Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Side 20
*Heilsa og hreyfingSkærlituð vesti eru ekki bara fyrir leikskólabörn heldur líka hjólreiðamenn og göngugarpa »22
Í
þróttafélagið ÍR býður nú 6
og 7 ára iðkendum sínum að
velja sér íþróttagrein eftir því
hvað þeir hafa löngun til að
gera þann dag sem þeir mæta.
Verkefnið heitir „ÍR-ungar“ og er
afrakstur stefnumótunarvinnu í
félaginu. Hugmyndin var að auka
iðkendafjölda en jafnframt að
gefa börnunum tækifæri til að
kynnast sem flestum íþróttagrein-
um áður en þau finna sinn far-
veg í íþróttum. Sigrún Gréta
Helgadóttir, íþróttastjóri ÍR, seg-
ir átakið hafa gengið vel og iðk-
endum hafi fjölgað um 40, úr um
80 í um 120 og jafngildir það
um 50% aukningu í iðkendafjölda.
Hún segist strax sjá vísi að því
að krakkarnir finni sig í íþrótta-
greinum sem þau þekktu ekki
áður. „Sumir foreldrar láta jafn-
vel krakkana fara á tvær æfingar
sama daginn, en aðrir kjósa ann-
að fyrirkomulag. Allt eftir þörf-
um hvers og eins.“
Hún segir að verkefnið virðist
ætla að hafa jákvæð áhrif og al-
menn ánægja sé með það í hin-
um ólíku deildum félagsins.
Þurfa ekki að velja eina
grein íþrótta strax
„Markmiðið með ÍR-ungum er
samofið markmiðum félagsins um
að fá fleiri börn til að iðka
íþróttir og að þau fái að prófa
allar íþróttir fyrir eitt og sama
gjaldið. Með því geta þau æft
eins oft og þau vilja í hverri
viku og haft vikurnar eins
breytilegar og þær eru margar.
Flest börn hefja iðkun íþrótta á
þessum aldri og með þessu fyr-
irkomulagi þurfa þau ekki að
velja íþróttagrein strax. Besta
kynningin fæst á æfingunni
sjálfri, því er um að gera að
mæta og prófa sem flest,“ segir
Sigrún Gréta. Hún segir að með
þessu gefist foreldrum tækifæri
til að kynna börnunum fjöl-
breyttr æfingar sem auðveldi
þeim að velja síðar á lífsleiðinni.
,,Maður heyrir oft af fólki á full-
orðinsaldri sem segist hafa viljað
hafa val á árum áður því þá
hefði það mögulega ekki hætt
íþróttaiðkun sinni á unglings-
árum. Það er svo mikilvægt að
hreyfingin sé sem fjölbreyttust
og börnin festist ekki í einni
grein of snemma,“ segir Sigrún
Gréta.
40 KRAKKAR HAFA BÆST Í HÓP ÍÞRÓTTAIÐKENDA Í BREIÐHOLTI EFTIR AÐ VERKEFNIÐ „ÍR-UNGAR“ FÓR AF STAÐ
Allir geta prófað allt
„ÍR-UNGAR“ ER VERKEFNI SEM LEYFIR KRÖKKUM AÐ PRÓFA ÓLÍKAR ÍÞRÓTTAGREINAR.
FORELDRAR GREIÐA EITT GJALD OG IÐKENDUM HEFUR ÞEGAR FJÖLGAÐ UM 50%.
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is
Yngstu krakkarnir taka því vel að geta prófað margar íþróttagreinar.
ÍÞRÓTTAIÐKENDUR
Í HÓPI 6-7 ÁRA
Vor
2012
Haust
2012
80
börn
120
börn
Morgunblaðið/Ernir
Þ
egar Cocoa Puffs-morgunkorn frá Evrópu og Ameríku er borið
saman kemur í ljós að um mjög keimlíka vöru er að ræða.
Þegar Nathan&Olsen, sem er umboðsaðili Cocoa Puffs á Ís-
landi, ákvað að hætta sölu á amerísku framleiðslunni hérlendis
og hefja sölu á þeirri evrópsku var gefið út að sú vara væri ekki úr
erfðabreyttu korni og væri mun sykurminni, fituminni, saltminni og
trefjaríkari.
Nýverið hóf Kostur að selja ameríska morgunkornið á ný. Sam-
anburðinn má sjá hér til hliðar en hann byggist á upplýsingum utan á
pakkningunum. Evrópska morgunkornið er hitaeiningaríkara. Í því er
auk þess meiri fita og meiri mettuð fita. Saltmagnið er meira í því am-
eríska en sykurmagnið er 4 grömmum meira í skammtinum af því evr-
ópska. Þeir sem snæða það evrópska fá auk þess meira af vítamínum.
Allt sama sælgætið
„Þetta er bara sama varan. Það er eitthvað hnikað til og frá og
kannski eitthvað sem þeir vilja meina að sé hollara, en þetta er bara
sælgæti,“ sagði næringarfræðingur sem Sunnudagsblaðið hafði sam-
band við og bætti við að munurinn væri lítill sem enginn á innihaldinu.
En þó að Cocoa Puffs sé ekki hollustuvara sé það í góðu lagi til há-
tíðabrigða í litlum skömmtum.
EVRÓPSKT EÐA AMERÍSKT COCOA PUFFS?
Munurinn
mjög lítill
MIKIL UMRÆÐA HEFUR VERIÐ UM COCOA PUFFS AÐ
UNDANFÖRNU SEM FRAMLEITT ER BEGGJA VEGNA
ATLANTSHAFSINS. SUNNUDAGSBLAÐI MORGUN-
BLAÐSINS LÉK FORVITNI Á AÐ VITA MUN Á INNIHALDI
OG NÆRINGARGILDI VARANNA.
Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is
30 grömm með mjólk – 176 kkal
Næringargildi og innihald:
Fita – 3,3 grömm
Þar af mettuð fita – 1,7 grömm
Natríum 100 mg
Kolvetni alls – 29 grömm
Þar af trefjar – 2 grömm
Þar af sykur – 15 grömm
Prótein – 6,6 grömm
C-vítamín – 28% af RDS*
Járn – 26% af RDS
B6-vítamín – 30% af RDS
B12-vítamín – 47% af RDS
Níasín – 26% af RDS
Ríbóflavín (B2) – 42% af RDS
Þíamín (B1) – 29% af RDS
*Ráðlagður dagskammtur
EVRÓPSKT
COCOA PUFFS
30 grömm með mjólk – 167 kkal
Næringargildi og innihald:
Fita – 1,67 grömm
Þar af mettuð fita – 0 grömm
Natríum 167 mg
Kolvetni alls – 25,5 grömm
Þar af trefjar – 2,2 grömm
Þar af sykur – 11,1 grömm
Prótein – 1,1 gramm
C-vítamín – 11% af RDS*
Járn – 28% af RDS
B6-vítamín – 28% af RDS
B12-vítamín – 39% af RDS
Níasín – 28% af RDS
Ríbóflavín (B2) – 39% af RDS
Þíamín (B1) – 33% af RDS
*Ráðlagður dagskammtur
AMERÍSKT
COCOA PUFFS
*Það munar 9 hitaeiningumá skammtinum af amerískuog evrópsku Cocoa Puffs.