Morgunblaðið - 27.10.2012, Síða 8

Morgunblaðið - 27.10.2012, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Hér var það nefnt í fyrradagað stjórnvöld hefðu tak- markaðan skilning á tengslum hækkandi skatta og aukins vilja almennings til að víkja sér undan skatti. Sama dag staðfesti Jó- hanna Sigurð- ardóttir þessi orð í umræðum á þingi.    Ragnheiður ElínÁrnadóttir spurði Jóhönnu út í aukna svarta at- vinnustarfsemi, hvort hún hefði áhyggjur af henni, hvernig hún hygð- ist bregðast við og hvort hún teldi skattahækkanir ríkisstjórnarinnar til þess fallnar að uppræta vandann.    Jóhanna svaraði því til að skrif-uð hefði verið skýrsla um svarta atvinnustarfsemi fyrir nokkrum árum þar sem ýmsar til- lögur til úrbóta hefðu verið lagð- ar fram og hún héldi að „þá skýrslu ætti að skoða ítarlega og sjá hvort ekki sé þar eitthvað sem enn megi hrinda í framkvæmd“.    Þá sagðist hún telja að „fjölgaþurfi í skatteftirlitinu“, því að það hefði „verið reiknað út að það skilar sér margfalt til baka“.    Að skattahækkanir ríkisstjórn-arinnar hefðu nokkuð með aukin undanskot að gera taldi Jó- hanna augsýnilega fráleitt.    En fyrst lausnin felst í því aðfjölga í skatteftirlitnu og sá kostnaður fæst „margfalt til baka“, er þá ekki sjálfsagt að slá tvær flugur í einu höggi; ráða alla atvinnulausa í skatteftirlit og troðfylla fjárhirslur ríkisins af skattfé? Jóhanna Sigurðardóttir Einföld lausn STAKSTEINAR Ragnheiður Elín Árnadóttir Veður víða um heim 26.10., kl. 18.00 Reykjavík 1 rigning Bolungarvík 6 alskýjað Akureyri -1 alskýjað Kirkjubæjarkl. 0 snjókoma Vestmannaeyjar 2 alskýjað Nuuk 3 skúrir Þórshöfn 4 skýjað Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 skýjað Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki -2 léttskýjað Lúxemborg 6 skúrir Brussel 5 skúrir Dublin 5 skýjað Glasgow 6 léttskýjað London 7 alskýjað París 10 alskýjað Amsterdam 6 heiðskírt Hamborg 3 heiðskírt Berlín 6 heiðskírt Vín 8 alskýjað Moskva 0 heiðskírt Algarve 20 léttskýjað Madríd 17 léttskýjað Barcelona 17 þrumuveður Mallorca 21 léttskýjað Róm 18 skúrir Aþena 21 heiðskírt Winnipeg -1 skýjað Montreal 17 heiðskírt New York 16 alskýjað Chicago 5 skýjað Orlando 27 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:57 17:27 ÍSAFJÖRÐUR 9:13 17:21 SIGLUFJÖRÐUR 8:56 17:04 DJÚPIVOGUR 8:29 16:54 Slagdagurinn 2012 verður haldinn í Kringlunni, Smáralind og á Gler- ártorgi í dag frá kl. 13 til 16. Dag- urinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2005 í tengslum við Alþjóðlega slagdaginn sem er 29. október. Það er félagið Heilaheill sem stendur fyrir deginum og í ár er hann tileinkaður gáttatifi og er fólk hvatt til að þekkja púlsinn sinn. „Núna tök- um við fyrir hjartað, tengslin á milli óreglulegs hjartsláttar sem getur leitt til þess að það komi tappi upp í heila og maður fái slag,“ segir Þórir Steingrímsson, formaður Heila- heillar. „Slag er samheiti yfir öll þessi áföll; blóðtappa, blæðingu eða súrefn- isþurrð af einhverju tagi sem veldur skaða eða skemmdum á heila. Það eru ýmsir áhættuþættir sem geta leitt til slags, t.d. blóðþrýstingur, kól- esteról og ólifnaður.“ Þórir segir að á Slagdaginn verði hjúkrunarfræðingar, læknar og fólk sem hefur fengið slag á áður upp- töldum stöðum, ræði við gesti og gangandi og veki athygli á áhættu- þáttum er leiða til slags. „Við dreifum bæklingi um tenginguna á milli gáttatifs og slags. Þá bjóðum við fólki blóðþrýstingsmælingu. Það hefur komið fyrir einu sinni eða tvisvar að við höfum þurft að senda fólk beint á spítala eftir þá mælingu. Þá verðum við með bækling um offitu og mál- band sem við gefum fólki til að mæla á sér mittið.“ Mikilvægt er að fólk þekki púlsinn sinn til að geta áttað sig á einkennum gáttatifs. Mælt er með að fólk taki púlsinn í 60 sekúndur einu sinni í mánuði til að athuga hvort það er með gáttatif. Það getur dregið veru- lega úr hættunni á slagi. ingveldur@mbl.is Fólk hvatt til að taka púlsinn Heilsa Blóðþrýstingur mældur. Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Ég opna kosningaskrifstofu mína á laugardaginn 27. okt. kl. 12 í húsnæði Kraftvéla, Dalvegi 6-8 í Kópavogi. Allir velkomnir í kaffi og létt spjall. Jón Gunnarsson alþingismaður býður sig fram í 2. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.