Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Qupperneq 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012 Heimili og hönnun D Ý N U R O G K O D D A R Elskaðu að vakna! Í rauninni er þetta hálftilviljanakennt hvernig hlutir hafa komið inn á heimilið,“ segir Ingibjörg, aðspurð hvað einkenni ráðandi stíl hennar á heimilinu. „Þó- nokkra hluti höfum við fengið í arf og okkur þykir voða vænt um þá. Við höfum síðan bara verið að reyna að raða þessum hlutum öllum saman þannig að virki.“ Óneitanlega vekja munir úr línu húsmóð- urinnar athygli blaðamanns en þá má víða sjá á heimilinu. Í gangi inn í aðalrými húss- ins má t.d. sjá nokkra Krumma í hlutverki stílhreins fatahengis. Framan af var hönnun heimilismunanna aðeins áhugamál sem Ingibjörg sinnti af ástríðu meðfram starfi sínu sem grafískur hönnuður. „Ég fann að þarna var einhver sköpunarþörf sem þurfti að finna farveg,“ segir hún létt í bragði. Frá árinu 2008 hefur Ingibjörg eingöngu hannað undir eigin merki eða IHANNA HOME. Voru fyrstu framleiðsluvörur fyr- irtækisins herðatréð „Krummi“ og fataheng- ið „Not Rudolf“ en báðar hafa notið mikilla vinsælda. Ýmsar aðrar vörur hafa síðan bæst í hópinn svo sem minnistafla, viskustykki, púðar og sniglasnagar. Segir Ingibjörg innblásturinn að hönn- uninni í flestum tilfellum koma til af ein- hverri þörf sem trufli hana heima fyrir. Boll- ar, hannaðir í samvinnu við Höllu Björk Kristjánsdóttur, og kertastjakar úr viði sem nýlega komu á markað urðu t.d. til út frá eldhúsrúllustandi sem hún fékk hugmynd að og er í bígerð að framleiða. Vörur IHANNA HOME eru í dag fáan- legar í 13 löndum auk þess sem hægt er að nálgast þær í Epal, Hrím, Kraumi og víðar. Vinnuherbergi fjöl- skyldunnar er notalegt. Myndarlegur þakgluggi setur svip á sjónvarpshol fjölskyldunnar. Athygli er vakin á lambinu á veggnum en það er kattaklóra. Hannaði húsmóðirin hana þessa eftir að kettir fluttu á heimilið úr Kattholti. INNLIT TIL HÖNNUÐAR IHANNA HOME Ástríðan tók yfir INGIBJÖRG HANNA BJARNADÓTTIR HANNAR FALLEGA HEIMILISMUNI UNDIR MERKJUM IHANNA HOME. HÚN BÝR ÁSAMT FJÖLSKYLDU SINNI Í FALLEGU RAÐHÚSI ÖSKJUHLÍÐARMEGIN VIÐ BÚSTAÐAVEGINN. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Fallegum munum er stillt upp á stílhreinan og skemmtilegan máta í stofunni í Birkihlíðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.