Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Í mörgum tilvikum er hægt að draga úr auknum byggingarkostn- aði vegna nýrrar byggingarreglu- gerðar með breyttri hönnun, hag- kvæmari byggingaraðferðum og breyttu skipulagi að sögn Björns Karlssonar, for- stjóra Mann- virkjastofnunar. „Það má gera án þess að það komi niður á verði, gæðum eða notagildi. Erfitt er að meta kostnað- aráhrif þeirra breytinga sem hafa verið gerð- ar á byggingarreglugerð. Bygging- arkostnaður ræðst af mjög mörgu öðru en lágmarksákvæðum reglu- gerðarinnar,“ segir Björn. Undanþágur að renna út Í Morgunblaðinu á miðvikudag kom fram að kurr sé í mörgum hagsmunaaðilum í byggingargeir- anum, þeir óttist aukinn bygging- arkostnað í kjölfar setningar nýrr- ar byggingarreglugerðar. Undanþágur vegna reglugerðar- innar renna út um áramótin. Byggingarreglugerðin sem um ræðir tók gildi í upphafi árs og kveður m.a. á um betra aðgengi fatlaðra og hreyfihamlaðra.„Litið var til Noregs, Svíþjóðar og Dan- merkur við undirbúning reglu- gerðarinnar, en þessar þjóðir hafa nýlega algerlega endurgert sínar byggingarreglugerðir. Um er að ræða mjög sambærilegar kröfur,“ segir Björn og bætir við að hann hafi ekki orðið var við teljandi mótbárur hagsmunaaðila í um- sagnarferlinu. „Í sumum tilfellum gengur þetta út á aga í hönnun. Stundum geta breytingarnar falið í sér aukinn stofnkostnað en þó með minni rekstrarkostnaði og aukinni endingu,“ og bætir við að þjóð- hagslegur ávinningur felist í ein- stökum efnisatriðum reglugerðar- innar. Reglurnar feli í sér að fólk geti búið lengur heima hjá sér þegar það veikist, eldist eða slasist sem dragi úr þörf fyrir sérhæft húsnæði. Þá segir Björn að fulltrúar Mannvirkjastofnunar séu nú ásamt hagsmunaaðilum á fundarferð um landið. Þar hitti þeir ýmsa aðila úr byggingargeiranum og fái álit þeirra á reynslunni í ljósi reglu- gerðarbreytinganna. Svipar til nágrannaríkja  Erfitt er að meta kostnaðaráhrif nýrrar byggingareglugerðar  Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að hægt sé að draga úr kostnaði með breyttri hönnun og hagkvæmari byggingaraðferðum Morgunblaðið/Sverrir Lindargata Eftirspurn eftir leiguhúsnæði fyrir stúdenta er gríðarleg og 900 manns eru á biðlista í Stúdentagarðana. Björn Karlsson Stúdentaráð Háskóla Íslands tekur undir þær áhyggjur sem Samtök iðnaðarins lýstu yfir í fjölmiðlum í varðandi nýja bygg- ingarreglugerð. Fyrirtækjum sé torveldað að ráðast í nýbygg- ingar. Í ályktun segir að Stúd- entaráð harmi að jafn róttæk byggingarreglugerð hafi verið samþykkt af stjórnvöldum á jafn erfiðum tímum og raun ber vitni. „Námsmenn og ungt fólk yfirhöfuð eru þegar að sligast undan síhækkandi leiguverði og fæstir sjá fram á að geta fest kaup á fyrstu eign í nánustu framtíð. Þörfin og eftirspurnin eftir húsnæði er gríðarleg líkt og 900 manna biðlisti á Stúd- entagarðana gefur skýrt til kynna. Forsvarsmenn Fé- lagsstofnunar stúdenta hafa þegar borið okkur þær fregnir að vegna löggjafarinnar mun leiguverð á nýjum Stúd- entagöðum hækka umtalsvert frá því sem fyrst var reiknað með,“ segir í ályktuninni. Námsmenn að sligast STÚDENTARÁÐ MÓTMÆLIR FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Það yrði til mikilla bóta ef opinberir starfsmenn fengju meiri fræðslu um lög og reglur um opinbera stjórn- sýslu og skyldur sínar gagnvart al- mennum borgurum, segir umboðs- maður Alþingis, Tryggvi Gunnarsson. Skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2011 kom út á fimmtu- dag, sama dag og skýrsla ársins þar á undan, 2010, var tekin til umræðu á Alþingi. Í skýrslu árs- ins 2011 kemur fram að málum hjá embættinu fjölgaði um 40% frá fyrra ári, ný mál voru 377 hjá embættinu árið 2010 en 528 árið 2011. Langflest voru mál sem sneru að töfum hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls, eða 135, þá snerust 53 mál um skatta og gjöld, 38 mál um opinbera starfsmenn og 32 mál um fjármála- og tryggingastarfsemi. Nær helmingur þeirra viðbót- armála sem bárust embættinu á árinu 2011 snýr að töfum á afgreiðslu stjórnvalda en samkvæmt skýrslunni má m.a. rekja það til aukins álags og verkefnafjölda innan stjórnsýsl- unnar. Þá segir einnig að almenn óánægja og skortur á trausti til stjórnvalda sé ein af ástæðum aukn- ingarinnar en Tryggvi segir m.a. skorta á leiðbeiningar og rökstuðning af hálfu stjórnsýslunnar við af- greiðslu mála. „Traust á starfi opinberra aðila byggist fyrst og fremst á gæði þeirra úrlausna og þjónustu sem veitt er og að fólk skilji hvers vegna niðurstaðan hefur orðið sú sem hún er,“ segir hann. Tryggvi segir að ekki skorti á lagareglur né séu þær óskýrar en vandamálið sé að ekki sé lögð rækt við að kenna og fræða opinbert starfsfólk um málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga. „Í opinberri stjórnsýslu gilda al- veg sérstakar reglur um samskipti stjórnsýslunnar við borgarana og á meðan fólk þekkir þær ekki nægilega vel og hefur ekki fengið þjálfun í að beita þeim þá erum við í vanda,“ segir Tryggvi. Hann segir aukna þekkingu og færni skila sér í færri mistökum og tímasparnaði. Í skýrslunni er einnig vikið að því að umboðsmaður verði einstaka sinnum var við að stjórnvöld láti það hafa áhrif á afgreiðslu máls ef aðili hefur leitað til umboðsmanns vegna málsins. „Það liggur ekki fyrir nein tölfræði um þetta,“ segir Tryggvi. „En við sjáum það einstaka sinnum í gögnum sem við fáum og heyrum það í samtölum, fáum staðfestingar á því að málin hafa kannski ekki gengið eins snurðulaust og maður hefði tal- ið,“ segir hann. Almennt virðast stjórnvöld þó taka tilmælum umboðsmanns vel, bæði sértækum tilmælum um ákveð- in mál, og almennum tilmælum um verklag. Í aðeins einu máli frá 2011 fór stjórnvald ekki eftir tilmælum umboðsmanns en það var Heilbrigð- isstofnun Suðurlands. „Umboðsmaður á að eiga frum- kvæði að umbótum í stjórnsýslunni og sinnir ákveðnu aðhaldshlutverki,“ segir Tryggvi en hann segir að fari sem horfi blasi við að eitthvað láti undan. Til dæmis hafi embættið að afar takmörkuðu leyti getað tekið upp mál að eigin frumkvæði. Þörf á að fræða starfsfólkið betur  Umboðsmaður Alþingis skilar skýrslu fyrir 2011  Málum fjölgaði um 40%  Almenn óánægja og skortur á trausti til stjórnvalda  Farið að tilmælum umboðsmanns í öllum tilvikum nema einu Alþingi Skýrslan 2010 var rædd á fimmtudag en skýrslur 2007-9 hafa enn ekki verið ræddar og verða vart úr þessu. Umboðsmaður Alþingis » Af skráðum málum árið 2011 heyrðu flest undir innan- ríkisráðuneytið, eða 36,6%, og næstflest undir velferðarráðu- neytið, eða 24,3%. » Mál sem bárust embætt- inu en féllu utan starfssviðs þess vörðuðu flest störf Al- þingis, eða 33,7%. » Flestar kvartanir bárust í ágúst, 61, en fæstar í janúar og desember, eða 31 í hvorum mánuði. » Fyrsta starfsár umboðs- manns Alþingis, 1988, voru skráð mál 70 og afgreidd mál 35. Tryggvi Gunnarsson Tryggvi segir ekki útlit fyrir að málum hjá embættinu fækki á næstunni og verði fjárveiting til embættisins óbreytt miðað við fyrirliggjandi fjár- lagafrumvarp fyrir 2013, muni það í auknum mæli þurfa að vísa málum og fyrirspurnum frá. Þeir þingmenn sem tóku til máls við umræður um skýrslu ársins 2010 á Alþingi á fimmtudag voru sammála um mikilvægi embættisins en Tryggvi segir ljóst að taka verði ákvörðun um hvernig hátta eigi starfsemi þess. „Í ljósi þróunarinnar undanfarin tvö ár taldi ég tilefni til þess að leggja megináherslu á það í skýrslu minni að staðan er einfaldlega sú að Alþingi þarf að taka stefnumarkandi ákvörðun um hvernig það vill að þessi starf- semi verði,“ segir Tryggvi. „Eins og staðan er núna er málshraðinn á þeim málum sem þurfa að fá ítarlegri athugun óviðunandi og þá þarf ann- aðhvort að taka upp reglur sem takmarka þau mál sem umboðsmaður tekur til meðferðar eða gera það mögulegt að leysa betur úr málum borg- aranna,“ segir hann. Alþingi þarf að taka ákvörðun FRAMTÍÐ EMBÆTTIS UMBOÐSMANNS ALÞINGIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.