Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012 Börn eru ákaflega móttækilegfyrir myndmáli. Þess vegnaskiptir það sem þau sjá ekki síður máli en það sem við þau er sagt. Þegar sonur minn, þá þriggja ára, hélt því fram að stelpur kynnu ekki á hjólabretti áttaði ég mig á að hann hafði hreinlega aldrei séð stelpu á hjólabretti. Móðirin leitaði að sjálfsögðu lið- sinnis YouTube við uppeldið og sýndi stráksa myndbönd til sönn- unar því að stelpur kynnu líka á hjólabretti, þótt þær væru kannski færri sjáanlegar í mið- bænum þangað sem hann sótti sínar fyrirmyndir að hjóla- brettaiðkun. Á undanförnum dög- um hafa íslenskar konur og stelp- ur (og strákarnir líka auðvitað) haft ástæðu til að fagna. Tvö landslið kvenna og unglings- stúlkna í fimleikum unnu gull- verðlaun á Evrópumóti og landslið kvenna í fótbolta náði þeim ár- angri að komast öðru sinni í úrslit EM. Svo settu áhorfendur vall- armet þegar 6.700 manns mættu á völlinn. Þetta eru sko fyrirmyndir í lagi! Hvort sem um er að ræða fim- leikasnillinga, fótboltastelpur eða bara okkur hin þá þurfum við að huga að heilsunni og því sem við látum ofan í okkur. Við skoðum næringargildi í sælgæti, grænmeti og kókópuffs í blaði dagsins og sú rýni gæti komið mörgum á óvart. En hvað sem öllum hitaein- ingum líður þá þurfum við að borða – og það er gott að borða góðan mat. Þetta veit hljómsveitin Varsjárbandalagið vel og við kíkt- um í matar- og tónlistarveislu hjá sveitinni. Sunnudagsblaðið ræðir líka við rithöfundinn Iðunni Steinsdóttur en nýlega var fyrsta barnabók hennar endurútgefin. Börn eru besta fólk og þótt þau sitji uppi með foreldra sína þá eru sterkar fyrirmyndir úr umhverf- inu nauðsynlegar. Nóg virðist af þeim. RABBIÐ Fyrirmyndir í myndum Þær þurftu ekki að óttast um líf sitt gæsirnar sem flugu undir fullum mána yfir Hljómskálagarðinum á dögunum, enda óheimilt að skjóta gæsir innan borgarmarkanna. Á meðan þær halda sig þar má búast við því að líf þeirra verði nokkuð ljúft og ekki vantar fæðuframboðið á meðan tugir Reykvíkinga fara daglega niður að Tjörn til að fóðra fuglana á ýmsu góðgæti. Þær eru hinsvegar ekki allar jafn heppnar gæsirnar sem þessa dagana eyða dögunum á kornökrum landsins og gúffa í sig leifar af kornuppskeru sumars- ins. Þær veita mörgum gæsaveiðimanninum ánægju, enda gæsaveiðitímabilið nú í fullum gangi þar sem skyttur landsins vakna upp fyrir allar aldir og hugsa sér gott til glóðarinnar. Þær höfðu ekki vit á því að setjast að á höfuðborgarsvæðinu og þar með forða sér frá veisluborðum landsmanna. ipg@mbl.is AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Styrmir Kári UNDIR FULLUM MÁNA GÆSIR LANDSINS ERU NÚ ÓÐFLUGA AÐ UNDIRBÚA BROTTFÖR AF LANDINU TIL VETRARDVALAR. ÞÆR ERU EKKI ALLAR SVO HEPPNAR AÐ KOMAST Á LEIÐARENDA ENDA GÆSAVEIÐITÍMABILIÐ Í FULLUM GANGI. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Djassband Röggu Gröndal. Hvar? Café Haiti, Geirsgötu 7b. Hvenær? Kl. 16-18. Nánar Djasstónleikar. Ókeypis inn. Djasstónleikar í kvöld Hvað? Menningarleg gönguferð í fylgd Birnu Þórðardóttur. Hvar? Skólavörðu- stígur. Hvenær? Kl. 13-14. Nánar Gönguferð í tilefni kjör- súpudags frá Skólavörðuholti. Ganga á kjötsúpudegi Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Málþing um Elías Mar. Hvar? Þjóðarbókhlaðan. Hvenær? Kl. 13-15.30. Nánar Fjallað um verk hans Vögguvísu. Vögguvísa Elíasar Marar Hvað? Tónleikar Magga Eiríks og KK. Hvar? Café Rosen- berg. Hvenær? Kl. 22.30. Nánar KK og Maggi Eiríks flytja nokkur vel valin lög úr eigin ranni og annarra. Tónleikar á Rosenberg Hvað? Keppni í graskersúrskurði. Hvar? Culina í Kringlunni. Hvenær? Kl. 10-16. Nánar Grasker og áhöld á staðnum. Graskersútskurðarkeppni Hvað? Frumsýningarhelgi Skyfall 007. Hvar? Bíóhús, sjá vefsíðuna midi.is Hvenær? Alla helgina á ýmsum tímum. Nánar 23. kvikmyndin um James Bond. It’s Bond, James Bond Hvað? Kvikmyndir frá árunum 1909 og 1921. Hvar? Bæjarbíó, Strand- götu 6, Hafnarfirði. Hvenær? kl. 16. Nánar Sjá nánar á vef- síðunni kvikmyndasafn.is Gamlar kvikmyndir í bíó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.