Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Á fundinum mun Trine Kanter Zwerekh, kynningarstjóri hjá norsku vegagerðinni kynna National Tourist Routes, samstarfsverkefni norsku vegagerðarinnar og ferða- þjónustunnar þar í landi sem miðar að því að byggja upp vinsælar leiðir fyrir ferðamenn. Því næst mun Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, fræða viðstadda um stöðuna á samstarfi Vegagerðarinnar við ferðaþjónustu á Íslandi. Þá stígur Hlynur Snæland Lárusson frá Snælandi Grímssyni fram og ræðir hugmyndir að samvinnu fyrrnefndra aðila í framtíðinni. Að lokum veltir Þórarinn Malmquist arkitekt því fyrir sér hvernig hægt væri að vinna sambærilegt verkefni og National Tourist Routes hér heima. Hægt verður að sjá fundinn í beinni útsendingu. Sjá nánar á www.islandsstofa.is Skráning fer fram á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000 Nánari upplýsingar veita Brynja Bjarkadóttir, brynja@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við gömlu víkingarnir verðum við þetta á með- an heilsan leyfir, valkyrjunum til halds og trausts,“ segir Oddur Friðrik Helgason, ætt- fræðingur hjá ORG ættfræðiþjónustunni. Unnið er að því að stofna sjálfseignarstofnun um starf- semina, til að tryggja að hún haldi áfram. Með því telur hann að starfsemin verði komin í þjóð- areign. Elín Ingibjörg Eyjólfsdóttir og Nanna Hall- dóra Sigurðardóttir hafa unnið með Oddi og fé- lögum hans við að bæta upplýsingum í ættfræði- grunninn sem Oddur hefur byggt upp á tuttugu árum. Ætlun hans er að þær taki við rekstrinum en til þess að skiptin geti orðið þarf að tryggja fjármagn til rekstursins, til þess að hægt sé að greiða starfsfólki laun. Starfið hefur til þessa byggst á hugsjón. „Ég rek það fyrirtæki lands- ins sem hefur flesta starfskraftana. Það er aldrei neinn rekinn en enginn fær laun,“ segir Oddur og vísar til þess hversu margir áhugamenn leggi starfinu lið. „Góðir hlutir gerast hægt,“ segir Oddur þegar hann er spurður hvenær reikna megi með eign- arhaldsbreytingunni. Þegar sjálfseignarstofnun um ORG þjóðfræðimiðstöð er komin á koppinn stendur til að stofna Hollvinasamtök hennar. Vonir eru bundnar við að það skapi fjárhags- legan grundvöll ásamt opinberum stuðningi. Samstarf við grúskara Oddur segir að ættfræðiþjónustan grundvallist á fólkinu sem komi inn af götunni, hún sé gras- rótarstofnun. Bernharð Haraldsson, fyrrverandi skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, segir að ættfræðigrunnurinn sé afar mikilvægur. Samstarf hans við Odd er dæmigert fyrir fjölda annarra ættfræðigrúskara. „Ég þigg af honum upplýsingar og gef til baka ef ég kemst yfir eitt- hvað sem hann á ekki. Þannig vinnst þetta. Ég hef verið miklu meiri þiggjandi en veitandi í þessu samstarfi,“ segir Bernharð. Oddur viðurkennir að samstarfið sé ekki jafn gott við alla. Segir að unnið hafi verið á móti starfinu. „Við erum tilbúnir að vinna með öllum sem við treystum og treysta okkur. Þessi menn- ingarstofnun væri ekki til nema af því að við unnum traust og trúnað þjóðarinnar.“ Ættfræðiþjónustan hefur orðið mörgum að liði. Í fyrradag gat Oddur til dæmis vísað Vestur-Íslend- ingum sem þangað komu á ættingja sína. Þá leita fræðimenn og listafólk til Odds og samstarfsfólks hans í Skerjafirðinum og hafa sumir fengið þar að- stöðu til að vinna að list- sköpun sinni. Menningarstofnun í þjóðareign  Oddur Helgason ættfræðingur vinnur að því að breyta ættfræðiþjónustunni í sjálfseignarstofnun  Tilgangurinn að tryggja að starfsemin haldi áfram  Verða nýjum stjórnendum til halds og trausts Morgunblaðið/Eggert Ættfræðingur Oddur Helgason hefur lengi unnið að ættfræðigrunni. Nú finnst honum tímabært að huga að framtíðinni og fá nýtt fólk til að taka við keflinu. Hann mun áfram miðla af þekkingu sinni. Oddur Helgason hefur komið sér upp miklu bóka- og skjala- safni um íslenska þjóðfræði á þeim tveimur áratugum sem hann hefur unnið að ættfræði- grunni sínum. Þangað leita margir upplýsinga vegna ætt- fræðirannsókna. Oddur er að fá mikilvæga við- bót við safnið, það er Steindórs- safnið frá Akureyri. Fjölskylda Steindórs Gunnarssonar gefur bókasafn hans sem er með bók- um frá Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum, fyrrverandi skóla- meistara Menntaskólans á Ak- ureyri, og Steindóri yngri sem var sonarsonur hans. Oddi hefur enn ekki gefist kostur á að fara í gegnum bæk- urnar, segist aðeins vita að safnið sé í 70 kössum. Hann telur þó ljóst að Stein- dórssafnið verði merk viðbót við bókasöfn ORG. Bókasafn Steindórs BÆTIST Í ÞJÓÐFRÆÐISAFN Elín Ingibjörg Eyjólfs- dóttir, Bernharð Har- aldsson og Nanna Hall- dóra Sigurðardóttir. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Tillaga Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf. bar sigur úr býtum í verðlaunasamkeppni um hönnun viðbyggingar við Menntaskólann í Sund. Tilkynnt var um úrslit samkeppninnar, sem mennta- og menningarmálaráðu- neytið og Reykjavíkurborg stóðu fyrir, í fyrradag. Til stendur að reisa 2.700 fer- metra viðbyggingu við skólann til þess að ráða bót á húsnæðisvanda sem hann hefur lengi glímt við. Alls bárust nítján tillögur um við- bygginguna og nýtt heildar- skipulag á skólahúsnæðinu. Gott samspil Í niðurstöðu dómnefndar um vinningstillöguna segir meðal ann- ars að hún geri ráð fyrir hvað minnstri breytingu á útliti núver- andi stjórnunarálmu skólans. Þá sé gott samspil á milli núverandi bygginga og viðbyggingarinnar. Tillögur frá A2f arkitektum og ARKITEO lentu í öðru og þriðja sæti keppninnar en auk þess hlaut Teiknistofa arkitekta Gylfa Guð- jónssonar og félaga viðurkenningu með innkaupum. Þá fengu tillögur ALARK arkitekta ehf. og Horn- steina arkitekta viðurkenningar sem athyglisverðar tillögur. Tilbúin vorið 2015 Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er gert ráð fyrir að verkhönnunin standi yfir fram á næsta vor og að framkvæmdin verði boðin út hinn 1. júlí 2013. Stefnt sé að því að fram- kvæmdir geti þá hafist um haustið og að þeim verði lokið vorið 2015. Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdirnar er um einn milljarður króna. Morgunblaðið/Styrmir Kári Hugmyndir Nemendur kynna sér tillögur sem komu fram um viðbyggingu. Minnstu breytt í vinningstillögunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.