Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Qupperneq 37
kvöld fór mikið púður í tölvurnar sem keyra munu stýrikerfið; nýjar spjaldtölvur, þar á meðal Surface, sem Microsoft kynnir um þessar mundir, og fjöldann allan af fisléttum fartölvum með snertiskjá. Þeir sem þekkja eldri gerðir af Windows þekkja undirstöðurnar vísast vel, þær eru ekki svo frá- brugðnar en fjölmargt fært til betri vegar. Viðmótið sem blasir við þegar kveikt er á vélinni, Metro, á þó eftir að vekja mesta undrun, þykist ég vita, enda kemur upp nýr skjár allfrábrugðinn þeim gamla og minnir helst á spjaldtölvu- eða farsímaskjá eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Microsoft-menn segja að þetta sé vísbending um framtíðina, að tími gömlu notendaskilanna sé liðinn, upp sé runnin öld einfaldleikans, og benda í því sambandi líka á nýja leið til að auka notagildi viðkomandi tölvu, með því að bæta við smáforritum til að gera tiltekna hluti, líkt og hægt er í spjaldtölvum og farsímum. Með Windows 8 fylgir forritasjoppa sem heitir einfald- lega „Verslun“, Store, en þar er grúi smáforrita, ýmis ókeypis eða ódýr. Að því sögðu er líka hægt að keyra stóra forritavöndla á við Office, ef þörf krefur, enda eru innviðir að mestu þeir sömu í Windows 8 og Windows 7. Á upphafsskjánum er meira að segja hnappur til að kalla fram skjáborðið og þá kannast allir við sig býst ég við, þó þeir kjósi kannski að halda sig við Metro-ið. Í ljósi þess að þorri tölvunotenda notar eitthvertafbrigði af Windows-stýrikerfi Microsoft telst þaðtil meiriháttar tíðinda þegar ný útgáfa þess kem- ur á markað, en Windows 8 var kynnt um heim all- an á föstudaginn. Það hefur þó átt sér drjúgan að- draganda, hægt var að sækja sér nánast nothæfa útgáfu af stýrikerfinu fyrir rúmu ári og hægt að kom- ast í lokaútgáfuna í byrjun ágúst á þessu ári. Microsoft Windows er nú notað á 91,73% af tölvum í heiminum ef marka má Wikipedia, en þar eru reyndar slegnir fjölmargir varnaglar. Hvað sem því líður er líklegt að lang- flestir þeirra sem þetta lesa séu að nota tölvu með Windows XP, Vista eða 7 og að allmargir þeirra eigi eftir að nota Windows 8 í fyllingu tímans, hvort sem það verður á borðtölvu, fartölvu, spjaldtölvu eða farsíma. Málið er nefnilega það að umrædd ný útgáfa af Windows er einna merkilegust fyrir það að hún er fyrir flestar tölvugerðir og farsíma að auki, sem er nýjung. Segir sitt að á kynningu á Windows sem ég sótti í Stokkhólmi á fimmtudags- ÖLD EINFALDLEIKANS NÝ ÚTGÁFA AF WINDOWS-STÝRIKERFINU, WINDOWS 8, ER EKKI BARA UPPFÆRSLA Á VINSÆLASTA STÝRIKERFI HEIMS, HELDUR LÍKA VÍSBENDING UM FRAMTÍÐINA. Græja vikunnar * Það fyrsta sem maður tekur eftir við Wind-ows 8 er einmitt það fyrsta sem gerist – það er miklu fljótara í gang en eldri gerðir af Windows. Skiptir kannski ekki höfuðmáli fyrir þá sem láta vél- arnar bara ganga og ganga, en munar miklu til að mynda fyrir fartölvunotendur. Það er líka miklu fljót- ara að ná nettengingu og heldur henni betur. * Leitarglugginn gamli er horfinn enda óþarfi –nú fer leitin í gang um leið og maður slær á lykla- borðið á upphafsskjánum. Leitin er líka mun betri og hægt að stökkva beint í forrit til að leita áfram, til að mynda í póstinum eða á korti. ÁRNI MATTHÍASSON * Ný ogmiklu betri gerð Internet Explorer fylgir, Internet Explorer 10, mun hraðvirkari en eldri gerðir og meðal annars með innbyggðan Flash-spilara eins og Chrome. Borð- og fartölvuútgáfan er fín, en ég mæli eindregið með farsímaútgáfu vafrans, Internet Explorer Mobile 10, sem er einkar hraðvirk og öflug. * Nú er hægt að nota ljósmynd sem lykilorðað vélinni, ef svo má segja, en maður teiknar þá mynstur eða línu á ljósmyndina með fingrunum til að komast inn í tölvuna. Frábær hugmynd og svín- virkar, enda gleymir enginn slíku lykilorði. * Ný útgáfa af ókeypis vírusvörn Microsoft,Windows Defender, fylgir og hrekkur sjálfkrafa í gang ef maður er ekki með neina vírusvörn upp setta eða ef sú sem fyrir er hættir að virka. * Ný útgáfa af Office, Office 2013, var líkakynnt, en hún er endursmíðuð og sniðin fyrir alls- kyns tölvur og tól,. Windows 8 verður í tveimur út- gáfum og Office pakkinn, sem inniheldur nú líka Bing-forritavöndul, Skype, SkyDrive og Xbox Music, fylgir með svonefndri RT útgáfu. * Hægt er að taka kerfið með sér, ef svo másegja, því hægt er að afrita stillingar, skrár og jafnvel forrit inn á USB-lykil. Þannig er hægt að fara með afrit af vinnuvélinni í Windows 8-tölvu heima og ræsa af lyklinum nákvæma eftirmynd. * Windows 8 kallar ekki á öflugri vélbúnað enWindows 7; ef hægt er að keyra sjöuna á tölvunni gengur áttan betur því ýmsar endurbætur hafa verið gerðar í vélarrúminu; er fljótari í gang, keyrir hraðar, notar minna rafmagn og minna minni. 28.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Microsoft Office 2011 Word, PowerPoint, Excel Verð frá: 21.990.- USB3 Verð: 26.990.- Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300 | Ókeypis námskeið á laugardögum milli kl 13.00-15.00 Varstu að kaupa þér Apple tölvu eða iPad? Langar þig að læra meira? Þá getur þú kíkt á námskeið í Apple búðinni, Laugavegi 182 og lært eitthvað nýtt. www.epli.is/namskeid Fartölvutöskur/slíður Mikið úrval Verð frá: 6.990.- Vefverslun www.epli.is sendum frítt á land allt Ný MacBook Pro 13” Retina Magnaður Retina skjár. Flash-tækni. Ótrúlega þunn og létt hönnun. Algjörlega ný sýn á fartölvur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.