Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 Myndlistaruppboð á netinu Hliðarsalur Skiftandi ljós úr eystrið Finleif Mortensen Baksalur Móttökustöð fyrir mannsandann Guðmundur Viborg Erum að takaá móti verkum á næstu uppboð Síðasta sýningarhelgi 20. – 30. október G eo rg G uð ni Forritun þarf að fá hærri sess Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Stjórnvöld hafa lengi haft það á stefnuskrá sinni að fjölga nemendum sem útskrifast úr tölvunarfræði enda er sífelldur skortur á fólki með þá þekkingu. Miðað við drög að nýrri greinanámskrá í upplýsingatækni, þar sem afar lítið fer fyrir umfjöllun um forritun, virðist þó ekki sem stjórnvöld telji að börn sem kynnist forritun í grunnskóla séu líklegri en aðrir til að hefja nám í tölvunarfræði eða tengdum greinum. Rætt var við tvo tölvukennnara sem telja að gera eigi forritun hærra undir höfði en nú er gert. Linda Björg Pétursdóttir var umsjónarkennari í 13 ár en fór þá í Rafiðnaðarskólann og lauk tölvukennaranámi og hefur síðan sótt námskeið og bætt við sig þekkingu. Frá árinu 2000 hefur hún verið tölvukennari í Hlíðaskóla í Reykjavík. „Ég hafði bara áhuga á tölvum og mér finnst þær spennandi,“ segir Linda. Í vetur ætlar hún að kenna nemendum í 4.-7. bekk (8-11 ára) á Scratch en það er ókeypis kennsluforrit í forritun og á íslensku í þokka- bót. Linda Björg kynntist Scratch-forritinu og möguleikum þess á námskeiði hjá Salvöru Giss- urardóttur, lektor við menntasvið Háskóla Ís- lands. Einn liður í námskeiðinu var að fara inn í bekk og kenna á forritið og Linda segir ótrúlegt hversu fljótir nemendurnir hafi verið að tileinka sér forritið. „Þetta er mjög sniðugt og reynir mikið á rökhugsun nemenda,“ segir hún. Í vetur hyggst hún kenna á forritið í a.m.k. átta kennslutímum. Hún vonast eftir því að kennsla í Scratch muni efla áhuga nemenda á tölvum. Líklega veitir ekki af. Í vetur hugðist Linda Björg bjóða upp á valáfanga í 9.-10. bekk en áfanginn féll niður vegna þátttökuleysis. Linda Björg bendir á að tölvukennsla í grunnskólum sé misjöfn og í mörgum skólum sé það á könnu umsjónarkennara að sjá um tölvu- kennsluna. „Það fer svolítið eftir því hversu tölvufærir umsjónarkennararnir eru, hvað krakkarnir fá að gera,“ segir hún. Til að kenn- arar eigi auðvelt með að setja sig inn í Scratch þurfi þeir að hafa þokkalegan grunn í tölvu- vinnslu og rökhugsunin og stærðfræðikunn- áttan þurfi að vera allgóð. „Ef þú nærð þessu ekki og hefur ekki áhuga á þessu getur þú ekki smitað börnin.“ Hún telur að tölvukennslu sé best borgið í höndum tölvukennara. „Það er ósköp eðlilegt, maður getur ekki verið snillingur í öllu. Ég myndi til dæmis aldrei taka að mér að kenna smíði vegna þess að ég hef ekki þekkingu í það.“ Scratch og fleiri áþekk forrit byggjast á sýni- legri forritun, þ.e. skipanir sjást á tölvuskjánum og síðan smella nemendur á þær til að forrita teiknimyndasögur, tónlist og fleira. Linda Björg segir að sér lítist þokkalega á drög að nýrri greinanámskrá, nema hvað að svo virðist sem forritunarkennsla muni detta alveg út. Það sé að vissu leyti skiljanlegt, verið sé að sníða námskrána að því sem henti almennum kennurum. Morgunblaðið/Ómar Áhugi Linda Björg Pétursdóttir tölvukennari ætlar að kenna 8-11 ára krökkum að forrita. Nemendur ná ótrúlega fljótt tökum á forritun  Þjálfar rökhugsun  Sérhæfðir tölvukennarar Unnur Jónsdóttir, upplýsingatæknikennari í Vættaskóla í Reykjavík, kennir á forritið First Lego í valáföngum í 8.-10. bekk. First Lego byggist á sýnilegri forritun, líkt og Scratch sem fjallað er um hér til hliðar, og snýst um að forrita lítið vélmenni og láta það leysa ýmsar þrautir. Stofnkostnaður er töluverður, a.m.k. á mælikvarða grunnskóla, eða í kringum 60- 70.000 krónur og síðan er um 30.000 króna gjald fyrir þátttöku í árlegri alþjóðlegri forrit- unarkeppni First Lego. Útgjöldin eru þó vel þess virði, að mati Unn- ar; námsefnið sé gott og spennandi og hún bendir á að erlend rannsókn hafi sýnt að um níu af hverjum tíu nemendum sem læri á First Lego skili sér í tæknigreinar í framhaldsnámi. Unnur telur að forritun geti vel verið skyldufag í grunnskólum. Núna er forritun valkvæð og af um 380 nemendum í Vættaskóla velja um 12-14 í elstu þremur árgöngunum forritun á ári – yfirleitt allt saman strákar. „En ég fékk eina stelpu núna og var mjög feg- in,“ segir Unnur. Á næsta ári ætlar Unnur að bjóða upp á valáfanga í html-forritun, sem t.d. er vefsíðu- gerð, og hún er að safna í sig kjarki til að kenna First Lego í yngri árgöngum einnig. Hún er viss um að ef stelpur kynn- ist forritun snemma aukist áhuginn á tölvugreinum. Í Vættaskóla er upplýs- ingatækni kennd frá 1. bekk og upp úr og er námið tengt við aðrar greinar. Margir haldi að „vegna þess að krakkar eru alltaf í tölvunni, kunni þau á tölvur. En þau kunna kannski bara á músina og drepa mann og ann- an á skjánum. En þau kunna ekki að nota tölv- una markvisst til að sækja sér upplýsingar, í stærðfræði, náttúrufræði eða til að læra um stjörnurnar“. Unnur hefur sitthvað að athuga við drög að nýrri greinanámskrá í upplýsingatækni sem menntamálaráðuneytið hefur kynnt. Nánast ekkert sé fjallað um forritun og skólar muni nánast geta ráðið sjálfir hvað þeir kenna á þessu sviði. Í mörgum skólum eigi umsjón- arkennarar að sjá um tölvukennslu. Þeir hafi ekki nægilegan grunn enda sé ekkert kennt um forritun í kennaranáminu. Ljósmynd/Vættaskóli Keppni Á hverju ári þarf að leysa nýjar þrautir fyrir keppni í First Lego. Áhuginn leynir sér ekki. Vélmennið eflir áhuga á tæknigreinum  Drög að námskrá ekki nógu góð  Skyldufag Unnur Jónsdóttir Í Eistlandi er verið að undirbúa kennslu í forritun frá og með 1. bekk í grunnskóla, eftir því er bandaríska tímaritið Wired greinir frá. Mikil eftirspurn er eftir forriturum í Eist- landi en ekki nægilegt framboð. Byrjað er að þjálfa eistneska grunn- skólakennara í að kenna forritun og síðan verður boðið upp á tilrauna- kennslu áður en námsefnið verður kennt í öllum skólum. Ekkert hefur þó komið fram um að forritun verði skyldufag. Í Wired segir að ýmsir þeir sem hafa látið sig kennslu varða hafi lengi haldið á lofti kostum þess að hefja forritunarkennslu snemma. Einn þeirra er Mark Surman, framkvæmdastjóri Mozilla, en Mo- zilla hefur stutt við ýmiskonar við- burði og námsefni um forritun fyrir börn. Surman segir að þegar börn séu á aldrinum 8-10 ára séu þau byrjuð að móta sér skoðun á því hvort þau vilji taka þátt í að búa til tölvuforrit eða bara nota þau. „Ef við viljum að börn séu gerendur (markmið Mozilla) en ekki bara not- endur, þá getur þetta aldursskeið ráðið úrslitum,“ segir hann. Skoðanabræðrum Surman hefur fjölgað mjög en ekki eru allir sam- mála þeim. „Ég elska að forrita og forritun er mikilvæg ... en í rétta samhenginu og fyrir suma. En það á við um fleira,“ sagði Jeff Atwood, stofnandi StackOverflow, hjálp- arvefs forritara. Ekki þurfi allir að læra forritun, alveg eins og ekki þurfi allir að læra pípulagningar. Forritun kennd í Eistlandi frá 1. bekk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.