þannig mun margur álykta, sem les þessa lýs- ingu, en hefur ekki lesið bókina sjálfa. En sann- leikurinn er allur annar. Ðókin er í fyrsta lagi merkilegt heimildarrit, einmitt full af þeim mörgu smáatriðum um atvinnulíf, lífshætti og fólkið eins og það gerist og gengur, sem vantar yfirleitt í flest fræðirit allra tíma, en valda mestu um það, hvort við fáum lifandi myndir menning- ar og atvinnuhátta og alls aldarfarsins — eða svo til eingöngu útlínur myndanna, — með auð- um og dauðum flötum á milli. I öðru lagi er bókin skemmtileg, því að höfundinum hefur tek- izt að birta okkur atvikin og mennina, að því er okkur virðist, nákvæmlega eins og þau og þeir hafa mótazt í hug hans á þeirri stund og þeim stað, sem frá er sagt í hvert skipti. Atvikin og mennirnir, sem þarna birtast, bera sem sé hinn ferska blæ hins frjóa og fjölbreytta raunveru- lega lífs, sem er í sjálfu sér fjarri allri list- rænni heildarformun, en byggir og veltir og blandar og skiptir af furðulegri fjölbreytni og aðdáanlegri, en líka margan ergjandi ofurgnægð. Og því að eins hefur Theódór getað sýnt okkur þetta svona, að hann hefur ekki verið eða þótzt

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.