Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 ✝ Helgi BergViktorsson fæddist í Vest- mannaeyjum 16. mars 1967. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 18. október 2012. Foreldrar hans eru Stefanía Þor- steinsdóttir, f. 1944 og Viktor Berg Helgason, f. 1942. Foreldrar Stefaníu voru Anna Jónsdóttir, f. 1917, d. 2007, og Þorsteinn Sigurðs- son, f. 1913, d. 1997, frá Blát- indi í Vestmannaeyjum. For- eldrar Viktors voru Unnur Lea Sigurðardóttir, f. 1922, d. 1998 og Helgi Bergvinsson, f. 1918, d. 1989, til heimilis að Sigrún Jónsdóttir, f. 1971, for- eldrar hennar eru Jónína Árnadóttir, f. 1939 og Jón Há- konarson, f. 1944. Eftirlifandi sambýliskona er Sæunn Mar- inósdóttir, f. 1973, foreldrar hennar eru Kristín Alfreðs- dóttir, f. 1950 og Marinó Ragnarsson, f. 1941. Helgi Berg ólst upp í Vest- mannaeyjum til átján ára ald- urs en þá flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann undi sér vel. Hann starfaði stærstan hluta sinnar starfs- ævi hjá Blikksmiðjunni Gló- faxa ehf. í Ármúla. Helgi var mikill fjölskyldumaður sem tileinkaði sér heilbrigt líferni. Hann hafði mikla ástríðu fyrir bílum sem kom fram strax á barnsaldri. Þá stundaði hann líkamsrækt af einskærri elju og hafði mikinn áhuga á úti- vist. Útför Helga fer fram frá Landakirkju í dag, 27. októ- ber 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Miðstræti 25 í Vestmannaeyjum. Bræður Helga eru: 1) Þorsteinn Vikt- orsson, f. 1963, eiginkona hans er Díanna Þyri Ein- arsdóttir, f. 1971, börn þeirra eru Stefanía, f. 1988, Alexander Jarl, f. 1993 og Viktoría Rún, f. 1997, 2) Gunnar Berg Viktorsson, f. 1976, eiginkona hans er Dagný Skúladóttir, f. 1980, börn þeirra eru Viktor Berg, f. 2005 og Þórdís, f. 2009. Dóttir Helga er Lea Helga- dóttir, f. 1993, unnusti hennar er Magni Freyr Magnússon, f. 1992. Barnsmóðir Helga er Elsku pabbi minn, ég get ekki lýst því hversu mikið ég sakna þín. Þú varst bestur. Alltaf svo hjálpsamur og hugsaðir svo mikið um mig og alla aðra í kringum þig. Ég held að það sé ekki hægt að biðja um betri pabba en þig, þú varst fullkominn. Ég á eftir að sakna þess að fara með þér á Mustangrúnt, þér þótti svo gaman að fara með mig á rúntinn á góðum sumardegi og auðvitað þótti mér það líka. Ég á eftir að sakna svo margs með þér. Líf mitt mun aldrei verða eins án þín elsku pabbi minn en ég mun vera sterkust fyrir okkur bæði. Við Sæunn munum standa saman, hún er svo yndisleg og mér þykir mjög vænt um að hafa kynnst henni. Saman munum við tvær takast á við sorgina ásamt ömmu, afa, Gunnari, Steina og öllum sem þykir svo vænt um þig. Ég elska þig pabbi minn og ég veit að þú fylgist með mér. Ég hlakka til að hitta þig aftur en þangað til geymi ég minninguna um þig. Þín dóttir, Lea. Elsku Helgi, mikið þykir mér erfitt að kveðja þig. Þú varst alltaf svo góður og hjálpsamur við okkur Leu og alla aðra í kringum þig. Þú vildir alltaf aðstoða og gefa góð ráð. Þú fékkst mann alltaf til að líða vel þegar við hittumst, sama hvernig stóð á hjá manni. Aldrei heyrði ég þig kvarta út af einu né neinu. Ég hef lært margt gott af þér og ég er þakk- látur fyrir að hafa kynnst þér og góðmennsku þinni. Allar minn- ingarnar um þig eru góðar minn- ingar. Saman munum við Lea takast á við sorgina og halda á lofti öllum góðu minningunum um þig. Minn- ingin um þig mun lifa. Ég sakna þín sárt elsku tengdapabbi. Magni Freyr. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér; engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á. (Steingrímur Thorsteinsson) Elsku Helgi okkar, þú fórst allt of fljótt frá okkur. Brosið þitt bjarta lýsti allt upp og gladdi þá sem nálægt þér voru. Við eigum eingöngu fallegar og góðar minn- ingar um þig, minningar sem við erum óendanlega þakklát fyrir. Orð okkar eru fátækleg á stundu sem þessari. Einn strengur ú hörpu fjölskyldunnar er slitinn og hljómurinn verður aldrei aftur sá sami. Kæri sonur, við elskum þig og vitum að þú tekur á móti okkur þegar sá tími kemur. Mamma og pabbi. Það er erfitt að sætta sig við andlát bróður míns. Hann var svo ótrúlega hjálpsamur og viljugur að aðstoða mann. Það er varla sú hilla, skápur, ljós eða spegill sem hann setti ekki upp í húsinu okkar og maður horfir í kringum sig og sér nákvæmt handbragð hans um allt hús. Maður notfærði sér hjálpsemi hans ótal sinnum enda gat hann ekki sagt nei og verður að viðurkennast að ég kunni ekki að meta það nógu mikið. Nú er hann farinn og skilur eftir sig gat í eldhúsinnréttingunni sem hann átti eftir að laga. Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf verið að stríða honum og böggast í honum. Það hefði örugglega einhver bróðir tekið í lurginn á mér en Helgi gerði ekki flugu mein og lét þetta bara yfir sig ganga. Hann varð þó nokkuð pirraður þegar við feðgar og Venni vorum að smíða brú upp í sumarbústað. Það þurfti að moka holu og ég var náttúrlega óþol- andi og alltaf að spyrja af hverju hitt og af hverju þetta. Þá kom þessi merka setning sem ég skildi aldrei en kannski er eitthvað til í henni: „Gunnar hættu þessu, af hverju er himinninn grænn?“ Nú hefur hann kvatt þennan heim og skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni. Einhvers staðar stendur að þeir deyi ungir sem guðirnir elska og ef það á ekki við í þessu tilfelli þá á það aldrei við. Ég geri líka ráð fyrir því að lifa alla vega í 40 ár í viðbót, þótt mað- ur viti aldrei hverju lífið tekur upp á og tilhugsunin um að sjá þig ekki í svona mörg ár er erfið. Þín verður sárt saknað. Gunnar Berg. Mikið óskaplega er það skrýtin tilfinning að sitja og rita minning- arorð um þig, kæri bróðir. Símtal- ið klukkan fimm að morgni frá Gunnari bróður okkar var eins og köld vatnsgusa í andlitið. Allt fór af stað og við tók verkefni sem mig hefði ekki getað órað fyrir er við ræddum síðast saman rúmum sólarhring áður. Þú varst búinn að vera hálfslappur en ekkert virtist vera alvarlegt í gangi að sögn sérfræðinga. Þau voru þung skrefin niður Illugagötuna til mömmu og pabba og ég velti því fyrir mér hvernig ég gæti fært þeim þessar fréttir. Af hverju í ósköpunum varst þú tekinn frá okkur? Góðmenni sem aldrei hef- ur gert flugu mein. Kannski var þinn tími kominn, elsku bróðir, þótt erfitt sé að skilja að svo sé. Það er af mörgu að taka þegar litið er til baka. Ýmislegt kemur upp í hugann og ósjálfrátt leitar hugurinn til æskunnar. Þegar þú fæddist bjuggum við í blokkinni við Hásteinsveg. Mér fannst það vera mitt verkefni að passa upp á þig. Fjögur ár skildu á milli okkar og varstu litli bróðir allt þar til Gunnar, litla örverpið eins og við kölluðum hann, kom í heiminn. Í gosinu fluttum við upp á land og bjuggum í Vesturbænum. Ég gekk í Melaskóla og þú varst í dagvistun í kjallaranum í Nes- kirkju. Pabbi var að vinna úti í Eyjum og við bíllaus þannig að það kom í minn hlut að leiða þig í og úr leikskólanum, ég að verða ellefu ára og þú að verða sjö ára. Eitt sinn eftir skóla fann ég ekki skóna mína, þeir höfðu verið tekn- ir í misgripum. Nú voru góð ráð dýr. Þar sem ég stóð í anddyrinu komu vinir okkar þeir Smári og Siggi og buðust til að reiða okkur heim á hjólunum sínum. Ég setti þig á bögglaberann á öðru hjólinu og sagði þér að halda þér fast. Allt gekk vel og þegar heim var komið brostir þú út að eyrum. Þetta æv- intýri átti vel við þig. Jólin voru einstakur tími hjá okkur. Mér er sérstaklega minn- isstæð einlægni þín þegar þú varst búinn að hrista alla jóla- pakkana og gast ekki beðið leng- ur. Þú horfðir á pabba með fal- legum sakleysislegum svip og spurðir af þinni einskæru ein- lægni hvort hann ætlaði virkilega að fá sér meira að borða. Hvenær átti að opna pakkana? Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar þú fékkst bílprófið á sautján ára afmælinu þínu. Ekki leið á löngu þar til þú baðst um að fá BMW-inn minn að láni til þess að fara á rúntinn. Auðvitað fékkstu hann um leið, þrátt fyrir að ég vissi vel að hann kæmi til baka með tóman tank. En ég vissi líka að bíllinn yrði tandurhreinn og þrifinn og því um ágætis við- skiptasamband að ræða. Í raun var þetta þegjandi samkomulag sem aldrei var rætt. Elskulegi bróðir minn, hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá er komið að kveðjustund. Eitthvað sem engan óraði fyrir. Mér þótti óendanlega vænt um þig og er ég viss um að það var gagnkvæmt þótt við hefðum ekki haft mörg orð um það. Ég mun halda minningu þinni á lofti og passa upp á prinsessurnar þínar sem voru þér svo kærar. Elsku Lea og Sæunn, missir ykkar er mikill en vonandi eigum við eftir að eiga fullt af fallegum stundum og rifja upp skemmtilegar minn- ingar um Helga bróður. Þinn bróðir, Þorsteinn (Steini Vitta.) Meira: mbl.is/minningar Fallinn er frá yndislegur mað- ur, langt fyrir aldur fram. Ég mun ávallt minnast þín sem ótrúlega góðhjartaðs manns, þú vildir öllum svo vel og þér var mikið í mun að öllum liði vel í kringum þig. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um þig Helgi minn er þitt einlæga bros. Það var svona lítið stríðn- ispúkabros. Brosinu fylgdu nán- ast alltaf einhver galsalæti sem ég hafði voðalega gaman af. Það var alltaf svo létt í kringum þig, þú hafðir þessa einstaklega góðu nærveru. Oftast var það þannig að þegar við vorum búin að fíflast aðeins þá tók ég upp umræðuna hvað þyrfti að laga á heimilinu, því enginn var betri í að redda hlutunum en þú. Það var ekki að spyrja að því, þú varst búinn að redda hlutunum áður en ég vissi af. Ég er svo þakklát fyrir það að börnin okkar Gunnars fengu að kynnast jafnbarngóðum manni og þér, Helgi minn. Hann Viktor mun ávallt minnast þín á rúntin- um á Mustangnum, sá litli var pínu ponsu hræddur við lætin í bílnum en hann vissi að hann var í góðum höndum hjá frænda sín- um. Mikill bílaáhugamaður varstu Helgi og varst þú að sjálfsögðu fenginn til að keyra brúðarbílinn okkar fyrir rúmu ári. Þá fallegu minningu mun ég ávallt geyma í hjarta mér þegar þú sóttir mig prúðbúinn og leiddir mig út í bíl. Þín verður sárt saknað elsku mágur, hvíldu í friði. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín mágkona, Dagný Skúladóttir. Í dag er borinn til grafar elsku- legur frændi minn hann Helgi Berg. Það er erfitt að skilja ver- öldina í slíkum aðstæðum. Helgi sem alltaf var svo ljúfur, hreystin uppmáluð, alls staðar vel liðinn og átti svo mikið inni í lífinu. Hann á ekki að vera farinn. Í sorginni fer hugurinn að reika og leitar í minningarnar. Fékk þessi orð um minningar að láni: „Dag einn verður þú bara minning í huga einhvers … gerðu þitt besta til þess að verða góð minning“. Það gerði Helgi frændi svo sannarlega. Þegar ég hugsa til baka koma upp í hugann minningar um ljúf- ling sem hafði nú stundum gaman af því að spjalla við litlu frænku sína. Hann gerði meðal annars nokkrar tilraunir til þess að kenna mér mannganginn. Líkleg- ast hefur andstæðingurinn verið honum frekar auðveldur en hon- um fannst nauðsynlegt að ég kynni að tefla, kannski meira fyrir hann en mig. Einnig sagði hann mér með hvaða liði ég ætti alltaf að halda með í ensku. Ég hef að sjálfsögðu alltaf haldið mig við það lið, Helgi sagði það og þar við sat. Hann var mikill sprellari og upp í hugann koma frásagnir af kvikmyndatökuleiðangri fjöl- skyldu hans þar sem Helgi var ekki alveg tilbúinn til þess að vera festur á filmu. Mátti þó sjá glitta í stígvél af og til þar sem hann reyndi að koma sér undan lins- unni. Auk þess eru til myndir úr jólaboðum þar sem hann hallar sér út úr mynd, stundum án þess að átta sig á því að myndasmið- urinn færði sig líka ögn til. Já, það var alltaf stutt í glettnina og bros- ið. Og hláturinn var stór og mikill. Eftir að Helgi fluttist til Reykjavíkur hittumst við sjaldn- ar. En í hvert skipti sem við hitt- umst tók alltaf á móti manni strákalega brosið, koss á kinn og létt knús. Við höfðum bæði mikið dálæti á líkamsrækt og ræddum það áhugamál oft. Hann naut sín vel í sólinni og tók stoltur á móti okkur fjölskyldunni þegar við hittum hann í La Marina á Spáni 2007. Þar dvaldi hann nokkur sumur í húsi foreldra sinna og var þar alveg á heimavelli. Það er ekki hægt að minnast Helga öðruvísi en að minnast á bíladellu hans. Já, Helgi hafði gaman af flottum bílum. Þegar ég fór sem skiptinemi til Bandaríkj- anna var ein af fyrstu spurning- unum sem ég fékk frá honum þeg- ar ég kom heim aftur: „Sástu ekki mikið af flottum bílum?“ Og gott ef hann spurði ekki næst hvort ég hefði ekki tekið myndir. Missirinn er mikill og það er fátt annað hægt að gera en að halda utan um fjölskyldu og vini og leita sér huggunar. Elsku Sæunn, Lea, Stefí, Vitti, Steini, Gunnar og fjölskyldur minningin um dásamlegan frænda er vel geymd og kvatt er með þökk fyrir ljúf kynni. Anna Lilja. Helgi vinur minn var fyrst og fremst heiðarlegur, áreiðanlegur og með stórt hjarta. Vinur vina sinna, ótrúlega hjálpfús og örlát- ur. Það voru algjör forréttindi að fá að kynnast Helga og njóta hans félagsskapar enda átti hann marga vini og kunningja sem voru jafn heppnir og ég því hann geisl- aði af svo mikilli hlýju og jákvæðu hugarfari að það var ekki annað hægt en að heillast af honum. Helgi var sérfræðingur í að breyta óvild og erfiðum aðstæð- um í jákvæðar, stundum var eins og hann skildi ekki hvað mótlæti væri en með tímanum og nánari kynnum sá ég og skynjaði að hann skildi það betur en flestir aðrir en hans einstaka lundarfar fékk alla til að brosa sem áttu um sárt að binda. Helgi gerði alla hluti mjög vel, vandaða og úthugsaða sama hvort var í einkalífi eða vinskap. Allt sem hann umgekkst var hreint og gljáfægt, sem dæmi er Mustang- inn hans sem hann eignaðist ung- ur eftir að hafa lagt sig fram við að ná í eins eintak og foreldrar hans höfðu átt. Þegar hann var úr sér genginn og þurfti á aðhlynn- ingu að halda tók Helgi hann og gerði betri en nýjan. Það var sér- staklega gaman að fara út á lífið með Helga, hann var hrókur alls fagnaðar og alltaf með einhver uppátæki. Hvar sem hann fór naut hann mikillar kvenhylli og reyndum við vinirnir að nýta okk- ur það en án árangurs því hann hafði þetta fallega bros og útgeisl- un, myndarlegur, stór og stæði- legur. Ég er ótrúlega stoltur af því að geta sagt að Helgi sé vinur minn, hann kom alltaf fram við mig sem bróður ásamt því sem fjölskylda hans tekur mér sem einum af þeim. Sem dæmi, að þrátt fyrir að ég hafi búið erlendis undanfarin 17 ár vorum við alltaf í nánu sam- bandi og kom hann oft í heimsókn. Við höfum misst mikilmenni. Helgi minn, þeir sem elska þig munu aldrei gleyma þér. Þú munt alltaf lifa í hjarta mér þangað til við hittumst aftur. Taktu við hraustlegu faðmlagi frá vini sem elskar þig. Vissulega munum við hittast aftur, kæri vinur, og er það einlæg von mín að þú heyrir og sjáir hversu fjölskyldu og vinum þykir vænt um þig og að skarðið sem þú skilur eftir verður ekki fyllt. Þinn vinur, Bjarni Þór Rúnarsson. Í dag kveð ég kæran vin sem fallinn er frá í blóma lífsins. Leiðir okkar lágu saman á svipuðum tíma og ég var nýfarinn að vera með eiginkonu minni Sigur- björgu. Ég man svo vel að ég var að fylgjast með Helga æfa í World Class og leit svo mikið upp til hans og hreifst af þeim styrk sem hann bjó yfir. Dag einn spurði ég konu mína hvort hún þekkti þenn- an stóra og stæðilega mann og benti á Helga. Af hverju ertu að pæla í því? spyr hún. Mig langar að vera svona. Hún brosir og seg- ir að þetta sé hann Helgi Vitta og hann sé búinn að vera í stöðinni í trilljón ár, sé Vestmanneyingur og hafi búið á Illugagötunni á ská á móti henni þegar þau voru að alast upp. Þessar upplýsingar auðvelduðu mér að stíga fyrsta skrefið og kynnast Helga. Mér leið alltaf vel í návist hans og hann var einstakur hlustandi. Í hans huga var alveg sjálfsagt að gefa sér tíma til þess að sýna mér réttu tökin og stöðurnar við lyft- ingarnar. Vinskapur okkar óx með árunum og svo fórum við að keppast við að ná sem bestum tíma upp Esjuna og unnum mark- visst í því að bæta þolið þegar sumrin nálguðust. Við ætluðum okkur að fara niður fyrir 30 mín- úturnar og það var mjög stutt í það takmark. Mér tókst einu sinni að koma Vestmanneyingnum sjálfum á skíði og var býsna stolt- ur af. Það gerðist með þeim hætti að við stóðum uppi á toppi Esj- unnar og ég spyr Helga hvort hann hafi einhvern tímann stigið á skíði en þá kom í ljós að svo var ekki. Ég sagði við hann að við yrð- um að bæta úr því og Helgi hváði við. Ég stakk upp á því við hann að við skyldum renna okkur niður á skónum, svo hölluðum við okkur bara vel aftur og brunuðum niður snjóhliðina á Esjunni. Við hlógum mikið og skemmtum okkur vel þegar við fórum niður á fleygi- ferð. Við Helgi áttum það líka sam- eiginlegt að vera utan af landi og eiga fjölskyldur á Ísafirði og í Vestmannaeyjum. Báðir áttum við reynsluna af því að geta farið þangað á tímamótum eins og á jól- um, páskum eða yfir þjóðhátíð og slakað á í faðmi foreldra okkar og stórfjölskyldu. Þar sem við áttum báðir venslafólk á Illugagötunni í Eyjum vorum við oft á sama tíma þar og gátum því átt góðar stund- ir. Við vorum oft búnir að bera saman bækur okkar þegar kom að svona tímamótum og sjá hvar við ættum samleið. Það var mér mjög dýrmætt að vita að þarna átti ég góðan vin sem ég gat hitt á gleðistundum. Helgi var glæsileg- ur maður og til mikillar fyrir- myndar. Þó að gleðin stæði sem hæst stóð hann alltaf í fæturna og ég man að í eitt skipti missti ég fótanna og þá kom vinur minn og skilaði mér samviskusamlega heim til tengdaforeldra minna Stellu og Gústa. Tengdapabbi þakkaði fyrrverandi nágranna sínum fyrir að skila tengdasynin- um heilum heim, en heimasætan svaf vært og vissi ekkert af þessu kærleiksverki. Ég mun sakna þess mjög mikið að eiga ekki fleiri stundir með Helga. Hann var góð- ur vinur og ég er afskaplega þakklátur fyrir að hafa kynnst honum. Stöðugleiki og dugnaður voru hans styrkleikar og hógvær var hann fram í fingurgóma. Ég votta fólkinu hans öllu sam- úð mína og ég veit að minningin um góðan dreng mun vera það sem helst veitir þeim styrk í sökn- uði og sorg. Kæri vinur, far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Með þökk fyrir allt sem þú varst og gafst. Hafþór Hafsteinsson. Kæri Helgi, það er mikil sorg og söknuður sem fylgir því að vita að maður mun ekki njóta samveru þinnar aftur. Eins og lífið er oft breytilegt þá var eitt sem breytt- ist aldrei, það var hinn trausti vin- skapur þinn. Vinskapur sem ein- kenndist af því að gefa af sér gott, aldrei gera kröfu um neitt nema kannski um smábros á vör. Eins og svo oft þegar maður gekk inn í ræktina okkar helsta samkomu- stað, eftir langan vinnudag þá varst þú iðulega þar til að lýsa upp daginn með þinni einstöku kímni- gáfu og hjartahlýju. Það er því ekki skrýtið að við strákarnir vor- um farnir að mæta í ræktina flesta daga ársins til að njóta fé- lagsskapar þíns. Einstakt lag þitt á að ná til fólks hef ég alltaf litið aðdáunaraugum, hvernig þú tal- aðir við ókunnugt fólk eins og um fjölskyldumeðlim væri að ræða. Þú áttir góða að og talaðir af mik- illi hlýju um fjölskyldu þína úr Vestmannaeyjum og jafnframt Sæunni og Leu. Maður fékk ósjaldan að heyra þig í hlutverki ábyrgðarfulla pabbans, ræða um uppeldisatriði í tengslum við litlu prinsessuna þína þegar hún var yngri og hvernig Sæunn studdi þig hvert fótmál. Aldursmunur Helgi Berg Viktorsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.