Helgafell - 01.05.1942, Side 63

Helgafell - 01.05.1942, Side 63
NV BÓK ERICA HÖYER Anna Iwanowna Á íslenzku eftir Árna Óla. Flestir íslendingar kannast við Höyer í Htieradölum, danskan mann, sem kom hingað upp úr styrjöldinni 1914—1918 og gerðist landnemi í Hveradölum á Hell- isheiði. Með honum var kona, ung að aldri, og vor- kenndu henni margir, að hýrast í fásinninu hér uppi á regin heiði. En fæstir renndu grun í, að hún hafði reynt ótrúlegar hörmungar áður. Faðir hennar var óðalsbóndi í Lettlandi (sem þá laut Rússlandi), þegar stríðið hófst. Þaðan varð hann að flýja með fjölskyldu sína, en bærinn var brenndur. Fluttust þau austar í Rússland, og höfðust við á þeim slóðum, sem barizt hefur verið nú í vetur. Er stríðinu lauk, fóru þau heim, en óðal þeirra hafði þá verið rænt, og þau áttu hvergi höfði sínu að að halla. Og svo hófst borgarastyrjöldin.-- í þessari bók segir frú Höyer frá þeim hörmungum, sem yfir þau dundu, og er bók hennar jafnframt ágæt lýsing á stríðinu og ástandinu í Rússlandi á byltingar- tímanum. Ámi Óla las nokkra kafla úr bók þessari í útvarpið í fyrra, og fékk þá fjölda margar áskoranir um að þýða alla bókina og gefa hana út. — Þetta verður áreiðan- lega mest lesna bókin á þessu ári. Fæst í bókaverzlunum um land allt. Bókaverzlun Isafoldarprenfsmíðju h.f.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.