Morgunblaðið - 02.11.2012, Page 14

Morgunblaðið - 02.11.2012, Page 14
VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Tófan hefur breytt hegðan sinni og lífsháttum á seinni árum og þetta er ekki lengur lágfóta. Við höldum því fram sumir að við séum ekki lengur með þessa þjóðlegu íslensku tófu, hún sé orðin menguð af innfluttum dýrum,“ segir Zófonías F. Þorvalds- son, bóndi á Læk í Dýrafirði. Hann og Valdimar Gíslason, bóndi á Mýr- um, skipuleggja sólarhringsvakt gegn tófunni og öðrum vargi á við- kvæmasta tíma æðarvarpsins. Heimildarkvikmynd sem gerð var um baráttu þeirra við refinn hefur farið víða. „Þegar þú ert með skólaverkefni er ekki víst að það nái út fyrir prófið. Ég vissi því ekki hvað ég var að fara út í,“ segir Haukur Sigurðsson um heimildarkvikmyndina Skolliales sem er hluti af meistaranámi hans í mannfræði við Háskólann í Tromsø. Hún hefur fengið óvænta athygli er- lendis. Æðarbændurnir og þeirra lið kalla sig herráðið. Það vakir yfir æð- arvarpinu tæpa tvo mánuði á ári til að verja það fyrir refnum og gengur þá á ýmsu. Zófanías segir að fjórir til fimm séu á vakt á hverri nóttu og ef það komi sérlega erfiður refur geti þurft að fjölga um annað eins. „Þetta er orðið miklu meira mál en var áður fyrr, á meðan refnum var haldið í skefjum. Maður sá kannski tófu þriðja hverju nótt, ekki þrjár á nóttu eins og nú,“ segir Zófanías. Þá segir hann að menn séu heldur ekki óhult- ir um hábjartan daginn, í hitteðfyrra hafi til dæmis komið bæði hádeg- ismóri og hádegismóra. Það sé breyting frá því sem áður var. Skylda að koma með vísu Þrátt fyrir þessa öflugu vakt her- ráðsins gerist það allt of oft að tóf- unni takist að lauma sér inn í æðar- varpið, sérstaklega nái hún að naga úr jaðrinum á Mýrum. „Þetta eru hugrenningar um ref- inn og baráttu bændanna við hann, hefðir þeirra og siði sem oft eru í skrítari kantinum,“ segir Haukur um myndina. Nefnir hann að eftir hverja næturvakt þurfi vaktmað- urinn að skila af sér einni vísu á herráðsfundi klukkan sex um morg- uninn. Ef refur hafi verið skotinn á svokölluðu smjörkökusvæði sé heit smjörkaka með morgunkaffinu, ann- ars ekki. Haukur er að ljúka meistaranámi í sjónrænni mannfræði við Háskól- ann í Tromsø í Noregi. Heimildar- myndin gildir sem helmingur af lokaverkefni og ritgerðin sem hann skilaði í vikunni gildir jafnmikið. Myndina sýndi Haukur einu sinni í heimabæ sínum, Ísafirði, sl. sumar. Þangað komu æðarbændurnir úr Dýrafirði og fleira fólk, raunar um 140 gestir sem kom honum mjög á óvart. Zófonías var meðal bíógesta og leist vel á. „Ég held að þetta hafi lukkast vel hjá honum.“ Myndin hefur vakið áhuga víðar. Haukur fór með hana á kvikmynda- hátíðir í Sviss og Rúmeníu fyrr í þessum mánuði og hefur verið boðið að fara á hátíð í Murmansk í nóv- ember. Haukur segir að æðarbændurnir séu skemmtilegir persónuleikar og það haldi myndinni uppi. Þá nefnir hann til skýringar á áhuga útlend- inga að æðarræktin sé séríslenskt fyrirbæri. Fuglinn sé frjáls og gefi af sér dúninn en fólk sé vanara því að sofa með sængur og kodda með fjöðrum sem plokkaðar séu af stríð- öldum gæsum. „Myndin sýnir þetta samband á milli æðarfuglsins, mann- anna og refanna,“ segir Haukur. „Ætli það sé ekki að gera fleiri myndir, það væri ekki leiðinlegt,“ segir Haukur þegar hann er spurður um áhugamálin að námi loknu. Herráð vaktar æðarvarpið Herráðsfundur Þeir fá sér kaffisopa og gefa skýrslu eftir annasama nótt, Jón Gíslason frá Mýrum, Zófonías F. Þorvaldsson, bóndi á Læk, og Valdimar Gíslason, bóndi á Mýrum. Erfitt er að verja æðarvarpið fyrir tófunni.  Heimildarkvikmynd um baráttu æðarbænda í Dýrafirði við refinn fer víða  Skylda að koma með vísu á morgunfund í herráðinu og smjörköku þegar við á Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Mannfræði Haukur Sigurðsson er að ljúka meistaranámi. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 Guðrún Erlings- dóttir varaþing- maður og heilsu- meistaranemi býður sig fram í 2.-3. sæti í rafrænu flokksvali Sam- fylkingarinnar sem fram fer í Suðurkjördæmi 16.- 17. nóvember nk. Guðrún er búsett í Vest- mannaeyjum og hefur helgað verkalýðsbaráttunni starfskrafta sína og verið virk í sveitarstjórnar- og félagsmálum. Hún tók sæti sem varaþingmaður á Alþingi í október 2009. Þá er hún stjórnarformaður Viðlagatrygg- ingar Íslands, ásamt setu í fleiri nefndum. Guðrún leggur m.a. áherslu á réttlátt þjóðfélag þar sem raun- verulegur jöfnuður ríkir. Einnig leggur hún áherslu á að hlúð sé að matarkistu og fyrirtækjum Suður- kjördæmis til sjávar og sveita, segir í tilkynningu. Býður sig fram í 2-3. sæti í flokksvali Willum Þór Þórs- son, framhalds- og háskólakennari, gefur kost á sér í 1. sæti á framboðs- lista Framsóknar- flokksins í Suð- vesturkjördæmi vegna alþingiskosninga nú í vor. Helstu áherslumál Willums eru þau sem snerta fjölskylduna og skulda- vanda heimilanna, atvinnumál, mennta- og íþróttamál. Willum Þór er menntaður rekstr- arhagfræðingur auk þess að vera með kennsluréttindi frá HÍ. Hann hefur starfað við kennslu í MK og HR síðustu ár ásamt því að vera þjálfari í knattspyrnu. Willum er gamalgróinn Kópavogsbúi og hef- ur verið á lista Framsóknarflokks- ins við bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi auk þess sem hann sat um tíma í stjórn Sparisjóðs Kópa- vogs. Eiginkona Willums er Ása Brynj- ólfsdóttir lyfjafræðingur og eiga þau fimm börn. Býður sig fram í 1. sæti hjá Framsókn Hæstiréttur gagnrýnir harðlega vinnubrögð Landsbankans þegar bankinn veitti árið 2007 starfsmanni sínum lán til íbúðarkaupa. Í greiðslu- mati sem lagt var til grundvallar lán- tökunni kom fram að greiðslugeta mannsins var þannig að hann myndi ekki geta efnt skuldbindingar sínar. Til tryggingar láninu fékk maður- inn lánsveð hjá tengdaforeldrum sín- um. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að veðheimildin skuli tak- markast við 6,5 milljónir, en ekki 13 milljónir eins og Landsbankinn gerði kröfu um. Tengdaforeldrarnir kröfðust þess hins vegar að veðheim- ildin yrði ógilt. Tók 49 milljóna króna lán Þegar lánið var veitt var maðurinn starfsmaður Landsbankans, en hann starfaði sem gjaldeyrismiðlari á verðbréfasviði. Maðurinn tók erlent lán til 20 ára upp á 35,6 milljónir og einnig annað lán upp á 13 milljónir til fimm ára, en það lán var kúlulán sem greiða átti með einni afborgun. Lán- in voru öll í erlendri mynt. Tengdaforeldrar mannsins undir- rituðu skjöl um lánsveð en þau upp- lýstu í skýrslum fyrir dómi að það hefðu þau gert án þess að lesa skjölin eða kynna sér sérstaklega efni þeirra að öðru leyti en því að þau hefðu séð ritað á „niðurstöður fast- eignalánamats“ orðin: „Fjármögnun telst takast“. Þau hafi treyst bank- anum og talið efni skjalanna rétt og í samræmi við staðreyndir. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að þrátt fyrir að í skjali, sem bar yfir- skriftina: „Niðurstöður fasteigna- lánamats“, segi að fjármögnun hafi tekist segi þar jafnframt að áætluð greiðslugeta að teknu tilliti til skulda sé neikvæð um 91.693 krónur á mán- uði. Jafnframt segir í texta með skjalinu: „Ef áætluð greiðslugeta að teknu tilliti til skulda er neikvæð (-) merkir það að greiðandi getur ekki efnt fjárskuldbindingar sínar.“ Þrátt fyrir þetta var lánið veitt. Fékk lán þótt hann stæðist ekki greiðslumat

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.