Morgunblaðið - 02.11.2012, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012
Bragi Steinarsson, fyrr-
verandi vararíkis-
saksóknari, lést að
morgni miðvikudags 31.
október, 76 ára að aldri,
eftir langvinn veikindi.
Bragi fæddist 14.
mars 1936 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru
hjónin Steinarr Stefán
Stefánsson versl-
unarstjóri og Ása Sig-
urðardóttir húsmóðir.
Bragi lauk prófi frá
Verslunarskóla Íslands
árið 1956 og síðan lögfræðiprófi frá
Háskóla Íslands með I. einkunn árið
1962. Hann fékk löggildingu sem
sækjandi opinberra mála 1965. Sam-
hliða námi starfaði Bragi á skrifstofu
Alþingis og síðar þingfréttaritari
ríkisútvarpsins, starf sem hann sinnti
samhliða aðalstarfi fram til 1972, en
margir muna eftir Braga sem þing-
fréttaritara í útvarpi um áratuga-
skeið.
Við námslok í Háskólanum var
hann ráðinn sem
fulltrúi og síðar deild-
arstjóri saksóknara
ríkisins. Bragi varð
saksóknari 1976 og
vararíkissaksóknari frá
1977 fram að starfs-
lokum árið 2003. Hann
flutti fjölda mála fyrir
ákæruvaldið í héraði og
fyrir Hæstarétti. Bragi
kenndi þjóðarrétt við
Stýrimannaskólann í
Reykjavík árin 1968-
1980. Bragi fór í fjölda
námsferða til Kaupmannahafnar þar
sem hann kynnti sér störf og úr-
vinnslu mála hjá saksóknara og sam-
ræmdi við störf saksóknara ríkisins.
Hann var í yfirkjörstjórn Reykja-
víkurkjördæmis norður frá árinu
2003.
Eiginkona Braga er Ríkey Rík-
arðsdóttir hjúkrunarfræðingur. Börn
þeirra eru Eiríkur verkfræðingur,
Björk hjúkrunarfræðingur og Stein-
arr flugstjóri.
Andlát
Bragi Steinarsson
„Má þetta án þess að tala fyrst við mann?“ segir Harpa Grímsdóttir,
hönnuður í Garðabæ, að hafi verið fyrstu viðbrögð sín þegar hún opn-
aði bréf frá forsætisráðuneytinu í fyrradag og sá að hún hafði verið
skipuð í vísinda- og tækniráð til þriggja ára.
Með skipunarbréfinu, sem er undirritað af forsætisráðherra, fylgdi
listi yfir aðal- og varamenn ráðsins. Efst voru nöfn sex ráðherra og
neðar mátti sjá að Harpa Grímsdóttir, útibússtjóri Snjóflóðaseturs
Veðurstofu Íslands á Ísafirði, var í ráðinu tilnefnd af atvinnu- og ný-
sköpunarráðherra. „Mér létti þegar ég uppgötvaði mistökin og varð
hugsað til þess ef þetta hefði verið eitthvert merkilegra plagg.“
Harpa Grímsdóttir á Ísafirði hafði ekki fengið staðfestingu á skip-
uninni í bréfi, þegar Morgunblaðið heyrði í henni í gær, en benti á að
varamaður sinn hefði fengið bréf þess efnis á mánudag. Kristján
Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri í atvinnu- og nýsköpunarráðuneyt-
inu, hefði hringt í sig fyrir um mánuði og hún hefði samþykkt að taka
sæti í ráðinu en undraðist að hafa ekki fengið skipunarbréf. „Það hlaut
að vera,“ sagði hún þegar henni var sagt að nafna hennar í Garðabæ
hefði fengið bréfið.
Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneytinu, vissi
ekki af mistökunum, þegar Morgunblaðið hafði samband í gær en
gekk strax í málið og í kjölfarið var Hörpu á Ísafirði sent skipunarbréf.
Í því kemur fram að ekki er greidd þóknun fyrir setu í ráðinu.
Má skipa mann án þess
að tala fyrst við mann?
Skipunarbréf ráðherra sent á konu í öðrum bæ
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Launakostnaður borgarinnar eykst
um u.þ.b. 3,4 milljarða á næsta ári
miðað við fjárhagsáætlun Reykja-
víkurborgar. Í greinargerð segir að
þar af nemi kostnaðaráhrif kjara-
samninga um einum og hálfum millj-
arði, gjaldfærsla lífeyrisskuldbind-
inga er um einum milljarði hærri en
á síðasta ári og sömuleiðis magn-
breytingar og önnur áhrif. Kostnað-
ur borgarinnar við laun og launa-
tengd gjöld innan A-hluta miðað við
fjárhagsáætlun fyrir næsta ár verð-
ur 41,8 milljarðar króna en var um 36
milljarðar króna árið 2008 á verðlagi
eins og það var í september 2012.
Skatttekjur aukast
um 4,8 milljarða á milli ára
Rekstrargjöld borgarinnar hækka
um 5,4 milljarða króna milli áranna
2012 og 2013. Eins og áður segir
munar um hækkandi launakostnað
en einnig segir í áætluninni að annar
rekstrarkostnaður hækki um 1,8
milljarða miðað við útkomuspá. Mið-
að við verðlag nú voru rekstrargjöld
borgarinnar árið 2008 73,8 milljarð-
ar. Á næsta ári eru gjöldin áætluð
75,4 milljarðar. Þess ber að geta að
árið 2011 færðust málefni fatlaðra á
hendur sveitarfélaganna frá ríkinu.
Skatttekjur Reykjavíkurborgar á
næsta ári verða 65,5 milljarðar eftir
framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfé-
laganna. Skatttekjur borgarinnar í
ár eru áætlaðar 60,7 milljarðar og
hækka því um 4,8 milljarða. Skatt-
tekjurnar á næsta ári verða ívið
minni en skatttekjur ársins 2008
færðar á verðlag í september 2012.
Skatttekjur borgarinnar árið 2013
verða hins vegar 10,6 milljörðum
hærri en árið 2010 miðað við verð-
lagsforsendur í síðasta mánuði. Með
færslu á málefnum fatlaðra frá ríki
til sveitarfélaga árið 2011 hækkaði
leyfilegt útsvar sveitarfélaga um 1,2
prósentur. Í upphafi árs 2011 hækk-
aði Reykjavíkurborg útsvar úr
13,03% í 14,40. Í júlí sama ár hækk-
aði útsvarið í 14,48 eða í hámarks-
hlutfall leyfilegs útsvars.
Tap í ár, afgangur á því næsta
Rekstrarniðurstaða fjárhagsáætl-
unar 2013 fyrir A-hluta gerir ráð fyr-
ir 329 milljóna króna afgangi. Út-
komuspá gerir ráð fyrir 41 milljónar
króna tapi í ár. Rekstarniðurstaða
A-hluta var jákvæð árin 2008-2010
en neikvæð 2011 um þrjá milljarða,
reiknað á núverandi verðlagi.
Forsendur fjárhagsáætlunar
Reykjavíkurborgar byggjast á þjóð-
hagsspá Hagstofu Íslands. Síðasta
spá Hagstofunnar er frá því í júlí.
Launakostnaður
borgarinnar eykst
Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir afgangi á A-hluta 2013
Yfirlit yfir tölur í rekstri borgarinnar frá 2008
Um er að ræða tölur úr A hluta, til A hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum.
Tölur er reiknaðar á verðlagi eins og það var í september 2012. (*Tölur fyrir 2013 eru skv. fjárhagsáætlun.)
Skatttekjur á verðlagi 2012
(milljarðar króna)
Rekstrartekjur samtals á verðlagi 2012
(milljarðar króna)
Laun og launatengd gjöld á verðlagi
2012 (milljarðar króna)
Annar rekstrarkostnaður á verðlagi
ársins 2012 (milljarðar króna)
Rekstrargjöld samtals á verðlagi
ársins 2012 (milljarðar króna)
Rekstrarniðurstaða á verðlagi ársins
2012 (milljarðar króna)
-0,048
-3
1,65
3,71
‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13*
2,99
30,1529,1529,4635,1
60,7
‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13*
61,3654,959,14
66,1 65,5
‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13*
70,872,5867,169,6
76,44 76,2
‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13*
38,341,6834,8833,9835,97
41,8
‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13*
28,2 30
‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13*
7075,1267,3266,1273,84
75,4
0,329
Þróun útsvars og fasteignaskatta
Tölur fyrir árið 2012 miðast við útkomuspá í fjárhagsáætlun f/2013. Tölur fyrir árið 2013 miðast við fjárhags-
áætlun f/2013. Við tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 hækkaði bæði hámarks- og
lágmarkshlutfall útsvars hjá sveitarfélögum um 1,20%. Útsvar í Reykjavík var hækkað úr 14,40% í 14,48% þann
1.7 2011. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2013.
Útsvarsprósenta í
Reykjavík (%)
A-flokkur,
íbúðarhúsnæði
Álagningsprósentur fasteignaskatta (%)
B-flokkur, opin-
berar byggingar
C-flokkur,
atvinnuhúsn. og
annað húsnæði
15,0
14,5
14,0
13,5
13,0
12,5
12,0
0,24
0,23
0,22
0,21
0,20
0,19
0,18
0,17
2,0
1,8
1,6
1,4
1,2
1,0
2,0
1,8
1,6
1,4
1,2
1,0
2008 2012 2008 2013 2008 2013 2008 2013
1,65% 1,65%
1,32% 1,32%0,214%
0,2%13,03%
14,48%
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Thelma Clausen Þórðardóttir hefur
tekið við stöðu yfirmanns stjórn-
sýslusviðs embættis Ríkislög-
reglustjóra. Thelma tekur við starfi
af Guðmundi Guðjónssyni, sem lát-
ið hefur af störfum vegna aldurs.
Thelma tók BA-próf í lögfræði í
Frakklandi og lauk meistaraprófi í
lögfræði í Háskólanum í Reykjavík.
Hún hefur starfað hjá ríkislög-
reglustjóra frá árinu 2004.
„Þetta leggst afskaplega vel í
mig. Ég tel mig heppna að fá að
vinna með þessum kraftmikla hópi
sem starfar innan lögreglunnar,“
segir Thelma í samtali við Morgun-
blaðið.
Lögreglan eflist og styrkist
Hlutfall kvenna hjá lögreglunni
var rúm 11,7% samkvæmt skýrslu
frá embætti ríkislögreglustjóra frá
árinu 2011. Þrátt fyrir það segir
Thelma lögregluna góðan vinnustað
fyrir konur. ,,Ég myndi alls ekki
segja að lögreglan væri ókvenvænn
vinnustaður,“ segir Thelma.
Stjórnsýslusvið er eitt af þremur
sviðum embættis Ríkislög-
reglustjóra. Hin sviðin eru
rekstrarsvið og löggæslu- og ör-
yggissvið. Undir stjórnsýslusvið
heyrir lögfræðideild, stoðdeild,
mannauðs- og tölfræðideild og pen-
ingaþvættisskrifstofa.
Thelma starfaði sem sumar-
afleysingamaður í lögreglunni árin
2001-2003 en hóf störf hjá embætti
ríkislögreglustjóra árið 2004.
„Þetta er sá vettvangur sem ég
valdi mér og hef afskaplega gaman
af,“ segir Thelma.
Hún segir það vissulega svo að
krefjandi sé að setjast í þessa
stöðu. Sérstaklega þegar tekið sé
mið af þeim niðurskurði sem emb-
ætti Ríkislögreglustjóra hefur mátt
sæta á undanförnum árum.
„Við höfum þurft að laga okkur
að breyttum aðstæðum. Nú liggur
fyrir Alþingi nýtt frumvarp til lög-
reglulaga. Vonandi leiða þau til
þess að lögreglan eflist og styrk-
ist,“ segir Thelma.
Engar stórar breytingar
Á stjórnsýslusviði eru ellefu
starfsmenn. Thelma á ekki von á
miklum áherslubreytingum. „Það
liggja ekki fyrir stórar breytingar
á starfseminni enda kemur stefnu-
mótun frá embættinu í heild,“ segir
hún.
Thelma Cl. Þórðardóttir ásamt Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra.
Kvenvænn
vinnustaður
Thelma Clausen Þórðardóttir hefur
verið ráðin yfirmaður stjórnsýslusviðs
hjá embætti Ríkislögreglustjóra