Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn er aðal-fundurLands- sambands ís- lenskra útvegs- manna haldinn í skugga árása stjórnvalda á sjávarútveginn. Án efa er það einsdæmi að helsti undirstöðuatvinnuveg- ur þjóðar hafi sætt svo lang- varandi og heiftúðugri árás þeirra sem ábyrgð bera á að skapa atvinnulífi og þar með öllum almenningi sem best lífsskilyrði. Engum öðrum stjórnvöld- um í ríkjum sem við kærum okkur um að bera okkur sam- an við hefur dottið í hug að reyna eftir fremsta megni að koma grunnatvinnugrein þjóðar sinnar á kné og vega með því að öllu samfélaginu. Og allra síst gæti nokkrum ábyrgum stjórnvöldum dottið slíkt í hug í miðri efnahags- kreppu þegar mest ríður á að atvinnulífið nái sér aftur á réttan kjöl á sem skemmstum tíma og geti með endurnýj- uðum vexti stuðlað að áfram- haldandi velferð landsmanna. En Íslendingar búa ekki við nein venjuleg stjórnvöld um þessar mundir. Þau láta sér ekki aðeins nægja að ráðast á atvinnulífið heldur þræta þau stöðugt fyrir að nokkuð slíkt standi til eða eigi sér stað. Í ræðu sinni á aðalfund- inum minnti Adolf Guð- mundsson, formaður LÍÚ, á að núverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, eins og embættið sem fjallar í auka- hlutverki um sjávarútvegs- mál mun vera kallað um þess- ar mundir, hefði fyrir nokkrum árum varað ein- dregið við afleiðingum veiði- gjalds. Þá hefði honum verið ljóst að „það verða ekki til nein ný verðmæti með álagn- ingu veiðigjalds“ og að veiði- gjald yrði „áfall fyrir lands- byggðina í margföldum skilningi“. Þessi sami ráðherra, Stein- grímur J. Sigfússon, hefði svo veturinn 2009 lýst því yfir á fundi með útvegsmönnum að „ef hann fengi einhverju ráðið eftir kosningarnar yrði veiði- gjaldið ekki hækkað“. Samkvæmt lýsingu Adolfs voru efndirnar á þessa leið: „Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar vorið 2011 var miðað við að tvöfalda veiðigjaldið og þótti flestum nóg um. Við fram- lagningu fjárlagafrumvarps- ins haustið 2011 var miðað við þreföldun. Niðurstaðan vorið 2012 er fimmföldun. Reikna má með því að veiðigjöld fiskveiðiársins 2012/2013 verði á milli 14 og 15 milljarðar. Ef lögin hefðu verið að fullu komin til fram- kvæmda hefði það numið yfir 20 milljörðum samkvæmt gögnum stjórnvalda, þannig að við sjáum í hvað stefnir.“ Steingrímur J. Sigfússon svaraði þessu á þann hátt sem hann hefur tamið sér á síð- ustu misserum. Hann taldi vera „jarðarfararsvip“ á aðal- fundinum sem honum þótti óþarfi í ljósi góðrar afkomu greinarinnar. Vissulega hefur afkoma greinarinnar verið ágæt, en hún þarf líka að vera það þar sem hún þarf að standa undir þeirri hagræðingu sem grein- in hefur unnið að. Og sú hag- ræðing er einmitt stór hluti skýringarinnar á hinni góðu afkomu, enda hefur íslenski sjávarútvegurinn smám sam- an orðið fyrirmynd annarra í heiminum eftir að fisk- veiðistjórnunarkerfið með framseljanlegu aflaheimild- unum var tekið upp. Nú er ríkisstjórnin stað- ráðin í að eyðileggja þennan árangur og er komin vel á veg, sem kann að skýra að sumir fundargesta hafi verið þungir á brún undir ræðu ráð- herrans. En í stað þess að vera með ónot út í þá sem starfa í sjávarútvegi væri gagnlegt ef ráðherra fengist loks til að útskýra viðhorfs- breytingu sína frá því fyrir nokkrum árum og Adolf minntist á. Hvað olli því að maður sem hafði árum saman talað gegn veiðigjaldi og sýnt því skiln- ing að ofurskattar á sjávar- útveginn kæmu illa við byggðir landsins varð skyndi- lega helsti baráttumaður þessara ofurskatta? Önnur spurning sem sjálf- sagt er að fara fram á að ráð- herrann svari er hvers vegna hann sagðist fyrir kosningar ætla að standa gegn veiði- gjaldi eftir kosningar en sveik það svo? Þar sem framundan eru aðrar kosningar og án efa önnur kosningaloforð er afar mikilvægt að fá útskýringar á því hvað olli öllum þessum sinnaskiptum og sviknu lof- orðum. Hvað knúði Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri grænna, til að svíkja allt sem hann hafði áður sagt um sjáv- arútveginn? Steingrímur greip til skætings í stað svara á aðalfundi útvegsmanna} Árásir á og svik við undirstöðugrein O ftast er gaman í leikhúsi, stundum þó beinlínis leiðinlegt – ekki oft, sem betur fer – en einstaka sinn- um tekst að bjóða upp á galdur sem aldrei líður fólki úr minni. Á síðustu árum hafa margir „hittarar“ verið settir á svið, m.a. hjá Leikfélagi Akureyrar sem fór mikinn í góðærinu og gekk allt í haginn. Áhorfendamet var slegið hvað eftir annað. Bærinn fylltist af gestum helgi eftir helgi; fólki sem fór í leikhús og á skíði og settist inn á veit- ingahús eða naut annarra lífsins dásemda sem í boði eru í bænum við fjörðinn. Leikfélag Akureyrar safnaði digrum sjóði, en síðan hallaði undan fæti og skyndilega var félagið statt í miklum mótvindi. Hvað var þá til ráða? Aðeins það að minnka umsvifin tíma- bundið í sparnaðarskyni. En ekki er sama hvernig það er gert. Einhverjum datt í hug að loka hrein- lega húsinu, leggja í það minnsta niður atvinnuleikhúsið, en blessunarlega fór ekki svo. Leikhússtjóri er ekki starfandi en Ragnheiður Skúla- dóttir er listrænn stjórnandi. Titillinn skiptir varla máli, en Ragnheiður fer alltjent frábærlega af stað. Margir biðu spenntir fyrstu frumsýningar haustsins. Leigumorðinginn er leikgerð upp úr finnskri bíómynd, mynd leikstjóra sem ekki er beinlínis þekktur fyrir glaum og gleði, fyrir utan hvað persónur í verkunum eru lítt skrafhreifnar. LA tók eflaust áhættu en óhætt er að full- yrða að fyrstu skrefin voru góð. Egill Heiðar Anton Páls- son leikstýrir og vann leikgerðina og Aðalbjörg Árnadóttir, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Einar Aðalsteinsson og ekki síst Hannes Óli Ágústsson fara á kostum á sviðinu. Sýningin er óvissuferð. Enginn vissi í raun hvar leikritið byrjaði og varla hvar það endaði. Er komið hlé? Er hléinu lokið? Er þetta leik- arinn eða persónan í verkinu sem nú mælir? Óvissan er í raun yndisleg. Djarft er teflt, einhverjir klóruðu sér í höfðinu framan af, sumir voru enn efins í hléinu, en þegar upp var staðið held ég flestir hafi verið afar sáttir. Uppfærslan er nýstárleg. Andrúmsloftið ferskt. Ekkert skal hér upplýst nema hvað nálgunin er óvenjuleg og hefur ekki áður verið í boði í gamla Samkomuhúsinu svo ég muni. Margar frábærar sýningar hafa þó verið settar þar upp. Mér er til efs að Leigumorðinginn eigi eftir að slá áhorfendamet því ekki er hlegið af jafn miklum krafti og í hefðbundnum farsa en þó hlegið. Og vissulega stundum hátt. Ekki er heldur grátið jafn mikið og í áköf- ustu harmleikjunum. Raddböndin ekki þanin sem söng- leikur væri, en þó sungið. Nýjabrumið, krafturinn og leikgleðin ættu þó að smita út frá sér. Ánægður áhorfandi sem segir frá er góð auglýsing. Sá sem efast ætti ekki að þegja heldur segja líka frá, þó að ekki væri nema að benda hugsandi fólki á að fara og upp- lifa. Því sýningin er upplifun. Svo er alltaf gaman að koma til Akureyrar. Leikhúsið er sem sagt sprellifandi. Fjallið og veitingahúsin eru líka enn á sínum stað. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Óhefðbundið og ógleymanlegt STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Áframhaldandi skjálfta-virkni hefur verið úti fyrirNorðurlandi í vikunni íkjölfar stóra skjálftans að- faranótt síðasta sunnudags. Skjálft- inn sem var upp á 5,6 stig átti upptök sín um 20 km NNA af Siglufirði. „Í framhaldinu fór virkni um 20 km til suðausturs eftir Húsavíkur- Flateyjar sprungubeltinu en hélt líka áfram þar sem hrinan byrjaði. Hefur virknin sveiflast fram og aftur eftir 15-20 km langri línu fyrir mynni Eyjafjarðar sem kalla má vestustu jarðskjálftasprunguna í beltinu. Þótt dregið hafi úr virkninni síðustu daga er hún enn að róla fram og aftur eftir þessari línu,“ segir Ragnar Stef- ánsson jarðskjálftafræðingur. Í til- kynningu á vef Veðurstofunnar segir að jarðskorpumælingar (GPS) síðustu ára bendi til þess að nægileg spenna sé fyrir skjálfta af stærðinni 6,8 á svæðinu. Ragnar segir að hér sé um algera hámarksáætlun að ræða og miðist við að allt sprungubeltið leysist út í einum skjálfta, sem sé ólíklegt. Ragnar vill ekki segja til um líkur á stórum skjálftum þarna alveg á næst- unni en síðustu tíðindi auki þó lík- urnar. „Skjálftarnir hafa aðeins étið sig inn í vestustu sprunguna á heild- armisgenginu, sem sagt fyrir mynni Eyjafjarðar, og veikt hana, en ekkert inn í sprungurnar sem eru nær Flat- ey eða Húsavík,“ segir Ragnar. Hann bætir við að hann og fleiri hafi lengi hvatt til þess að menn færu að búa sig undir hugsanlega stóra skjálfta á þessu svæði, stærð allt að 6,5, sem telja megi líklega þarna á næstu árum eða áratugum. Þessir síðustu atburðir minni á það og líka að núna sé áber- andi mest spenna við vestustu sprunguna, fyrir mynni Eyjafjarðar. Meira rannsakað fyrir sunnan Ragnar segir að misgengin á Norðurlandi séu að einhverju leyti vannrækt er varðar rannsóknir. Mikl- ar rannsóknir hafi verið gerðar á Suð- urlandsundirlendi og nágrenni höf- uðborgarsvæðisins er varðar möguleika á skjálftum og tímamark þeirra. „Þar erum við komin töluvert lengra. Þó hafa verið gerðar umtals- verðar rannsóknir á svæðinu fyrir norðan en þær hafa kannski ekki ver- ið eins miðaðar við að sjá fyrir hvers- konar skjálftar gætu þar orðið eða tímaramma þeirra,“ segir Ragnar. Óvissustig fyrir norðan Í vikunni vakti athygli þegar rík- islögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálfta- hrinu úti fyrir Norðurlandi. Það var þó ekki gert fyrr en fjórum dögum eftir að stóri skjálftinn reið yfir. Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra, segir að engar nýjar upp- lýsingar hafi gert það að verkum að óvissuástandi hafi verið lýst yfir. „Okkar vinna auk vinnu vísinda- manna fór strax í gang á laugardags- kvöldið. Okkur fannst við hæfi að setja á óvissustig svo sýnilegt væri út á við fyrir fólk hvað við værum að gera,“ segir Rögnvaldur og undir- strikar að vinna almannavarnadeildar hafi ekki breyst þó óvissustigi hafi verið lýst. Boðað hefur verið til fundar al- mannavarna og lögreglustjóra í um- dæmunum þremur fyrir norðan nk. miðvikudag. Þar verður farið yfir stöðuna og drög lögð að við- bragðsáætlunum vegna jarðskjálfta. Rögnvaldur segir að vissulega sé skipulag almannavarna fyrir hendi og það ráði við mismunandi aðstæður en þó sé þægilegt að eiga slíka sér- áætlun. Rögnvaldur vill að fólk nýti tækifærið þegar það fær áminningu sem þessa og geri ráðstafanir sem auðvelt sé að gera en margir vanræki þó. Hann bætir við að þetta eigi við fólk víða á landinu þar sem jarð- skjálftahætta er fyrir hendi. Skjálftavirkni minna rannsökuð nyrðra Skjálftavirkni Norðurlands Heimild: Vedur.is Loftmyndir ehf. 19.-20. sept. 20.-26. okt. 23. - 25. okt. M> 5 Siglufjörður Ólafsfjörður Dalvík Jónína Magnúsdóttir, skóla- stjóri grunnskóla Fjallabyggðar, segir að andrúmsloftið í skól- anum sé býsna gott. „Við fórum í alla bekki á fimmtudag eftir að óvissuástandinu var lýst yfir. Rætt var við krakkana um þau atriði og viðbrögð sem al- mannavarnir ríkisins hafa sett á heimasíðu sína. Við fundum vel að börnin eru bæði upplýst og yfirveguð,“ segir Jónína og bætir við að hún hafi lítið fundið fyrir hræðslu meðal nemenda. Jónína segist ekki vita til annars en að ánægja sé meðal íbúa á svæðinu með upplýs- ingagjöf og viðbragðsaðila. „Maður fylgist með fréttum og er vel upplýstur af vís- indamönnum,“ segir Jónína. Hún segist þó vita af fólki sem sé skelkað og þó það sé skiljanlegt eigi það ekki almennt við í bæjarfélaginu. Einnig viti hún til þess að fólk hafi gert ráðstafanir heima hjá sér og fært hluti úr hill- um og glugg- um. Gott and- rúmsloft FJALLABYGGÐ Jónína Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.