Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Valdimar gaf fyrir tveimur árum út hljómplötuna Undraland og hlaut hún almennt góðar viðtökur og lof gagnrýnenda. Nú hefur önnur plata sveitarinnar litið dagsins ljós, Um stund, og var sú tekin upp í Orgelsmiðjunni, Hljóðheimum og í litlu svefnherbegi í Hollandi á heimili annars af tveim- ur gítarleikurum hljómsveitarinnar, Ásgeirs Aðalsteinssonar, sem þar bjó um hríð en er nú fluttur aftur til Íslands. Söngvari Valdimars, Valdi- mar Guðmundsson, fór í heimsóknir til Ásgeirs og sátu þeir sveittir við lagasmíðar fyrir plötuna. Í byrjun árs var svo hafist handa við að þróa lögin og útsetja og við bættust lög frá öðrum liðsmönnum hljómsveit- arinnar: Guðlaugi Má Guðmunds- syni bassaleikara, Þorvaldi Hall- dórssyni trommuleikara, Kristni Evertssyni hljómborðsleikara og Högna Þorsteinssyni gítarleikara. Þróaðri plata – Þið sömduð lög undir áhrifum af súkkulaði og viskíi, skv. þeim upp- lýsingum sem ég hef undir höndum. Hvaða áhrif höfðu þau efni á laga- smíðarnar? „Það er ekki gott að segja. Ég held að þær hafi haft ákveðna mýkt yfir sér og kannski einhvern þunga líka, þetta eru þung efni,“ segir Ás- geir sposkur. – Eru þá ekki „la-la-la-la-læti“ á þessari plötu? „Júúú … það eru svona öðruvísi læti,“ svarar Ásgeir kíminn. – Mér skilst að útsetningarnar séu þróaðri en á síðustu plötu. Hvernig þá? „Það er nokkuð mismunandi. Til dæmis er meira af tölvu- og syntha- hljóðum núna og við lágum meira yf- ir öllum útsetningunum, prófuðum meira,“ segir Ásgeir. Þeir hafi haft meiri tíma á þessari plötu til að prófa og reyna nýja hluti. „Sem maður fer ekki að gera þegar ein- hver upptökumaður á launum bíð- ur,“ útskýrir Ásgeir. Fyrir vikið sé hljóðheimurinn stærri á þessari plötu en þeirri fyrstu, Undralandi. Innri pressa – Nú hefur maður heyrt að erfitt sé fyrir hljómsveitir að vinna plötu nr. 2. Er eitthvað til í því? „Jú, jú, að einhverju leyti. Þá hef- ur maður eitthvert viðmið og er að reyna að halda áfram með eitthvert verkefni án þess að vera að end- urtaka sig. En þetta var nú samt frekar auðvelt og ljúft ferli. Við vor- um lítið að pæla í því, meðan við vor- um að gera þetta, hvað fólki myndi finnast og við hleyptum fáum að þessu til að byrja með, vorum mikið bara sex saman að peppa hver annan upp og vinna í þessu,“ svarar Ásgeir. Mesta pressan hafi í raun komið frá þeim sjálfum, pressan sem fylgi því að vilja gera betur. Valdimar heldur tvenna tónleika á Græna hattinum í kvöld, kl. 20 og 23, og útgáfutónleika í Gamla bíói 16. nóvember. Þróun „Við lágum meira yfir öllum útsetningunum, prófuðum meira,“ segir annar tveggja gítarleikara Valdimars, Ásgeir Aðalsteinsson, um plötuna nýju. Mýkt, þungi og öðruvísi læti  Um stund er önnur breiðskífa Valdimars  „Þung efni,“ segir Ásgeir gítar- leikari sem gæddi sér á súkkulaði og viskíi með Valdimar við lagasmíðarnar Fallegt Umslag plötunnar Um stund með hljómsveitinni Valdimar. Leikarinn Þor- valdur Davíð Kristjánsson hef- ur tryggt sér kvikmyndarétt- inn að glæpasög- unni Snjóblindu eftir Ragnar Jón- asson. Snjóblinda kom út árið 2010 og var útnefnd ein af fjórum bestu skáldsögum haustsins í Þýskalandi í fyrra af tímaritinu Gala. Þorvaldur mun fara með að- alhlutverk myndarinnar, hlutverk lögreglumannsins Ara Þórs, og jafnframt verða einn framleiðenda hennar. Um söguþráð Snjóblindu segir í tilkynningu: „Á Siglufirði finnst ung kona blóðug og hálf- nakin í snjónum, nær dauða en lífi. Aldraður rithöfundur deyr á grun- samlegan hátt á æfingu hjá áhuga- leikfélagi bæjarins, daginn fyrir frumsýningu. Ari Þór Arason, nýút- skrifaður lögreglumaður, reynir að komast að því hvað er satt og hvað er logið í samfélagi þar sem engum virðist hægt að treysta. Einangr- unin, myrkrið og snjórinn þrengja að honum, óttinn nær tökum á bæj- arbúum og gleymdir glæpir for- tíðar koma upp á yfirborðið.“ Þorvaldur Davíð í Snjóblindu Þorvaldur Davíð Kristjánsson Átta hljómsveitir og tónlistarmenn hafa bæst á lista yfir þá sem fram koma á tónlistarhátíðinni by:Larm sem haldin verður 13.-16. febrúar í Ósló á næsta ári og er Valgeir Sig- urðsson þeirra á meðal. Hinar hljómsveitirnar eru hinar norsku Young Dreams og Blood Command, hin danska Mø, frá Svíþjóð Urban Cone og Adam Kanyama, LCMDF frá Finnlandi og Indians frá Dan- mörku. Um tónskáldið, tónlistar- manninn og framleiðandann Val- geir segir í tilkynningu frá hátíðinni að hann hafi stofnað hljóðverið Gróðurhúsið, plötútgáf- una Bedroom Community og hafi m.a. starfað með þekktum tónlist- armönnum á borð við Björk, Bonnie „Prince“ Billy og Damon Albarn. Hátíð Kynningarmynd fyrir by:Larm 2013 sem haldin verður í Ósló. Valgeir Sigurðsson á by:Larm 2013 Myndlistarkonan Arngunnur Ýr opnar í kvöld kl. 20 sýningu á verk- um sínum í Reykjavík Art Gallery, í tilefni af fimmtugsafmæli sínu og útgáfu bókar um listsköpun sína. Kl. 20.30 verður blásið til tónlist- arveislu en þá munu koma fram Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Ari Þór Vil- hjálmsson, Guðmundur Krist- mundsson, Sif Baldursdóttir, Gunn- hildur Halla Carr, Yrsa Þöll Gylfadóttir, Gunnar Theodór Egg- ertsson, Sigríður Thorlacius og hljómsveitin Árstíðir. Þjóðgarður National Park VI, olíumálverk eftir Arngunni Ýri. Fimmtugsafmæli, sýning og bók THE NORTHERNMOST UNIVERSITY of Technology in Scandinavia The Urban Water research group at LTU seeks to employ one PhD student working with Green infrastructure for stormwater management. The PhD student will investigate the function of e.g. green roofs, wetlands, rain gardens, and infiltration both in laboratory and field. Focus will be on the influence of various environmental conditions and the long term function of green infrastructure. Luleå University of Technology expands For more information: www.ltu.se Deadline for application: November 8 2012, ref no 2103-12 Contact: Associate Senior Lecturer Godecke Blecken, + 46 (0)920-49 13 94, godble@ltu.se Professor Maria Viklander + 46 (0)70-330 14 86, PhD Student in Urban Water, Green Infrastructure
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.