Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012 Ferðalög og flakk Þ egar haldið er í flugferð þarf ekki bara að ákveða hvers við þörfn- umst á áfangastað heldur huga að ferðalaginu sjálfu og því sem við höfum meðferðis á leiðinni. Ferðalagið ætti ekki endilega að snúast alfarið um að komast frá einum stað til annars heldur er ástæða til að láta fara vel um sig á leiðinni og njóta ferðarinnar sjálfrar. Fyrir utan hina augljósu afþreyingarmöguleika sem búa í snjallsímum, spjaldtölvum, fartölvum, tölvuleikjum, sjónvarpsskjáum flugvéla og því að glugga í góða bók þá er margt sem er gagnlegt að hafa með- ferðis til að stytta stundirnar á flugvöllum og í flugvélum og gera ferðina notalegri. Praktísku atriðin eins og hvað má og hvað má ekki taka með, og hvað má taka mikið, mega þó ekki gleymast. Lengd + breidd + hæð tösku = 115 sentimetrar Svipaðar reglur gilda um handfarangur hjá Icelandair og WOW. Á venjulegu farrými er heimilt að hafa með sér eina tösku þar sem samanlögð hæð, breidd og lengd er ekki meiri en 115 senti- metrar. Mesta þyngd handfarangurs hjá WOW er 8 kíló en hjá Icelandair má taskan mest vega 6 kíló. Skilmálar Icelandair breytast þó 1. apríl á næsta ári en eftir þann tíma má hand- taskan vega allt að 10 kílóum. Strangari reglur undanfarin ár um takmarkanir á vökva í handfarangri þýða að við þurfum að vanda valið á vökva og snyrtivörum (sem gjarnan eru í vökvaformi) sem pakkað er niður. Allan vökva í glæran poka Hver eining umbúða sem innihalda vökva má að hámarki rúma 100 milli- lítra. Allar umbúðirnar verða að rúmast í gegnsæjum eins lítra plastpoka sem hægt er að loka með plastrennilás og hver far- þegi má aðeins hafa einn poka. Allar þess- ar reglur ættu þó ekki að þurfa að spilla gleðinni sem fylgir spennandi ferðalagi. NOKKRAR HUGMYNDIR Í HANDFARANGURINN Pakkað fyrir flug FLUGFARÞEGAR HAFA SÍFELLT KNAPPARI HEIMILDIR ÞEGAR KEMUR AÐ FARANGRI. ÞVÍ ER RÁÐ AÐ ÍGRUNDA VAND- LEGA HVERJU ER PAKKAÐ I HANDTÖSKU FYRIR FLUGFERÐ Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Í styttri ferðum er óskaplega þægilegt að taka bara með sér handfarangur, troða öllu í eina handhæga „flugfreyju- tösku“ og sleppa við að bíða við færibandið. Þegar farið er í lengra flug getur verið óhjá- kvæmilegt að taka meira með en þá er samt hentugt að setja handfarangurinn í þessa minnstu gerð af hefðbundinni ferðatösku, því það er miklu auðveldara að koma kassa- laga tösku fyrir í farangurshólfi fyrir ofan sæt- in en að bisa við að troða þangað bakpoka eða öðrum óreglulegum farangri. FLUGFREYJUTASKAN * Ferðalag snýst umfleira en áfanga-staðinn, þess vegna er gott að hugsa fyrir af- þreyingu á leiðinni ferðaskrifstofa á netinu Þú veist aldrei hvar þú gistir ferð.is er íslensk ferðaskrifstofa sem einungis er starfrækt í gegnum netið. Íslendingum gefst með ferð.is kostur á að kaupa ódýrar ferðir á netinu án þess að slaka á kröfum um öryggi, þjónustu og góðan aðbúnað. Kanarí Óvissuferð!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.