Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Qupperneq 28
*Matur og drykkir Varsjárbandalagið hélt matar- og tónlistarveislu þar sem indverskt lambalæri var í aðalrétt »32 B erglind Guðmundsdóttir hefur haft gaman af mat og matargerð frá því hún man eftir sér. Eftir að hafa dvalið í Barcelona í sumar þar sem ólíkum menning- arheimum og matarhefðum ægir saman ákvað hún að setja af stað matarblogg sem hún nefndir gulurraud- urgraennogsalt þar sem hún fær útrás fyrir mataráhugann. „Ég sæki mikið í litríkan mat sem skreytir sig sjálfur. Mér finnst gaman að blanda saman ólíkum áferðum og stílum í matargerð,“ segir Berglind sem leggur mikið upp úr því að taka glæsilegar myndir af þeim réttum sem hún reiðir fram og segir frá á uppskriftavefnum. Berglind er hjúkrunarfræðingur að mennt en er sem stendur í fæðingarorlofi og segist hafa ágætan tíma til að sinna vefnum og eldamennskunni. „Börnin mín fjögur eru mínir hörðustu matargagnrýnendur. Þau segja alltaf ná- kvæmlega hvað þeim finnst um matinn sem ég elda og láta mig vita ef eitthvað er ekki nógu gott,“ segir Berglind. Spurð að því hvað sé vinsælast segir Berglind það fara eftir vikudögum. Flestir sem heimsæki síðuna um helgar virðist á höttunum eftir girnilegum uppskriftum að eft- irréttum og hvers konar sætindum. Hins vegar fái kjúk- lingaréttir og aðrir aðalréttir mestan lestur í miðri viku. Slóðin á vef Berglindar er www.gulurraudurgraennogsalt- .com. eyrun@mbl.is sdfsdf GULUR, RAUÐUR, GRÆNN OG SALT ER NÝTT MATARBLOGG Börnin eru hörðustu gagnrýnendurnir FJÖGURRA BARNA MÓÐIR Í REYKJAVÍK HELDUR ÚTI LÍFLEGU MATARBLOGGI. HÚN DEILIR DÝRINDIS FISKUPPSKRIFT MEÐ LESENDUM OG SEGIR BÖRNIN SÍNA HÖRÐUSTU MATARGAGNRÝNENDUR Berglind Guðmunds- dóttir fékk innblástur í Barcelona. Fyrir fjóra 250 g kúskús 250 ml soðið vatn ólífuolía 1 laukur, smátt skorinn hvítlauksrif, fínt söxuð 2 gulrætur, afhýddar og skornar í þunna strimla 4 vorlaukar og smá til skreytingar, smátt skornir 1 tsk kóríander salt og pipar 2 appelsínur 8 msk kirsuberjasósa ½ tsk kanill 1⁄4 tsk cayennepipar þorsk- eða ýsuflak paprikuduft Aðferð Setjið kúskús í skál og hellið sjóðandi vatninu yfir, hrærið og setjið filmu yfir. Bíðið í fimm mínútur þar til kúskúsið hefur dregið í sig allan vökvann og hrærið þá varlega í með gaffli. Látið olíu á pönnu og hitið við meðalhita. Setjið hálfan lauk og tvö hvítlauksrif á pönn- una og steikið í um tvær mín- útur. Bætið gulrótum út í og hitið í aðrar tvær mínútur. Setjið vorlaukinn út í og hitið í eina mínútu til viðbótar. Bland- ið kúskús saman við og takið af hellunni. Kryddið með kóríander, salti og pipar. Fínrífið hýðið utan af einni appelsínu og látið í litla skál. Kreistið síðan safann úr þeirri appelsínu yfir hýðið. Skerið hina appelsínuna í þunnar sneiðar. Geymið. Látið olíu á pönnu og steikið við meðalhita afganginn af lauknum og hinum tveimur hvítlauksrifjunum sem eftir voru. Bætið út í rifna appels- ínuberkinum og safanum og hitið að suðu. Lækkið hitann og kryddið með kanil og cay- enne. Eldið í tvær mínútur eða þar til sósan hefur þykknað. Hitið ofninn í 220°C. Látið smjörpappír í ofnskúffu og raðið fiskinum á. Kryddið með papriku og látið sneiðar af appelsínu yfir fiskinn. Eldið í 8- 10 mínútur. Látið kúskús á disk ásamt fiskinum. Hellið sósu yfir fisk- inn og skreytið með vorlauk og appelsínusneiðum. Appelsínuþorskur með sterkri kirsuberjasósu og kúskús
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.