Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Síða 15
28.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
2
-1
9
2
7
Skannaðu QR kóðann
og sæktu appið frítt
í símann þinn
EINN SMELLUR
og þú tekur stöðuna
með nýja Arion appinu
slíkar bækur eru yfirleitt orðnar
alltof langar. Ég hef lesið hverja
spennusöguna á fætur annarri þar
sem blasir við að það hefði þurft að
stytta textann. Ég nenni ekki að
lesa bækur sem eru fullar af vaðli
eða endalausum smáatriðum sem
skipta engu máli. En auðvitað eru til
undanteknar frá þessu eins og bæk-
ur Arnaldar Indriðasonar og Árna
Þórarinssonar svo að eitthvað sé
nefnt.“
Hefur þig aldrei langað til að
skrifa glæpasögu?
„Ég hef reynt að skrifa stutta
glæpasögu en það hefur ekki gengið
alveg nógu vel. Hver veit, kannski á
ég eftir að reyna aftur.“
Er einhver bók sem þér finnst þú
eiga eftir að skrifa?
„Ég er með í smíðum stutta ævi-
sögu langafa míns, Hrólfs Hrólfs-
sonar, sem varð úti á Hólsfjöllum
rúmlega þrítugur. Faðir hans dó
þegar hann var nýlega fæddur og
móðir hans giftist öðrum manni. Þau
bjuggu í Vopnafirði en fluttu síðan
til Eyjafjarðar því eiginmaðurinn
átti sveitfesti þar. Þau höfðu eignast
barn saman, son, og áttu ekki jörð
og þeir sem áttu ekki jörð höfðu
ekki mannréttindi. Þau voru bara
vinnuhjú og máttu ekki hafa eldri
son hennar með sér, það þótti meira
en nóg að þau tækju með sér einn
krakka. Eldri drengurinn var sjö
ára og fór á milli bæja og var nið-
ursetningur á ýmsum bæjum næstu
fimm árin. Svo drukknaði litli dreng-
urinn og þá fékk sá eldri að fara til
móður sinnar og stjúpa. Nokkrum
árum seinna hefjast Vesturheims-
ferðirnar og sveitin ákvað að borga
undir foreldrana en ekki strákinn
því það var búið að ferma hann og
hægt að nota hann sem vinnukraft.
Árin liðu, drengurinn varð að manni
sem kynntist konu og þau eignuðust
saman fjögur börn. Hann var vinnu-
maður en fékk ekki að vera meira
en níu ár í hverjum hreppi því sveit-
festin var í Vopnafirði og þar átti að
taka við honum ef illa færi. Svo kom
að því að hann fór frá Eyjafirði
austur í Vopnafjörð til að fá sveita-
styrk. Í febrúar lagði hann af stað
til baka og var með peningana á sér.
Hann skilaði sér ekki heim og
gangnamenn fundu hann hálfu öðru
ári síðar. Hann hafði hrapað ofan í
gil, fótbrotnað og orðið úti. Pening-
arnir fundust á honum.
Ég hef verið að reyna að skrifa
ævisögu hans. Karlar geta endalaust
skrifað bækur um konur en það
vefst fyrir mér að skrifa bók um
karla. Ég á í engum erfiðleikum
með að skrifa um stráka en ég á
erfitt með að setja mig inn í hug-
arheim fullorðins karlmanns. Mér
gengi betur ef ég væri að skrifa um
konu. Ég ætla að pota meira í þessa
bók og kannski væri ráð að þróa
hana meira út í skáldsögu – ef ég
gefst ekki bara upp!
Örlagasaga þessa langafa míns er
lifandi í minni okkar allra í móður-
ætt minni. Það er erfitt að gleyma
henni og því ranglæti sem sam-
félagið beitti þennan unga mann.“
Morgunblaðið/Kristinn
Líklega er
ég bara
krakki í mér
IÐUNN STEINSDÓTTIR RÆÐIR UM 30 ÁRA RITHÖF-
UNDARFERIL, UPPVÖXTINN, MAKAMISSI OG SORG.
EINNIG TALAR HÚN UM BÓKINA SEM HANA LANGAR
TIL AÐ SKRIFA UM LANGAFA SINN SEM ÁTTI ERFIÐA
ÆVI OG VARÐ ÚTI RÚMLEGA ÞRÍTUGUR,
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is