Morgunblaðið - 02.11.2012, Page 4

Morgunblaðið - 02.11.2012, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 Neyðarkall björgunarsveitanna, sem seldur verður í fjáröflunarskyni um helgina, er leitar- og björgunarkafari. Guðjón Sigurður Guðjónsson, leitar- og björgunarkafari og slökkviliðsmaður, fór af því tilefni í búninginn og setti á sig grænar blöðkur – rétt eins og Neyð- arkallinn. „Ég hef verið kafari hjá björgunar- sveitunum síðan 1988 og er yfirleiðbein- andi í björgunarköfun hjá Björg- unarskólanum,“ sagði Guðjón. Hann er einnig kafari hjá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins auk þess að sinna slökkvi- störfum. Guðjón er í björgunarsveitinni Ársæli sem starfar á Seltjarnarnesi og í Reykjavík. Hún sinnir leit og björgun allt frá hafsbotni og upp á hæstu fjöll. Guðjón sagði það vera mjög misjafnt á milli ára hvað leitar- og björgunarkaf- arar fengju mörg útköll. Oftast væri um að ræða leit að týndu fólki. Það væri einnig áramunur á því margir vildu læra leitar- og björgunarköfun í Björg- unarskólanum. „Við kennum ekki köfun sem slíka heldur kennum við nokkuð vönum köf- urum að leita í vatni,“ sagði Guðjón. „Við tökum kafarana í stíft námskeið í leitar- aðferðum. Eftir það geta þeir unnið í leitarhópi.“ Venjulega er miðað við að um fimm manns séu í leitarhópi. Þeir skiptast á um að kafa og eru með línu og fjarskipti við þá sem eru ofansjávar. Ör- yggiskafari er alltaf til taks. Yfirleitt eru allir í hópnum vanir kafararar. En hvað þarf maður til að verða leitar- og björg- unarkafari? Guðjón sagði að flestir gætu lært sportköfun en það þyrfti meiri þekkingu og grunnnám björgunarfólks til að sinna leit og björgun í vatni. „Maður má ekki fá innilokunarkennd. Margir fyllast henni þegar þeir eru komnir í búnaðinn og í vatn í lélegu skyggni. Einnig þarf maður að geta jafn- að þrýsting út í eyru,“ sagði Guðjón. Það geta ekki allir gert í vatni. Margir flug- farþegar kannast við helluna sem þeir fá í lendingu eða flugtaki flugvélar. Það sama gerist hjá köfurum. Sumir grípa fyrir nasirnar og blása út í nefið. Öðrum dugar að kyngja til að jafna þrýstinginn. gudni@mbl.is Neyðarkall til fólksins  Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna hafin Morgunblaðið/RAX Ýtt úr vör Söfnunin hófst með því að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og kona hans, Dorrit Moussaieff, keyptu tvo Neyðarkalla í Smáralind. Ljósmynd/Kristján Maack Neyðarkallinn er kafari Guðjón Sigurður Guðjónsson kennir leitar- og björgunarköfun í Björgunarskólanum. Hæstiréttur hef- ur staðfest tveggja ára fangelsisdóm yf- ir karlmanni á þrítugsaldri. Hann var dæmdur í Hér- aðsdómi Norð- urlands eystra fyrir að hafa nauðgað konu á Akureyri í júní fyrra. Jóhann Ingi Gunnarsson var sakfelldur fyrir að hafa nauðgað konunni eftir samkvæmi og not- fært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Dómurinn gerði honum að greiða konunni eina milljón króna í miskabætur. Þá þarf Jó- hann Ingi að greiða áfrýjunar- kostnað málsins, alls tæpar 1,2 milljónir króna. Staðfestir dóm vegna nauðgunar Hæstiréttur stað- festi í gær dóm yfir konu á þrí- tugsaldri sem dæmd var í fimmtán mánaða fangelsi í Hér- aðsdómi Reykja- víkur fyrir að hafa flutt inn kókaín frá Spáni. Hún var sakfelld fyrir að hafa lagt á ráðin um að flytja inn samtals rúm 464 grömm af kókaíni í ágóða- skyni. Konan, sem fædd er árið 1989, neitaði allri sök í málinu en héraðs- dómur taldi framburð hennar afar ótrúverðugan. Refsing hennar var því staðfest af Hæstarétti en gæslu- varðhald sem hún sætti dregst frá þeim tíma sem hún þarf að afplána. Flutti inn kókaín frá Spáni í ágóðaskyni Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Heimilið nefnist nýtt búsetuform sem ætlað er einstaklingum og sam- búðaraðilum sem þurfa umfangs- mikla heimaþjónustu. Heimilið verð- ur í einkarekstri og er því ætlað að þjónusta ólíka aldurshópa sem þurfa á aðstoð að halda. Félagið sem sér um reksturinn heitir Sinnum ehf. Framkvæmda- stjóri þess er Ásta Þórarinsdóttir. Fyrirtækið er fimm ára og hefur til þessa að mestu leyti sinnt heima- þjónustu en býður nú í fyrsta skipti upp á sérstök herbergi og stúd- íóíbúðir þar sem þjónusta er veitt all- an sólarhringinn. ,,Við höfum fundið aukna eftirspurn á þessu ári. Við finnum það að margir þurfa um- fangsmikla heimaþjónustu, t.d. áður en þú ferð á hjúkrunarheimili. Þetta er nokkurs konar millistig. Þetta getur t.a.m. gagnast eldri hjónum sem eru á misjöfnum stað í lífinu og þurfa mismikla umönnun. Hinn hóp- urinn er ungt fólk sem þarf ein- hverra hluta vegna að fá þjónustu heim til sín og vill prófa að búa sjálft,“ segir Ásta. Hún þekkir ekki til þess að boðið sé upp sambærilega þjónustu fyrir ólíka aldurshópa á Íslandi. „Eitt af því sem fólk hefur talað um að sig vanti er félagsskapur. Við erum með mikið af sameiginlegu rými þar sem fólk getur talað saman. Svo erum við líka með um 25 fermetra herbergi og ef fólk vill dvelja þar án þess að hafa samskipti við aðra þá er það hægt líka,“ segir Ásta. Starfsemin verður í Holtsbúð 87 sem er í eigu Páfagarðs í Róm. Í hús- inu bjuggu áður nunnur en Garða- bær leigði um hríð húsnæðið undir starfsemi elliheimilis. Engin starf- semi hefur verið í húsinu síðasta árið. Grunnverð fyrir búsetu með þjón- ustu á Heimilinu er 320 þúsund krón- ur á mánuði. Innifalin er meðal ann- ars persónuleg aðstoð tvisvar á dag og umönnun allan sólarhringinn. Hægt er að kaupa meiri aðstoð og fer verðið þá eftir „umfangi og eðli að- stoðarinnar,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Nýtt búsetuform fyrir hjálparþurfi  Heimilið býður ólíkum aldurshópum upp á umönnun  Grunnverð 320 þúsund krónur Morgunblaðið/Golli Heimilið Ásta Þórarinsdóttir kynnir starfsemi Heimilisins sem brátt tekur til starfa. Heim- ilinu er ætlað að sinna öllum þeim sem þurfa sérstaka umönnun óháð aldri þeirra. Morgunblaðið/Golli Í eigu Páfagarðs Heimilið er í húsi sem er í eigu Páfa- garðs. Þar bjuggu áður kaþólskar nunnur. Hæstiréttur hefur staðfest sex mán- aða dóm yfir manni sem réðst tví- vegis á þáverandi eiginkonu sína og barnsmóður. Maðurinn var ákærð- ur fyrir að hafa í september 2010 ráðist á konuna á heimili þeirra, rif- ið í hár hennar svo hún féll í gólfið og sparkað einu sinni hægra megin í brjóstkassa hennar. Nokkrum dögum síðar réðst hann aftur á konuna, sló hana, hótaði að drepa hana og ógnað henni með hnífi. Fékk sex mánaða dóm fyrir líkamsárás

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.