Helgafell - 01.05.1942, Qupperneq 57
BÓKMENNTIR
143
vi\ 1933), eða frásagnar og ævintýris (Pipuleik-
arinn).
Eins og sjá má af þessari upptalningu, eru
margir þáttanna áður út komnir í tímaritum, og
eiga sér jafnvel þegar sögulega fortíð, eins og
þátturinn af Þórði gamla halta, sem raunar er sá,
er mér finnst minnst til um í þessari bók. En
annars er hver þáttur hennar öðrum skemmti-
legri, og verður það að vísu hvorki talin and-
rík né sérstaklega tæmandi skilgreining á ein-
kennum höfundar með gáfum og kunnáttu H.
K. L. En enda þótt ég láti hjá líða að rekja
þessa þætti hér, get ég ekki stillt mig um að
taka það fram, að mér hefur alltaf, síðan ég
las fyrst hina yndislegu lýsingu af ósigri ítalska
loftflotans í Reykjavík 1933, fundizt hún vera
einkar vel fallin til tækifærisgjafa handa með-
limum fasistaráðsins. Þá gæti heldur engin fund-
arsamþykkt fengið mig af þeirri skoðun, að
saga, slík sem Napóleon Bónaparti, sé bæði
átakanlegur og fagur skáldskapur.
Hitt er auðsætt mál, að félög og einstakling-
ar, sem meta skáldskap fyrst og fremst eftir því,
hversu trúlega er fylgt lögboðinni stafsetningu,
geta haft margt við bókina að athuga. Það mun
og sönnu næst, að ýmislegt mun það í einka-
rithætti H. K. L., sem illa hentar til fyrirmynd-
ar viðvaningum, og persónulega er ég þeirrar
skoðunar, að vel mætti honum takast, að haga
meðferð sinni á rituðu máli, í nokkru meira
samræmi við það, sem almennt gerist um ritun
orða, án þess að persónuleg stíleinkenni hans
þyrftu að raskast. Hitt má öllum vera Ijóst, að
H. K. L. er tvímælalaust orðinn einhver mest-
ur kunnáttumaður íslenzkra rithöfunda í tungu
sinni, og væntanlega sá þeirra, ásamt Þórbergi
Þórðarsyni, sem flest orð málsins hefur á hrað-
bergi. Annarsstaðar mundi þetta vera talið
hverjum rithöfundi til tekna, en hér á landi má
sú staðreynd sín minna en vænta mætti gagnvart
bókmenntaskilningi þeirra manna, sem leggja
ofstækisfullt kapp á að fá það hamrað í gegn,
að H. K. L. sé afleitur rithöfundur, enda skort-
ir þá menn sjaldan sannanir. Er þess skemmst
að minnast, að nýlega stóð í blaði einu lýsing á
því, hversu yndislegt væri að stranda við sand-
ana í Skaftafellssýslu. Varð greinin ekki skilin
a annan veg en þann, að hvergi væri skip betur
komin en þar, að minnsta kosti ekki við hafnar-
garðana í Reykjavík, og var þetta talin átakan-
leg sönnun þess, að H. K. L. væri ómerkilegur
rithöfundur. Greindarbóndi og hagyrðingur, sem
ég átti tal við fyrir tveim dögum, hafði komizt
að sömu niðurstöðu, og áleit hann fjarstæðu að
telja H. K. L. meðal skálda, þar sem ekki væri
vitanlegt, að hann hefði nokkru sinni ort sléttu-
bönd og enda ósannað mál, hvort hann gæti
það. — En fyrir bókmenntirnar skiftir slíkt litlu
máli, því Halldór verður ekki frá þeim tekinn.
Hann er ekki aðeins stórbrotið skáld, heldur
einnig mikill listamaður, sem á sér í óvenjuleg-
um mæli skapandi gáfu, þekkingu á mannlegu
eðli, tilfinningar og kunnáttu, en það eru þeir
fjórir eiginleikar, sem Henry Fielding sagði end-
ur fyrir löngu, að væru óhjákvæmileg skilyrði
þess, að takast mætti að skrifa góða sögu.
T. G.
Verkalýðssaga
eftir verkamann
Osk.ar Aðalsteinn Guðjónsson: GRJÓT
OG GRÓÐUR. Prentstofan ísrún. ísa-
firði 1941.
Ymsir hafa látið í ljós undrun sína yfir því,
hve ótítt það hefur verið, að íslenzk sagnaskáld
veldu sér efni úr Jífi fólksins í bæjum og þorp-
um. Og sumir hafa skipað:
— Skrifið þið um fólkið í bæjunum, — t. d.
verkafólkið og líf þess!
En þrátt fyrir þessar skipanir hafa íslenzk
sagnaskáld einkum haldið sér við strjálbýlið. Is-
lenzkir skáldsagnahöfundar eru sem sé flestir
uppaldir í sveit, og það er nú einu sinni svona:
Skáldsagnahöfundar þurfa að þekkja sem nán-
ast það fólk og það líf, sem þeir lýsa, ef þeim
á að takast að skapa skáldrit, sem hafi á sér
þann blæ sennileikans, sem er skilyrðið fyrir
sterkum og eftirminnilegum áhrifum. Og hinir
íslenzku höfundar, börn strjálbýlisins, hafa fæst-
ir, jafnvel þó að þeir hafi sumir á fullorðins ár-
um búið í bæjum, komizt í svo náin tengsl við
fólkið þar og það líf, sem það lifir, að þeir hafi
fundið sig færa um að túlka viðhorf þess við til-
verunni á sannan og listrænan hátt.
Grjót og gróður er frekar stutt saga, og höf-
undur hennar er mjög ungur maður. Sagan
gerist í kaupstað. Höfundurinn er kaupstaðar-
barn, verkamannssonur og verkamaður sjálfur.
Og við höfum ekki lesið margar blaðsíður í sög-
unni, þegar við sjáum, að persónunum er lýst
af manni, sem þekkir þær og líf þeirra mjög svo
náið. Þessar persónur eru ósköp almennt fólk,
sem vinnur í sveita síns andlitis, og á sér enga
glæsilega drauma eða djúpar og háfleygar hugs-
anir, en það á þó sínar vonir, sem uppfyllast eða