Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Síða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Síða 40
HIN KLASSÍSKA HERRASKYRTA, HVÍT EÐA ANNARS KONAR Á LIT, TAPAR SEINT VINSÆLDUM SÍNUM. SKYRT- AN SEM SLÍK HEFUR FYLGT MANNINUM UM ALDIR. EN HVAÐ ÞARF AÐ HAFA Í HUGA VIÐ KAUP Á SKYRTUM OG HVERNIG ER SKYRTULANDSLAGIÐ HÉR Á LANDI NÚ UM STUNDIR? Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is L jósmyndabókin Icelandic Fashion Design eftir Char- lie Strand var að koma út hjá útgáfufélaginu Guð- rúnu. Höfundur hefur áður sent frá sér bókina Project:Iceland sem fjallaði um íslenska tónlist, mynd- list og tísku. Áhugi hans á Íslandi kemur m.a. til vegna þess að móðir Charlies er íslensk. Hann ólst þó upp á Englandi en kom í reglu- legar heimsóknir til Íslands frá því að hann var smábarn og er nú bú- settur hér. Tíu tískumerki eru tekin fyrir í nýju bókinni, Steinunn, Bóas, Eygló, Royal Extreme, ELM, Dead, Mundi, Vera Þórðardóttir, E-Label og Arna Sigrún. Bókin samanstendur af tíu ólíkum LJÓSMYNDABÓK UM ÍSLENSKA TÍSKU NÝ LJÓSMYNDABÓK EFTIR CHARLIE STRAND ER KOMIN ÚT OG ER ÍS- LENSK FATAHÖNNUN Í FÓKUS. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Tómas Lemarquis sat fyrir í mynda- þættinum með hönnun Munda. Fangar anda hönnuðanna 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012 Föt og fylgihlutir E kki vita allir að elsta varðveitta flík sem fundist hefur er bómullarskyrta en hana fann enski fornleifafræð- ingurinn Flinders Petrie við uppgröft í grafhvelfingu í Egyptalandi árið 1912. Herraskyrtan hefur þróast og breyst í gegnum tíðina. Framan af var hún fremur hugsuð sem undirfatnaður fyrir herra. Undir lok nítjándu aldarinnar og fram eftir þeirri tutt- ugustu þróaðist hún hins vegar yfir í þá hönnun sem við þekkjum í dag, sem þykir bæði praktísk og henta vel, bæði til vinnu og við formlegri tilefni. Stærðin skiptir máli Stefán Svan Aðalheiðarson, verslunarstjóri í Sævari Karli, segir númer eitt, tvö og þrjú að huga vel að stærðinni, spurð- ur að því hvað hafa beri í huga við skyrtukaup. Er hægt að fá mælingu, m.a. á hálsummáli, í öllum betri herrafataverslunum og er um að gera að nýta sér slíkt, leiki á því vafi. Samkvæmt þumalputtareglunni er skyrtukraginn af réttri stærð komi maður einum til tveimur fingrum niður meðfram hálsinum þegar kraginn er hnepptur upp. Víða erlendis hefur borið á hinum ýmsu valmöguleikum þegar kemur að skyrtukrögum. Bera þeir virðuleg heiti á borð við Windsor, Marlborough og Kent og miðast einkum út breiddinni á milli flibbanna sem veltur á því hversu fyrir- ferðamikið hálstau á að nota. Ekki er hefð fyrir þessu vali hér en öðru fremur stendur valið um kraga sem hnepptir eru niður að framanverðu að bandarískra sið, eða ekki. Aðsniðnar skyrtur vinsælar Færst hefur í vöxt að skyrtukragar séu fóðraðir með öðru munstri en er í skyrtunni sjálfri, sem skapað getur skemmtilegt mótvægi. Ber meira á þessu eftir því sem færist í vöxt að menn noti ekki bindi eða annað hálstau. Aðsniðnar skyrtur njóta mikilla vinsælda og eru nánast orðnar allsráðandi hér á landi. Bjóða allflestar herraversl- anir upp á svokallað „slim-fit“ auk hins beina normal sniðs. Mikilvægi góðra efna í skyrtum verður síst áréttað nægilega hér en þar kemur 100% bómullin sterkust inn. Gildir einu hvort skyrtan er úr hefðbundinni, galla-, flannel- eða Oxford-bómull, núverandi tískulandslag leyfir þær allar. Eiginleiki bómullarinnar til anda og draga í sig raka er vel þekktur auk þess sem hún er mjúk og þægileg. Eða eins og fyrrverandi kaupmaðurinn Sævar Karl komst eitt sinn að orði hér á síðum þessa blaðs: „Skyrtur eru „ytra skinnið“ okkar“. HERRASKYRTUR SKOÐAÐAR George Clooney frjálslegur með fráhneppt. AFP Brad Pitt ber hvítu klassíkina vel við smókingföt í Cannes. Kennedy Bandaríkjaforseti lagði mikið upp úr góðum skyrtum og skipti ávallt yfir í hreina hvíta áður en hann steig út úr forsetaflugvélinni, enda með góðan lager um borð. Hvítar skyrtur, ýmist frjálslega fráhnepptar eða við hálstau, voru áberandi á frumsýningu nýjustu Bond-myndarinnar. Tímalaus hönnun

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.