Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Hér var það nefnt í fyrradagað stjórnvöld hefðu tak- markaðan skilning á tengslum hækkandi skatta og aukins vilja almennings til að víkja sér undan skatti. Sama dag staðfesti Jó- hanna Sigurð- ardóttir þessi orð í umræðum á þingi.    Ragnheiður ElínÁrnadóttir spurði Jóhönnu út í aukna svarta at- vinnustarfsemi, hvort hún hefði áhyggjur af henni, hvernig hún hygð- ist bregðast við og hvort hún teldi skattahækkanir ríkisstjórnarinnar til þess fallnar að uppræta vandann.    Jóhanna svaraði því til að skrif-uð hefði verið skýrsla um svarta atvinnustarfsemi fyrir nokkrum árum þar sem ýmsar til- lögur til úrbóta hefðu verið lagð- ar fram og hún héldi að „þá skýrslu ætti að skoða ítarlega og sjá hvort ekki sé þar eitthvað sem enn megi hrinda í framkvæmd“.    Þá sagðist hún telja að „fjölgaþurfi í skatteftirlitinu“, því að það hefði „verið reiknað út að það skilar sér margfalt til baka“.    Að skattahækkanir ríkisstjórn-arinnar hefðu nokkuð með aukin undanskot að gera taldi Jó- hanna augsýnilega fráleitt.    En fyrst lausnin felst í því aðfjölga í skatteftirlitnu og sá kostnaður fæst „margfalt til baka“, er þá ekki sjálfsagt að slá tvær flugur í einu höggi; ráða alla atvinnulausa í skatteftirlit og troðfylla fjárhirslur ríkisins af skattfé? Jóhanna Sigurðardóttir Einföld lausn STAKSTEINAR Ragnheiður Elín Árnadóttir Veður víða um heim 26.10., kl. 18.00 Reykjavík 1 rigning Bolungarvík 6 alskýjað Akureyri -1 alskýjað Kirkjubæjarkl. 0 snjókoma Vestmannaeyjar 2 alskýjað Nuuk 3 skúrir Þórshöfn 4 skýjað Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 skýjað Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki -2 léttskýjað Lúxemborg 6 skúrir Brussel 5 skúrir Dublin 5 skýjað Glasgow 6 léttskýjað London 7 alskýjað París 10 alskýjað Amsterdam 6 heiðskírt Hamborg 3 heiðskírt Berlín 6 heiðskírt Vín 8 alskýjað Moskva 0 heiðskírt Algarve 20 léttskýjað Madríd 17 léttskýjað Barcelona 17 þrumuveður Mallorca 21 léttskýjað Róm 18 skúrir Aþena 21 heiðskírt Winnipeg -1 skýjað Montreal 17 heiðskírt New York 16 alskýjað Chicago 5 skýjað Orlando 27 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:57 17:27 ÍSAFJÖRÐUR 9:13 17:21 SIGLUFJÖRÐUR 8:56 17:04 DJÚPIVOGUR 8:29 16:54 Slagdagurinn 2012 verður haldinn í Kringlunni, Smáralind og á Gler- ártorgi í dag frá kl. 13 til 16. Dag- urinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2005 í tengslum við Alþjóðlega slagdaginn sem er 29. október. Það er félagið Heilaheill sem stendur fyrir deginum og í ár er hann tileinkaður gáttatifi og er fólk hvatt til að þekkja púlsinn sinn. „Núna tök- um við fyrir hjartað, tengslin á milli óreglulegs hjartsláttar sem getur leitt til þess að það komi tappi upp í heila og maður fái slag,“ segir Þórir Steingrímsson, formaður Heila- heillar. „Slag er samheiti yfir öll þessi áföll; blóðtappa, blæðingu eða súrefn- isþurrð af einhverju tagi sem veldur skaða eða skemmdum á heila. Það eru ýmsir áhættuþættir sem geta leitt til slags, t.d. blóðþrýstingur, kól- esteról og ólifnaður.“ Þórir segir að á Slagdaginn verði hjúkrunarfræðingar, læknar og fólk sem hefur fengið slag á áður upp- töldum stöðum, ræði við gesti og gangandi og veki athygli á áhættu- þáttum er leiða til slags. „Við dreifum bæklingi um tenginguna á milli gáttatifs og slags. Þá bjóðum við fólki blóðþrýstingsmælingu. Það hefur komið fyrir einu sinni eða tvisvar að við höfum þurft að senda fólk beint á spítala eftir þá mælingu. Þá verðum við með bækling um offitu og mál- band sem við gefum fólki til að mæla á sér mittið.“ Mikilvægt er að fólk þekki púlsinn sinn til að geta áttað sig á einkennum gáttatifs. Mælt er með að fólk taki púlsinn í 60 sekúndur einu sinni í mánuði til að athuga hvort það er með gáttatif. Það getur dregið veru- lega úr hættunni á slagi. ingveldur@mbl.is Fólk hvatt til að taka púlsinn Heilsa Blóðþrýstingur mældur. Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Ég opna kosningaskrifstofu mína á laugardaginn 27. okt. kl. 12 í húsnæði Kraftvéla, Dalvegi 6-8 í Kópavogi. Allir velkomnir í kaffi og létt spjall. Jón Gunnarsson alþingismaður býður sig fram í 2. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.