Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012
✝ Finnur Krist-jánsson fædd-
ist á Skerðings-
stöðum í
Reykhólasveit 11.
apríl 1923. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Barmahlíð á
Reykhólum 15.
október 2012.
Finnur var
yngstur í hópi 14
barna hjónanna
Agnesar Jónsdóttur og Krist-
jáns Jónssonar sem bjuggu á
Skerðingsstöðum. Þau voru:
Jón Magnús, Ólafur, Ingólfur,
dó ungur, Ingólfur, Guðrún, Elí-
as, Sigurður, Ingibjörg, Ingi-
gerður Anna, Vilhjálmur, Hall-
dór, drengur óskírður og
Halldóra og er hún ein eftirlif-
andi. Finnur ólst upp á Skerð-
ingsstöðum við hefðbundin
sveitastörf og rúmlega tvítugur
að aldri fór hann í Bændaskól-
ann á Hvanneyri þar sem hann
var tvo vetur. Hann var síðan á
Íþróttaskólanum í Haukadal í
einn vetur. Eftir skólann fór
hann síðan til Ingólfs bróður
síns sem þá bjó á Siglufirði og
gerðist þar laganna vörður í
nokkur ár. Inni á milli vann
Guðmundsdóttur. þau eru skil-
in. Börn þeirra eru Sjöfn, hún á
eina dóttur, og Finnur Guð-
mundur. Núverandi kona Krist-
jáns er Margrét Ásdís Bjarna-
dóttir, börn hennar eru Helga
Sigurrós, hún á tvö börn, María
Kristín, hún á eitt barn, og
Bjarni sem á eitt barn. B) Finn-
ur Ingi, f. 20. febrúar 1958, d. 8.
desember 2005. Sonur hans og
Nönnu Jónsdóttur er Steindór,
hann á eina dóttur. Finnur gift-
ist Ásdísi Árnýju Sigurdórs-
dóttur, saman eignuðust þau
börnin Ásu Guðrúnu, hún á tvö
börn, Halldór og Bryndísi. Finn-
ur og Ásdís skildu. C) Karlotta
Jóna, f. 1. maí 1959, hennar
maður er Ásgeir Þór Árnason,
þau eiga saman dæturnar Guð-
nýju Sæbjörgu og Ásdísi, fyrir á
Ásgeir Þór börnin Ásgeir
Bjarna, hann á þrjú börn,
Ágúst, hann á fjögur börn, og
Elísabetu Ósk, hún á tvö börn.
D) Agnes, f. 22. maí 1965, henn-
ar maður er Pálmi Jónsson, þau
eiga dæturnar Særúnu Ósk og
Hörpu Rán.
Sæbjörg og Finnur bjuggu öll
sín búskaparár á Skerðings-
stöðum utan eitt ár er skorið
var niður fé og bjuggu þau þá í
Mosfellsbæ. Finnur dvaldi
heilsu sinnar vegna síðustu þrjú
árin á dvalarheimilinu Barma-
hlíð á Reykhólum.
Útför Finns verður gerð frá
Reykhólakirkju í dag, 27. októ-
ber 2012, og hefst kl. 13.
hann hin ýmsu
störf, m.a. átti
hann og rak tvo
vörubíla ásamt
Hallvarði mági sín-
um. Árið 1955 tók
hann síðan við búi
á Skerðingsstöðum
ásamt Halldóri
bróður sínum. Það
ár kom að Skerð-
ingsstöðum sem
ráðskona ung
stúlka að nafni Guðný Sæbjörg
Jónsdóttir frá Sölvabakka í
Engihlíðarhreppi eða Dæda
eins og hún var kölluð og 16.
ágúst 1956 giftust þau og skírðu
fyrsta barn sitt. Dæda átti fyrir
einn son sem Finnur gekk í föð-
urstað, Jón Árna Sigurðsson, f.
13. mars 1954, faðir hans er
Sigurður Árnason. Kona Jóns
Árna er Steinunn Ólafía Ras-
mus, hennar börn af fyrra
hjónabandi eru Björk, hún á tvö
börn, og Hlynur. Sonur Jóns
Árna og Margrétar Sveins-
dóttur er Hilmar Þór og á hann
fjögur börn. Börn Jóns Árna og
Steinunnar Ólafíu eru Guðný
Sæbjörg og Hrefna. Börn Finns
og Sæbjargar eru: A) Kristján,
f. 8. maí 1956, kvæntist Guðnýju
Elsku pabbi minn.
Þá hefur þú kvatt þennan heim
og ert nú kominn til hennar
mömmu. Nú fæ ég aldrei aftur að
heyra mig kallaða Öggu. Þú varst
sá eini sem kallaði mig það. Þú
sagðir líka svo oft þegar við töl-
uðum saman í síma „Þú ert nú
yngsta barnið mitt.“
Þessa daga frá því að þú lést
hafa minningarnar hrannast upp
í huga mér. Ég man eftir rólunni
sem þú gerðir í fjárhúshlöðunni.
Þar sat ég tímunum saman og
rólaði mér á meðan að þú varst að
gefa kindunum. Ég man þegar
við vorum að marka lömbin í
sauðburðinum. Þú sagðir að ég
væri svo agalega dugleg að gera
númeramerkin og ég hamaðist
við þetta starf til að fá hólið og
klapp á kinnina sem þú varst
duglegur að gefa litlu stelpunni
þinni.
Ég var kúasmali eins og öll
börn í sveit þurftu að gera. Einu
sinni var ég að sækja kýrnar nið-
ur í Háhólma. Sé ég þá haförn
sitjandi á kletti rétt fyrir ofan
hólmann. Ekki var litla hjartað
nú stórt og skipti nú engum tog-
um að kúasmalinn sjálfur snéri
við og tók til fótanna heim, en
þetta er löng leið. Kom ég móð,
másandi og háorgandi heim og
sagði þér tíðindin. Þar fékk ég
huggun og gott pabbafaðmlag og
steigst þú af dráttarvélinni en há-
sláttur var í gangi og röltir sjálf-
ur eftir kúnum þann daginn.
Margur hefði sagt mér að hætta
þessari vitleysu og ná í kýrnar en
ekki þú.
Þú varst mikill hestamaður.
Þau voru ófá hestamannamótin
sem ég fékk að fara með ykkur
mömmu á. Ég var aðeins fimm
ára þegar ég fór með ykkur á
landsmótið á Þingvöllum 1970.
Eftir að ég flutti suður vildir
þú fylgjast vel með mér. Ekki síst
eftir að ég var búin að stofna
heimili og Særún og Harpa voru
fæddar. Það var alltaf svo gott að
koma heim að Skerðingsstöðum
til ykkar mömmu eftir að ég var
flutt og komin með mína fjöl-
skyldu.
Það var alltaf svo gott að fá
mömmu- og pabbaknús.
Þitt stærsta áfall í lífinu var í
desember 2005 þegar Finnur
bróðir dó aðeins 47 ára gamall.
Það var þung og erfið reynsla,
ekki síst fyrir ykkur mömmu sem
misstuð svo mikið. Þú lentir líka í
erfiðu slysi ári seinna þegar þú
dast af hestbaki og braust fimm
rifbein. Það varð til þess að þú
gast ekki farið á hestbak eftir
það.
Ellikerling var ekki mikil vin-
kona þín núna síðustu ár. Maður
eins og þú, sem hafðir allan þinn
aldur þrælað og púlað, varst
kominn á annað heimili og þurftir
að nota göngugrind til að komast
leiðar þinnar. Þú fluttir í Barma-
hlíð árið 2009. Þar var dekrað við
þig á allan hátt en þú varst aldrei
sáttur. Þráðir alltaf að búa aftur
á Skerðingsstöðum en þar bjó
mamma þar til í júlí í sumar er
hún lést. Það var mikið áfall fyrir
þig. Hún kom til þín á hverjum
degi keyrandi á litla rauða bíln-
um sínum að heimsækja þig.
Elsku hjartans pabbi minn, ég
á erfitt með að kveðja þig um sinn
en veit að mamma og Finnur
bróðir umvefja þig ást og um-
hyggju. Það var gott að geta ver-
ið hjá þér þegar þú skildir við en
erfitt var að sleppa hendinni
þinni sem ég hélt í þar til yfir
lauk.
Sjáumst seinna, pabbi minn,
og knúsaðu mömmu og Finn frá
mér.
Eins og ég sagði svo oft við
þig: Þú ert besti pabbi í heimi.
Þín elskandi dóttir,
Agnes.
Elsku pabbi minn, ég þakka
þér fyrir allt sem þú hefur fyrir
mig gert, svona kvaddir þú mig í
nánast hvert einasta skipti sem
við töluðum saman síðustu ár og
þetta eru orðin sem ég vil kveðja
þig með. Ég ætla ekkert að tala
um ótal góðar minningar sem ég
á um þig, þær ætla ég að hafa fyr-
ir mig, en þakklæti fyrir góðan og
hlýjan föður finn ég svo sterkt
fyrir á þessari stundu.
Fyrir mörgum árum veiktist
þú og varst lagður á sjúkrahús,
þá baðstu tengdaföður minn,
Árna Jóhannes Hallgrímsson,
sem nú er látinn, að yrkja um þig
erfivísur. Það gerði hann og ég
lofaði þér því þá að þegar þú fær-
ir myndi ég birta þessar vísur og
hér eru þær.
Nú er hann Finnur minn farinn
við fórum því aldrei á barinn
nokkur koníakstár
eftir öll þessi ár
væru með velþóknun varin.
Já fákurinn frýsaði á stalli
og ferðin var hafin hjá kalli
yfir móa og mel
gegnum musku og él
merlaði sólhiminn hjalli.
Og þarna var ágætt að æja
og eflaust stutt milli bæja
en hvar er nú hlið
til að koma þar við
kannski ég villist ó jæja.
En honum varð hugsað til baka
og þar var af mörgu að taka
hann sá hlýlega sveit
hann sá búfé á beit
í björgunum fuglarnir vaka.
Hann sem var grandvar og góður
þótt gildnaði veraldarsjóður
en hvað hefur skeð
ég tók ekkert með
engar töskur né peningaskjóður.
Og nú er hann kominn að hliði
og hér má hann búa í friði
fyrir heiðarleika þinn
færðu frítt hérna inn
og hér er þinn aðgöngumiði.
(Árni Jóhannes Hallgrímsson)
Ég er þess fullviss að núna líð-
ur þér vel og hefur hitt fólkið þitt
og mömmu sem fór bara þremur
mánuðum á undan þér. Með sorg
í hjarta en samt gleði yfir að
þrautum þínum sé lokið kveð ég
þig elsku pabbi minn og vona að
þú hafir fundið þá hugarró sem
þú þráðir svo heitt.
Þín dóttir
Karlotta Jóna.
Elsku pabbi. Nú ertu farinn í
annan heim, sannarlega saddur
lífdaga og hvíldinni feginn. Þú ert
kominn til hennar mömmu aftur
eftir þriggja mánaða aðskilnað.
Þú varst litlum dreng sannar-
lega góður faðir, leyfðir okkur að
fara okkar eigin leiðir og treystir
okkur (mér og Jóni) litlum pjökk-
unum að setja saman múgavélina
þegar hún kom ný en ósaman-
sett. Þú áttir stóran þátt í því að
byggja upp það sjálfstraust og
áræði sem ég hef búið yfir alla
ævi. Þú kenndir okkur systkinun-
um að vera góð við dýrin og bera
virðingu fyrir náttúrunni.
Ég minnist ferðanna okkar á
hestbaki ótalmargra og þó sér-
staklega ferðar sem við fórum
ásamt Geira á stað norður í
Strandasýslu. Ferðirnar okkar í
Laufskálarétt eru mér einnig í
fersku minni. Ég minnist smala-
menskanna á Skerðingsstöðum
en ég var bara sex ára þegar ég
fékk að fara ríðandi í fyrstu
smalamennskuna. Ég minnist
þess þegar við fórum ríðandi yfir
Reykjanesfjall til að taka af í Hlíð
(sem er Þorskafjarðarmegin), þú
varst betur ríðandi en ég (varst á
henni Glettu sem var fangreist og
falleg), þegar stutt var eftir í rétt-
ina fórst þú af baki og lést mig á
Glettu, þú vildir að eftir mér yrði
tekið þegar ég reið í hlað. Ég veit
að hestarnir þínir Röðull, Mósi,
Fluga, Gletta og Freyja hafa beð-
ið þín þegar þú komst yfir.
Jörðin þína Skerðingsstaðir
var þér ákaflega kær og ég veit
að það var þín síðasta og hinsta
ósk að fá að vera þar til síðasta
dags, þú vildir hvergi annars
staðar vera.
Minninguna um þig mun ég
geyma í hjarta mínu það sem ég á
eftir ólifað.
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
guð blessi minningu þína elsku
pabbi.
Þinn sonur,
Kristján.
Kæri tengdafaðir.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum)
Þinn tengdasonur,
Pálmi.
Elskulegur tengdafaðir minn,
Finnur Kristjánsson, er látinn.
Ég kynntist Finni fyrir 25 árum
þegar ég tók á móti honum í íbúð
okkar Karlottu Jónu, dóttur
hans, er hann kom í heimsókn.
Enginn hafði sagt honum af
þessu sambandi okkar og brá
honum auðvita við það að sjá mig
þarna. En þennan fyrsta dag
keyrði ég hann í hinar ýmsu búð-
ir sem bóndi þarf að heimsækja
þegar í kaupstaðinn er komið.
Ræddum við allt á milli himins og
jarðar og kom í ljós að hann
þekkti vel til fólksins míns af
Snæfellsnesinu og nánar tiltekið
frá Skerðingsstöðum í Eyrar-
sveit. Þarna bundumst við vina-
böndum sem varað hafa alla tíð.
Stuttu seinna dvöldum við
Karlotta Jóna yfir jól og áramót
hjá þeim heiðurshjónum á Skerð-
ingsstöðum í Reykhólasveit og
hafði ég meðferðis bókina um
Brekkmansættina sem ég er
kominn af og get ég fullyrt það að
um ættfróðari mann veit ég ekki.
Það var nánast alveg sama hvar á
landi viðkomandi bjó, Finnur
þekkti til og gat oftast bætt við
hvaða hest eða hesta sá átti. Víð-
lesinn var hann og fátt sem hann
vissi ekki deili á hvort sem það
varðaði sveitina hans eða lands-
málin.
Alla tíð fann ég hlýleika hans
og umhyggju fyrir konu sinni,
börnum, tengdabörnum, barna-
börnum og barnabarnabörnum
og var missirinn mikill þegar son-
ur hans Finnur Ingi lést langt
fyrir aldur fram árið 2005 og eig-
inkona og lífsförunautur til næst-
um 60 ára Guðný Sæbjörg lést
hinn 12. júlí sl. Þá dró úr löngun
hans til að lifa og hafði oft á orði
að hann værir orðinn saddur líf-
daga og hlakkaði til að hitta fólkið
sitt sem farið væri.
Finnur fékk hvíldina lang-
þráðu mánudaginn 15. október sl.
Að vera bóndi – ó, guð minn góður!
í grænu fanginu á sinni móður
og finna ljós hennar leika um sig
og lyfta sálinni á hærra stig!
Og bónda hitnar í hjartans inni
við helgan ilminn frá töðu sinni,
og stráin skína í skeggi hans
sem skáldleg gleði hins fyrsta manns.
Og litlir englar með litla hrífu
við ljámýs eltast og hampa fífu,
en mamma hleypur á hólinn út
með hvíta svuntu og skýluklút.
Og sumardagarnir faðma fjöllin
og fljúga niður á þerrivöllinn,
og stíga syngjandi sólskinsdans
við sveittan bóndann og konu hans.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Ég vil votta ættingjum Finns
mína innilegustu samúð.
Elsku Finnur minn, hafðu
bestu þakkir fyrir allt og allt.
Þinn tengdasonur,
Ásgeir Þór.
Elsku afi. Góða ferð á nýjar
slóðir. Þinn tími var kominn og
ég skil þig vel að hafa farið núna.
Viltu knúsa ömmu fyrir mig og
segja henni að ég elski hana.
Viltu líka knúsa Finn frænda og
segja honum að ég sakni hans.
Vonandi eigið þið eftir að eiga
góðar stundir saman á ný.
Ég mun alltaf sakna þín, elska
þig og geyma allar minningarnar
okkar í hjartanu.
allt var kyrrt og allt var hljótt
miður dagur varð sem nótt
sorgin bjó sig heiman að
englar himins grétu í dag, í dag
allt var kyrrt og allt var hljótt
öllu lokið furðu fljótt
englar himins grétu í dag, í dag
(KK)
Saga litla sendir þér englak-
nús.
Þín sonardóttir,
Sjöfn.
Nú hefur afi minn kvatt í síð-
asta sinn. Síðustu árin voru hon-
um erfið og þótt ég viti að honum
líði mun betur núna get ég ekki
annað en saknað hans sárt. Hann
skildi eftir tóm sem aðeins er
hægt að reyna að fylla með fal-
legu, góðu minningunum um
Finn afa.
Hann talaði oft um það þegar
ég kom og stóð fyrir eitt sumarið,
en það voru einmitt þessi verk
sem ég tók stundum þátt í á
Skerðingsstöðum sem voru mér
sem hin mestu ævintýri. Þegar
maður hugsar um afa eru hestar
með því fyrsta sem kemur upp í
hugann. Hann hugsaði um hest-
ana sína af mikilli alúð og um-
hyggju og kenndi mér að um-
gangast þá af virðingu og
umhyggju. Hann keypti fallegan
og góðan hest, Blesa, ætlaðan
fyrir barnabörnin að nota því
hann vildi endilega ýta undir
áhuga okkar á hestum ef við hefð-
um einhvern.
Eftir að hann fór á elliheimilið
fór ég oft til hans að spjalla um
heima og geima. Nú vildi ég að ég
hefði farið oftar. Hann hafði mik-
inn áhuga á öllu sem ég tók mér
fyrir hendur og það var ánægju-
legt að segja honum frá náminu
hvort sem gekk vel eða illa því
alltaf var hægt að treysta á hans
stuðning. Hann hjálpaði mér að
finna trú á sjálfri mér og tókst að
sannfæra mig um að ég ætti gott
skilið. Fyrir það er ég eilíft þakk-
lát.
Hann sagði mér líka frá ýmsu
sem hann hafði upplifað og ég dá-
ist að mörgum afrekum hans.
Hann fór bæði í íþróttaskóla og
bændaskóla en hann var líka
nokkur ár í lögreglunni á Siglu-
firði. Hann sagði að árin á Siglu-
firði hefðu verið með bestu árum
lífs hans. Hann var mikill tónlist-
arunnandi og hafði sungið með
ýmsum kórum. Hann hafði því
mikinn áhuga á að heyra frá
söngnáminu mínu og öðru sem ég
var að gera í tónlistinni. Því mið-
ur náði hann ekki að heyra í
barnakórnum mínum eins og
hann langaði svo. En ég er viss
um að núna hlustar hann á æfing-
arnar okkar.
Elsku afi minn. Þótt þú sért
farinn lifir þú enn í hjarta mér.
Ég veit að ef mér líður illa get ég í
huganum verið aftur lítil stelpa í
fanginu á afa að borða kex. Ég
get rifjað upp samtölin okkar og
glaðst því þau voru svo mörg svo
skemmtileg. Ég er fegin að ég
fékk að sitja hjá þér oft og lengi
síðustu dagana þína og halda í
höndina á þér því hjá þér leið mér
alltaf svo vel.
Guð geymi þig afi minn og ég
skal lofa að bera á hnakkana fyrir
þig.
Hrefna Jónsdóttir.
Finnur
Kristjánsson
HINSTA KVEÐJA
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Elska þig afi minn og bið
að heilsa ömmu.
Þín
Ásdís.
✝
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
GUÐFINNA HENNÝ JÓNSDÓTTIR,
Fögrukinn 13,
Hafnarfirði,
andaðist þriðjudaginn 23. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Sólveig Jónsdóttir, Sævar Gunnarsson,
Jenný Jónsdóttir,
Jón Auðunn Jónsson, Ólafía Guðjónsdóttir,
börn og barnabörn.
✝
Elskulegur bróðir minn, frændi og vinur,
ÁRNI JAKOB ÓSKARSSON,
Framnesvegi 20,
Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
miðvikudaginn 24. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðný Óskarsdóttir,
ættingjar og vinir.
Látinn er í Reykjavík
SIGURÐUR GUNNARSSON
bifreiðarstjóri,
Lindargötu 57.
Bálför hefur farið fram í kyrrþey.
Elín Magnúsdóttir,
Kristín Sigurðardóttir, Rúnar Geirmundsson,
Sigurður Rúnarsson, Guðný Arna Sölvadóttir Beck,
Elís Rúnarsson, Katrín Erla Gregor Gunnarsdóttir,
Stefán Elís og Arna Rut Sigurðarbörn,
Móey Marta Elísdóttir.