Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 56
56 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Dagbjört Jónsdóttir ætlar að fagna þrítugsafmæli sínu í kvöldmeð pomp og prakt. Dagbjört ætlar að standa fyrir stórustelpupartíi þar sem saman koma vinkonur hennar og kven- leggur fjölskyldunnar. Aðspurð segist Dagbjört ekki vera mikið af- mælisbarn og sjaldan halda upp á afmæli sitt en þó sé stór veisla á 25 ára afmæli hennar eftirminnileg. „Tíundi afmælisdagurinn topp- aði allt. Þá gáfu mamma og pabbi mér hjól sem þau höfðu komið fyr- ir inni í stofu kvöldið áður. Svo vakna ég og labba inn í stofu. Ég hélt að mig væri að dreyma þegar ég kom inn í stofu um morguninn. Ég fór því stolt á glænýju hjóli í skólann þann daginn,“ segir Dagbjört. Framundan hjá Dagbjörtu er að klára BA-nám sitt í lögfræði við Háskóla Íslands en hún útskrifast núna um jólin. „Ég er búin með ritgerðina og er að klára nokkur námskeið núna. Síðan byrja ég í meistaranáminu strax í janúar. Það er bara nám og meira nám framundan,“ segir Dagbjört. Hún og eiginmaður hennar Lárus Hjartarson eiga tvö börn, þau Sóleyju og Tómas. Aðspurð hvort fjölskyldan hafi ferðast mikið í sumar svarar Dagbjört því neitandi. „Við vorum mest í bænum og höfðum það gott. Þó nutum við þess að fara í bústað öðru hvoru,“ segir meistaraneminn og húsmóðirin sem hefur greinilega í nógu að snúast. heimirs@mbl.is Dagbjört Jónsdóttir 30 ára Gleði Dagbjört og eiginmaður hennar, Lárus Hjartarson, á góðri stundu. Þau eiga tvö börn, Sóleyju og Tómas. Laganeminn með stelpupartí Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Gústaf Símonarson verður ní- ræður 29. október næstkom- andi. Hinn 18. október síðast- liðinn héldu þau hjónin Lilja Sigurjóndóttir og Gústaf upp á sextíu og fimm ára brúðkaups- afmæli sitt. Í tilefni þessara viðburða bjóða þau ættingjum og vinum til kaffisamsætis á morgun, 28. október, á milli kl. 15 og 19 á Hótel Cabin, Borg- artúni 32, 7. hæð. Vinsamleg- ast engin blóm eða gjafir. Árnað heilla 90 ára og sextíu og fimm ára brúðkaupsafmæli Jóhanna Jóns- dóttir og Ingólfur Dan Gíslason, fyrr- verandi kaup- maður, Garðatorgi 7, Garðabæ, eiga fimmtíu ára brúð- kaupsafmæli í dag, 27. október. Þau dvelja á Tenerife um þessar mundir. Gullbrúðkaup G uðmundur fæddist í Reykjavík 28.10. 1972, en ólst upp í Garða- bænum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1992, BA-prófi í íslensku og heim- speki við HÍ 1995, stundaði fram- haldsnám í heimspeki við kaþólska háskólann í Leuven í Belgíu 1996-97, lauk meistaraprófi í heimspeki frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1998 og meistaraprófi í heimspeki frá Ox- ford-háskóla í Bretlandi 2001 og hef- ur stundað framhaldsnám í hagfræði. Þá lærði hann á píanó við Tónlistar- skóla Garðabæjar frá 12 ára aldri, lengst af hjá Gísla Magnússyni. Í fjölmiðlum og tónlistinni Guðmundur var blaðamaður með námi á Tímanum frá 1988 og um skeið við ættfræðisíðu DV, var starf- andi tónlistarmaður í hljómsveitinni Guðmundur Steingrímsson alþingismaður - 40 ára Að Kletti Guðmundur, Alexía Björg og Jóhannes Hermann við sumarhús fjölskyldunnar sem Hermann, afi Guð- mundar, lét reisa í Reykholtsdal í Borgarfirði árið 1955. Guðmundur og systkini hans eru nú að byggja við bústaðinn. Guðmundur trúir á Bjarta framtíð Á gamla Deutz Traktorinn er alltaf vinsæll og til margra hluta nytsam- legur. Edda Liv og Jóhannes Hermann með föður sínum. Lífið er litríkt Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.