Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 22
SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Þátttakendur í nýlegri viðhorfs- könnun um utanvegaakstur töldu að algengasta ástæðan fyrir ut- anvegaakstri væri sú að ökumönn- unum sem hann stunduðu þætti gaman að aka utan vega eða þætti það spennandi. Þegar þátttakendur sem höfðu ekið utan vega voru spurðir um ástæður þess að þeir stunduðu utanvegaakstur breyttust aftur á móti svörin. Þeir sögðu akst- urinn mun fremur óviljaverk eða að um leyfilegan utanvegaakstur væri að ræða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í meistaraprófsritgerð Krist- ínar Þóru Jökulsdóttur, í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Ís- lands. Meginefni ritgerðarinnar byggist á viðhorfskönnuninni. Kristín Þóra bendir á að munurinn á svörum þeirra sem ekki stunda ut- anvegaakstur og þeirra sem aka utan vega geti verið sá að þeir sem aka ut- an vega vilji ekki viðurkenna að þeir geri það sér til skemmtunar, enda um ólöglegt athæfi að ræða, til að réttlæta sína eigin hegðun. Þriðjungur ekið utan vegar Könnun Kristínar Þóru er fyrsta rannsóknin þar sem á kerfisbundinn hátt er reynt að komast að ástæðum utanvegaaksturs og viðhorfum al- mennings til hans. Svörin í könnuninni leiddu í ljós að yfir 90% Íslendinga hafa tekið eftir ummerkjum um akstur utan vega á ferðum sínum um landið. Yfir 60% hafa séð einhvern aka utan vega og nálægt 50% þekkja einhvern sem það hefur gert. Um þriðjungur við- urkennir að hafa ekið utan vegar. Mun algengara er að karlmenn aki utan vegar Um 87% þátttakenda í könnuninni töldu að fræðslu um akstur utan vega væri ábótavant og að ein af algengari ástæðunum fyrir honum væri að fólk áttaði sig ekki á skaðanum sem hann ylli. Því væri ekkert tiltökumál að aka utan vega. Tekur aldir að jafna sig Í ritgerð Kristínar Þóru er einmitt töluvert fjallað um áhrif ut- anvegaaksturs. Með akstrinum, jafn- vel bara í eitt skipti, þjappast jarð- vegurinn og geta jarðvegsins til að draga í sig vatn minnkar. Það verður þess valdandi að regnvatn og leys- ingavatn, sem jarðvegurinn hefði annars dregið í sig, rennur í hjólför- unum. Afleiðingarnar sjást ágætlega á myndinni hér að ofan en hún er tekin í Hrossadal sem er brattur dal- ur á milli Steinsskarðs í Vaðlaheiði og Víkurskarðs. Þar hafa torfæru- hjól farið um með augljósum afleið- ingum. Í ritgerðinni kemur fram að það fari eftir jarðvegsgerðinni hversu lengi jarðvegur sé að jafna sig eftir utanvegaakstur. Margt bendi til þess að fyrsti aksturinn hafi hlutfallslega mestu áhrifin. Áhrifin aukast eftir því sem meira er ekið og geta valdið jarðvegsrofi sem eykst í sífellu, nema eitthvað sé að gert. Það geti tekið aldir fyrir jarðveginn að jafna sig eft- ir utanvegaakstur. Rannsókn Kristínar Þóru leiddi einnig í ljós að fólk virtist aka óafvit- andi eða óviljandi utan vega, t.d. þeg- ar það þyrfti að mæta bíl á þröngum hálendisvegum. Slæmt ástand há- lendisvega getur einnig leitt til þess að fólk neyðist til að krækja fyrir keldur. Samkvæmt lögum má aka utan vega í undantekningartilfellum, s.s. vegna landbúnaðarstarfsemi og ann- arrar vinnu. Meirihluti þátttakenda taldi að þessum undantekning- artilfellum mætti fækka en þau væru hins vegar réttlætanleg í neyð. Spennandi að spæna upp gróður? Ljósmynd/Helga Kvam Minnismerki Þessi mynd var tekin í Hrossadal sumarið 2008. Hér sést vel hvernig vatn sest í hjólförin.  Þátttakendur í viðhorfskönnun um utanvegaakstur telja að þeim sem aka utan vega finnist það gaman og spennandi  Ökumenn segja aksturinn óviljaverk eða leyfilegan  Langvarandi áhrif Þyrnir í augum » Viðhorf Íslendinga til ut- anvegaaksturs er almennt nei- kvætt, skv. rannsókn Kristínar Þóru. Fólk telur hann vera vandamál og hafa mikil áhrif á umhverfið. » Konur voru neikvæðari en karlar og eldra fólk var nei- kvæðara en yngra. » Úrtak rannsóknarinnar var 1.200 manns, 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 51,4%. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík, sími 587 9700, propack.is, propack@propack.is Sérhæfum okkur í pökkun og frágangi á búslóðum til flutnings milli landa, landshluta eða innanbæjar Við pökkum búslóðinni, önnumst farmbréf, tollafgreiðslu og sjáum um flutning á áfangastað. Flytjum fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjáum einnig um að pakka upp búslóðinni á nýju heimili og koma öllu fyrir eins og óskað er. Ef heimilið er ekki tilbúið bjóðum við geymslu búslóða, í nýlegu og glæsilegu húsnæði, með fullkomnu öryggis- og brunavarnakerfi. Stofnað árið 1981 Athygli Krist- ínar Þóru Jök- ulsdóttur á akstri utan vega vaknaði þegar hún, á barnsaldri, fór með foreldrum sínum í upp- græðsluferðir þar sem mark- miðið var að græða upp för eftir utanvegaakstur, bæði í Þórs- mörk og á Reykjanesskagann. Ferðirnar voru farnar á vegum Landgræðslu ríkisins og Ferða- klúbbsins 4x4. Hún var sex ára og akstursförin náðu henni upp að mitti. „Það skiptir lítið barn miklu máli að fá að taka þátt í verkefnum fullorðna fólksins og þess vegna fannst mér mikið til um þessar ferðir og þær fengu mig til þess að vilja fara vel með land og náttúru. Enn þann dag í dag ríkir í mér sterk löngun til þess að hugsa vel um náttúruna og af þeirri ástæðu gerðist ég landvörður árið 2008 og hef á sumrin starfað sem slíkur síð- an,“ segir hún í ritgerðinni. Sex ára í upp- græðsluferð LANDVÖRÐUR FRÁ 2008 Kristín Þóra Jökulsdóttir til að skoða myndir Völundar Jónssonar af ummerkjum um utanvegaakstur. Skannaðu kóðann Að mati yfir 80% þátttakenda í könnuninni er tekið of vægt á ut- anvegaakstri en aðeins 2% töldu að refsingar væru of harðar og 16% töldu viðurlög hæfileg. Langflestir þátttakendur, eða 83%, voru hlynntir því að lögregla sekti fyrir akstur utan vega. Þá finnst rúmlega helmingi að land- verðir (58,8%) og þjóðgarðsverðir (55,5%) ættu að hafa leyfi til þess sama. Kristín Þóra starfar sem land- vörður á sumrin og hefur bæði séð ummerki um utanvegaakstur og unnið við að afmá förin – með hrífu að vopni. Hvernig líst henni á að landverðir fái leyfi til að sekta fyrir utanvegaakstur? Yrði að gera faglega „Ef það yrði gert með faglegum hætti, þá er ég fylgjandi því,“ segir Kristín Þóra. Halda þyrfti námskeið fyrir þá sem slíkar heimildir fengju. Myndina hér að ofan tók Kristín Þóra í sumar af ummerkjum um ut- anvegaakstur skammt norðan við Dettifoss. Þau voru greinileg frá veginum austan við fossinn, um 2 km áður en komið var að fossinum norðan megin. Hún og starfssystir hennar í landvörslunni rökuðu yfir förin. Ljósmynd/Kristín Þóra Jökulsdóttir Fleiri fái leyfi til að sekta fyrir utanvegaakstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.