Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 47
áhyggjuefni hvar við ættum að borða í hádeginu, finna ástæðu til að útrétta. Við gátum rætt saman um alla heima og geima. Þrátt fyrir að á milli okkar væru mörg ár í aldri þá skyggði það aldrei á vináttu okkar. Sigga, þú varst kjarnakona og gegndir mörgum hlutverkum, þú varst móðir fjögurra barna, fóst- urmóðir, eiginkona, vinkona, for- stöðuþroskaþjálfi í starfi með mannahald, rekstur og ráðgjöf. Mörg verkefni dreif á daga þína og mörg þeirra voru þér kröfuhörð og erfið. Alltaf náðir þú að standa af þér mótvindinn. Ég man eins og það hafi verið í gær þegar ég fékk hringingu frá þér og þú sagðir að fundist hefði krabbamein í brjóstinu á þér og þú þyrftir að fara í meðferð, þrátt fyrir að það hafi verið fyrir rúmu ári. Þú varst jákvæð og bjartsýn eins og alltaf og ætlaðir þér að sigra þetta verkefni eins og mörg önnur sem þú þurftir að vinna með á lífsleið þinni. Ég trúði því líka þá og var vongóð. En þegar ég hitti þig í haust kom upp hræðsla hjá mér vegna fyrri reynslu minnar af sama sjúkdómi. Hræðsla um að þessi eigingjarni og erfiði sjúkdómur myndi ná að sigra baráttu þína eins og baráttu móður minnar fyrir 17 árum. Elsku Sigga, nú hefur þú feng- ið hvíld frá meinum þínum. Þín verður sárt saknað en eftir sitja margar góðar minningar sem fylgja mér þar til við hittumst á ný. Ég er þér ævinlega þakklát fyrir það veganesti sem þú gafst mér, án þess væri ég ekki á þeim stað sem ég er á í dag. Góði guð, gefðu fjölskyldu Siggu styrk til að vinna á sorg sinni og kraft til að takast á við komandi framtíð. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Þín vinkona, Margrét Arna Eggertsdóttir. Örlög eru ekki í okkar höndum, þau eru eitthvað sem við ekki allt- af skiljum, sérstaklega þegar fólk í blóma lífsins er tekið frá okkur. Eftir að Sigga kvaddi okkur hefur hugurinn reikað og óteljandi minningar komið upp í hugann enda af nógu að taka þar sem leið- ir okkar hafa legið saman í þrjátíu ár. Við kynntumst fyrst er við unnum saman í frystihúsi í smá- tíma og seinna unnum við saman í Öldunni. Við áttum margt sam- eiginlegt þrátt fyrir að mér fynd- ist hún svo fullorðin, átti tvö lítil börn, Dísu á öðru ári og Nonna pínulítinn. Á einhverjum tíma datt okkur í hug að við gætum alveg prjónað og saumað, ekki var það allt fal- legt í upphafi en áfram héldum við þó og verkin urðu fallegri með tímanum. Sigga hafði áhuga á öllu handverki og prjónaði hún dúka og litlar dúkkur sem voru með litla hatta, á litlu höttunum var blóm og á þessu litla blómi sat kannski pínulítil býfluga, ásamt öllu því sem hún gerði handa krökkunum sínum. Sigga fékk svo brennandi áhuga á bútasaum og var hún ekki lengi að smita þeirri bakteríu áfram, hún sendi mér lítil umslög með pínulitlum bútum og vísbendingum. Úr þessu varð lítill dúkur sem núna á sérstakan stað, mikið erum við búnar að sauma síðan þá, spá og spekúlera með vinkonum okkar Siggu og Helgu. Snemma í vor ákváðum við að fara saman í saumabústað allar fjórar fyrstu helgina í október, ekki komst Sigga með okkur en lagði hart að okkur að halda okkar striki, þeg- ar litið er til baka er þessi helgi okkur svo dýrmæt, Sigga var með okkur í huga og hjarta. Sigga hafði skemmtilegan húmor, við gátum setið og hlegið og hlegið af litlu tilefni, á tímabili voru dætur okkar mjög svangar ef við Sigga vorum að spjalla, gátu borðað endalaust við eldhús- borðið til að missa ekki af neinu. Sigga hafði til að bera mikla hjartahlýju og manngæsku sem hún miðlaði af til allra sem henni kynntust. Hún kenndi mér svo margt og stelpunum mínum líka, það er henni mikið að þakka að þær hafa valið sér það nám og starf sem þær stunda nú. Hún eignaðist fjölmarga vini á lífsleið- inni svo núna eiga margir um sárt að binda, fólk laðaðist að henni þar sem alltaf var skemmtilegt í kringum hana og öllum leið vel í návist hennar. Elsku Dísa, Nonni, Hafsteinn og Valgeir, þegar sárasta sorgin er liðin hjá sitja eftir ljúfar minn- ingar um góða móður sem munu verma hjörtu ykkar um alla fram- tíð. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar allrar. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Guð blessi minningu þína, elsku Sigga, og takk fyrir allt. Ágústa Guðmarsdóttir. Elsku Sigga vinkona mín. Nú ertu farin frá okkur allt of fljótt og við áttum eftir að gera svo margt saman. Ég man svo vel þegar leiðir okkar lágu saman, það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Við hittumst fyrir 13 ár- um hjá SMFR, þar sem við vorum samstarfsfélagar þangað til ég hvarf til annarra starfa árið 2009. Góð vinátta var okkar á milli al- veg frá upphafi og áttum við margar skemmtilegar stundir saman, bæði tengdar vinnu og ut- an hennar. Við áttum mörg sam- eiginleg áhugamál og var búta- saumur ofarlega á þeim lista. Þú kenndir mér og Siggu Dan þessa list og varst svo þolinmóð þegar þetta sneri eitthvað öfugt í hönd- unum á mér í byrjun. Við vorum duglegar að búa til tilefni til að hittast og vorum sam- an í allskyns klúbbum sem við bjuggum sjálfar til. Við hétum Gæsirnar þegar við vildum monta okkur af bútasaumnum og vorum við fyrst þrjár í þessum skemmti- lega klúbbi. Seinna buðum við Gústu að vera með okkur og var hún kölluð gæsarunginn. Þú sem formaður Gæsanna skráðir okkur auðvitað í bútasaumsfélagið, við vorum jú alvöru klúbbur. Við vor- um líka saman í gáfumannafélag- inu með Siggu Dan en það voru fáir sem vissu af því félagi aðrir en fjölskyldumeðlimir okkar sem fannst við nokkuð góðar með okk- ur að þykjast vera svo gáfaðar og vildu ólmir hlusta á gáfulegar um- ræður. Elsku hjartans vinkona, inni- legar þakkir fyrir allt sem þú gafst mér. Það verður erfitt að heyra ekki í þér og geta ekki spjallað um okkar sameiginlegu áhugamál, okkar dýpstu pæling- ar, vandamál samfélagsins og bara allt sem var að gerast í lífi okkar þá stundina. Megi minning þín lifa í hugum okkar um alla ei- lífð. Elsku Dísa, Nonni, Hafsteinn, Valgeir og fjölskyldan öll, missir ykkar er mikill. Megi góður guð gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Þín vinkona, Helga. Elsku vinkona mín er látin langt um aldur fram. Það er óend- anlega sárt og erfitt að þurfa að horfast í augu við ótímabært and- lát hennar. Sigga var stórbrotin persóna í víðasta skilningi þess orðs. Lífsverkefni hennar og áhuga- mál voru fjölmörg og fjölbreytt og ótrúlegt hvað hún komst yfir að gera. Hún hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum, hafði ríka réttlætiskennd og var stór- kostlegur húmoristi og gleðigjafi. Ég var svo lánsöm að eiga hana að vini og samstarfsfélaga í hart- nær 20 ár og vorum við nánast í daglegum samskiptum þann tíma. Þau voru ófá samtölin og „fundirnir“ sem við áttum til að kryfja hin ýmsustu mál, ráða ráð- um okkar og finna lausnir á þessu öllu. Mikið á ég eftir að sakna þessara samtala og skoðana- skipta. Þær voru líka margar gæða- stundirnar okkar við búta- saumsstúdíuna hvort sem við strukum efnum og dáðumst að lit- unum eða skoðuðum munstur og lögðum á ráðin um það hvaða verkefni væru næst á dagskrá. Sigga var formaður í litla sauma- hópnum okkar, Gæsunum, sem við vorum í ásamt Helgu og Gústu. Það var löngu ákveðið að saumahelgin okkar yrði fyrstu helgina í október og stefndi hún að því að fara með okkur en því miður auðnaðist henni það ekki. Henni var samt mjög umhugað um að við héldum okkar striki og breyttum ekki áformum okkar þrátt fyrir að hún kæmist ekki með. Það er þyngra en tárum taki að þurfa að sitja og skrifa minning- arorð um konu sem hefði átt að eiga marga áratugi ólifaða og ég er svo sammála litlu nöfnu hennar og dótturdóttur sem sagði á dög- unum að lífið væri stundum ósanngjarnt. Tilvera okkar missir lit við and- lát Siggu og brotthvarf hennar er mikill missir fyrir stóran hóp fólks því hún snerti líf svo margra. Þeir eru því ófáir sem þessa dagana strjúka tár af kinn vegna fráfalls hennar. Um leið og ég kveð elsku vin- konu mína með hjartans þakklæti fyrir samfylgdina votta ég börn- um hennar, foreldrum og fjöl- skyldunni allri mína dýpstu sam- úð. Þeirra missir er mestur og óbætanlegur. Guð blessi minningu hennar. Sigríður Daníelsdóttir. Ástsæll samstarfsmaður og vinur, Sigríður Ágústa Jónsdótt- ir, er látin langt fyrir aldur fram. Hún barðist hetjulega við brjósta- krabbamein í rúmt ár. Það er mjög í anda hennar sjálfrar að úr því hún þyrfti að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómnum væri gott að deyja í þeim mánuði sem við helg- um baráttunni við brjóstakrabba- mein. Sigga Jóns kom til starfa hjá félagsþjónustu Reykjanes- bæjar þegar málaflokkur fatlaðs fólks fluttist frá ríkinu til sveitar- félaganna. Hún ásamt nöfnu sinni, Siggu Dan., kom með ferskan blæ inn í góðan starfsmannahóp, ekki bara hjá félagsþjónustunni, heldur bæjarskrifstofunni í heild. Það var okkur hjá Reykjanesbæ mik- ill fengur að fá þær stöllur til starfa í þessum stóra og um margt flókna málaflokki. Þær litu á vinnustaðinn sem einn og þá skipti engu hver vann hjá hvaða sviði. Það er erfitt að tala um aðra þeirra sem samstarfsmann án þess að hin fylgi með, þær voru það nánar bæði í orði og á borði og veit ég að nafna hennar hefur ávallt viljað trúa því að hún næði bata og kæmi aftur í stólinn á móti henni. Sigga Jóns var mikill fagmaður og gerði kröfur til sjálfrar sín sem og annarra um vönduð og manneskjuleg vinnu- brögð. Hún var fjölhæf og kunni því vel að gerðar væru kröfur til hennar að hugsa út fyrir „ramm- ann“. Hún var mikill „töffari“ og fljót að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni og kunni ekki síst að gera góðlátlegt grín að sjálfri sér. Hún var hrókur alls fagnaðar og það varð strax sjálfgefið að hún sæi um skipulag skemmtilegheita í hópnum þegar svo bar við. Sigríður Ágústa Jónsdóttir lést 10. október sl. Hennar er og verð- ur sárt saknað á vinnustaðnum. Við vottum aðstandendum öll- um innilega samúð. Fyrir hönd samstarfsfólksins hjá félagsþjónustu Reykjanes- bæjar og á bæjarskrifstofunni, Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri. Inn kemur glæsileg kona, sem býður sköruglega góðan daginn. Það gustar af henni lífsgleðin og krafturinn, Sigga Jóns er mætt. Hún starfaði með okkur á Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra til margra ára eða þar til skrifstofan var lögð niður í lok árs 2010. Það er okkur öllum mikið áfall að þurfa að kveðja Siggu okkar allt of snemma. Þegar við minnumst samveru- stundanna hvort sem er við vinnu, skemmtanir eða ferðalög kemur upp í huga okkar húmorinn, hlýj- an og jákvæð sýn hennar á lífið. Sigga Jóns var góður vinnufélagi, traust, fagleg og gekk óhikað til verka. Við munum eftir flottum inn- komum á árshátíðum, með Siggu fremsta í flokki Suðurnesja- manna, meðal annars sem „men in black“, nunnurnar, nagandi blýanta og svo framvegis. Alltaf með flotta texta og bestu skemmtiatriðin. Okkur er minn- isstæð vinnuferð til Boston, þar sem farið var í búðarferð í blæju- bíl að kaupa merkjavöru og Sigga var vel undirbúin með lista yfir merkin sem hún ætlaði að kaupa. Um kvöldið var rúntað um borg- ina í limósínu og skálað í freyði- víni enda var allt sem hún gerði gert með stæl. Í bleikum októbermánuði kveðjum við góða vinkonu og sendum innilega samúðarkveðju til ástvina hennar. Við endum minningu okkar á orðum spá- mannsins Kahlils Gibrans sem segir meðal annars um sorgina: „Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinn- ar, var oft full af tárum. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Kveðja frá gömlum vinnufélög- um á skrifstofu SMFR (smurfar- ar), Sigríður Kristjánsdóttir. MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Margrét Al- bertsdóttir ✝ Margrét Al-bertsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 20. maí 1926. Hún lést 19. október 2012. Margrét var jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju 26. október 2012. Gústaf Bjarki Ólafsson. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar bróður míns og frænda okkar, RAGNARS ÁGÚSTSSONAR, Halakoti, Vatnsleysuströnd. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir frábæra umönnun og hlýhug í veikindum hans. Magnús Ágústsson, Guðfinna Guðmundsdóttir, Kjartan Egilsson, Ragnar Már Kjartansson, Hlynur Örn Kjartansson, Tara Pétursdóttir, Natalía Marín Hlynsdóttir, Pétur Ragnar Hlynsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU PÉTURSDÓTTUR, Hraunbúðum, áður Garðshorni, Brimhólabraut 14, Vestmannaeyjum, sem lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 4. október. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalarheimilinu Hraunbúðum og sjúkrahúsi Vestmannaeyja fyrir alúð og ein- staka umönnun. Matthías Sveinsson, Kristjana Björnsdóttir, Stefán Pétur Sveinsson, Matthildur Sveinsdóttir, Sævar Sveinsson, Hólmfríður Björnsdóttir, Halldór Sveinsson, Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir, Ómar Sveinsson, Margrét Eyjólfsdóttir, Cassandra C. Siff Sveinsdóttir, barnabörn, makar og fjölskyldur þeirra. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR GUÐJÓNSSON frá Eyri, Ingólfsfirði, Nýbýlavegi 80, Kópavogi, sem lést mánudaginn 22. október, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 2. nóvember kl. 13.00. Ólafur Ingólfsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Lára Ingólfsdóttir, Jón Leifur Óskarsson, Sigurður Ingólfsson, Ingunn Hinriksdóttir, Halldór Kr. Ingólfsson, Hrönn Jónsdóttir, Guðjón Ingólfsson, Harpa Snorradóttir, Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir, Guðmundur Jóhann Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Djúpadal, Sauðármýri 3, Sauðárkróki, sem andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki fimmtudaginn 18. október verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 30. október kl. 14.00. Rögnvaldur Gíslason, Eiríkur Rögnvaldsson, Guðrún Ingólfsdóttir, Nanna Rögnvaldardóttir, Guðrún Rögnvaldardóttir, Bjarni Þór Björnsson, Sigríður K. Rögnvaldsdóttir, Þórir Már Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG OTTÓSDÓTTIR, Laugarnesvegi 87, Reykjavík, sem lést að morgni mánudagsins 22. október, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 30. október kl. 13.00. Guðjón Eyjólfsson, Eyjólfur Guðjónsson, Ottó Guðjónsson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Karólína Guðjónsdóttir, Áslaug Guðjónsdóttir, Steinþór Pálsson, Gunnar Guðjónsson, Marta Svavarsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.