Morgunblaðið - 02.11.2012, Side 31

Morgunblaðið - 02.11.2012, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 ✝ Ingólfur Guð-jónsson fæddist á Eyri við Ingólfs- fjörð 28. júní 1920. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 22. október 2012. Foreldrar hans voru Guðjón Guð- mundsson, hrepp- stjóri á Eyri við Ingólfsfirð, Árnes- hreppi, f. 5.2. 1890, d. 8.11. 1971 og kona hans, Sig- ríður Halldórsdóttir, f. 22. 5.1890, d. 26.8. 1961. Systkini Ingólfs voru Ingibjörg, f. 1913, d. 1980, Anna, f. 1915, d. 1996 og Gunnar, f. 1917, d. 2011. Ingólfur giftist 9.3. 1946 Ingi- björgu Halldórsdóttur, f. 8. des- ember 1926, d. 30. október 2011. Foreldrar hennar voru Halldór Júlíusson, sýslumaður í Stranda- sýslu, f. 29.10. 1877, d. 4.5 1976, og kona hans Lára V. Helgadótt- ir, f. 5.12. 1895, d. 4.2. 1971. Börn Ingólfs og Ingibjargar eru 1) Lára V., f. 13.6. 1946, gift Jóni L. Óskarssyni, synir þeirra eru Óskar, kvæntur Önnu Ólafs- dóttur, eiga þau fjögur börn; Birkir, maki Malin Erikson, eiga þau tvö börn; Orri. 2) Sigurður, f. 31.10. 1947, maki Ingunn Hin- Ingólfsfjörð. Hann fór sem ung- ur til Reykjavíkur þar sem hann stundaði sjósóknir. Hann var við vélstjórnarnám í tvo vetur hjá Fiskifélagi Íslands. Síðan settist hann að á æskustöðvunum á Eyri, þar sem hann byggði hús fyrir fjölskyldu sína. Frá árinu 1943 starfaði Ing- ólfur við uppbygginu síldarverk- smiðju á Eyri og í framhaldinu sem vélstjóri og vaktformaður í henni á meðan hún var starf- rækt, eða til ársins 1951. Árið 1954 festi Ingólfur ásamt Gunnari bróður sínum kaup á mótorbátnum Guðrúnu ST 22, sem gerður var út til póstferða á Húnaflóa og til fiskveiða og þá einkum til rækjuveiða. Ingólfur var skipstjóri og sótti sjóinn á Guðrúnu. Hann ásamt fleirum stofnaði og byggði upp rækju- vinnslu á Eyri, sem starfrækt var til ársins 1971. Frá Eyri nytj- aði hann einnig rekahlunnindi, gerði út vörubíl og þjónustaði sveit sína með tæknivinnu af ýmsum toga. Haustið 1971 fluttist Ingólfur búferlum í Kópavog. Þar hóf hann að gera út vörubíl á Vöru- bílastöðinni Þrótti, sem hann gerði það sem eftirlifði starfs- ævinnar. Eftir að hann fluttist í Kópavoginn fór hann jafnan norður að Eyri á sumrum og nytjaði þar æðar- og rekahlunn- indi. Útför Ingólfs fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 2. nóv- ember 2012, kl. 13. riksdóttir, sonur þeirra er Sævar. 3) Stúlka, f. 17.4. 1953, d. 17.4. 1953. 4) drengur, f. 17.4. 1953, d. 18.4. 1953. 5) Halldór, f. 31.10. 1954, kvæntur Hrönn Jónsdóttur, synir þeirra eru Ingólfur, d. 2006, á hann tvær dætur; Bjarki, d. 2000; Ingibjörn og Júlíus. 6) Guðjón, f. 24.2. 1956, kvæntur Hörpu Snorradóttur, sonur þeirra er Helgi. Einnig á Guðjón þau Bergdísi, hún er gift Michael Wilson, eiga þau tvær dætur; Ingólf, hann er kvæntur Gitte Gudjonsson, eiga þau einn son; Guðjón Ágúst. 7) Þórhildur Hrönn, f. 19.8. 1960, gift Guð- mundi J. Jónssyni, börn þeirra eru Katrín, gift Jónasi Tryggva- syni, eiga þau tvö börn; Jón. Fyr- ir átti Ingólfur Ólaf, f. 22.6. 1941, hann er kvæntur Svanhildi Guðmundsdóttur, börn þeirra eru Guðjón, maki Fjóla Helga- dóttir, hann á tvö börn, Guðrún gift Gunnlaugi Jónssyni, eiga þau einn son og fyrir á Guðrún eina dóttur. Ingólfur ólst upp á Eyri við Mig langar að minnast tengdaföður míns Ingólfs Guð- jónssonar sem lést 22. október síðastliðinn 92 ára að aldri. Um það bil eitt ár er liðið síðan Ingi- björg eiginkona hans lést, þá var eins og lífsvilji Ingólfs slokknaði hann hafði misst svo mikið og talaði oft um hvað það væri einmanalegt eftir að hún fór. Ingólf sá ég fyrst árið 1961 þá var hann um fertugt, ung- legur, beinn í baki, sléttur í and- liti og alltaf grannur, hann hélt þessu útliti langt fram á elliár. Við Ólafur elsta barn Ingólfs komum þá með rútu til Hólma- víkur og stigum þar um borð í flóabátinn Guðrúnu St-22 sem þeir bræður Ingólfur og Gunnar á Eyri áttu og sáu þeir um strandferðir í nokkur ár. Siglt var frá Hólmavík og komið við á nokkrum höfnum með póst og flutning. Á leiðinni var Ingólfur að sjóða eitthvað í potti á elda- vélinni í bátnum. Hann spurði mig með stríðnisglampa í augum hvort ekki mætti bjóða mér „selegg“ „Selegg?“ Selirnir á Suðurlandi fæða lifandi afkvæmi sagði ég og hann hló og setti í herðarnar, hann hafði verið að athuga hvort ég gæti tekið gríni og væri þá hæf sem tilvonandi tengdadóttir. Ingólfur var léttur í lund og hafði gaman af að vera með öðru fólki. Einu sinni safnaði hann saman fólki í fjallgöngu og gengum við á „Kálfatinda“ í blíðskaparveðri. Þetta er ógleymanleg ferð, þarna var fólk úr sveitinni fögru saman komið til að ganga í góðra vina hópi. Ingólfur sagði lengi vel að ég væri besta tengdadóttir sín, en þá var ég líka sú eina, alls urð- um við fjórar og eftir að tengda- dætrunum fjölgaði minntist hann aldrei á hver væri best. Eitt sumarið eftir að við vor- um öll flutt suður hafði Ingi- björg keypt veggfóður og nú átti að veggfóðra stofuna í Ing- ólfshúsi á Eyri. Ingólfur bað mig að koma og hjálpa þeim, þetta varð skemmtilegur dagur, Ingólfur reitti af sér brandara og snéri okkur Ingibjörgu í kringum sig og við hlógum eins og smástelpur. Hann bar sig faglega við verkið og sagði öðru hvoru; „nei þetta hefði Guð- mundur elskulegur aldrei látið sjást eftir sig“ eða; „gamli skáti hefði ekki gert þetta svona“. Veggfóðrið komst upp og er enn á veggjunum í stofunni þeirra á Eyri. Það varð ýmislegt þess valdandi að fólkið flutti burt á þessum árum, Það voru hafísár- in og það voru kalárin á 7. tug 20. aldarinnar meðal annars. Ingólfur vann sem bílstjóri á Vörubílastöðinni Þrótti eftir að hann kom suður. Var mér sagt af manni sem nýtti sér þjónustu hans, að hann hefði alltaf verið fljótur að bregðast við og verið glaðlegur og skemmtilegur og gott að eiga viðskipti við hann. Við banabeð Ingibjargar fyrir ári flutti Ingólfur skýrum rómi eftirfarandi erindi: Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með þeirri vissu að þau séu nú sameinuð á ströndinni hinum megin, kveð ég kæran tengda- föður minn og bið honum bless- unar í Guðsríki. Svanhildur Guðmundsdóttir. Það var seinni hluta júnímán- aðar árið 1968 að ég lagði af stað í ferð á slóðir sem ég hafði ekki komið á áður. Það var norður á Strandir, nánar tiltekið norður í Ingólfsfjörð. Ekki hafði ég áður farið út með Hrútafirði vestanverðum. Förinni var heit- ið norður að Eyri við Ingólfs- fjörð til þess að heimsækja Láru heimasætu á bænum. Ég var býsna eftirvæntingarfullur þeg- ar ég fór alla þessa leið til þess að hitta væntanlega tengdafor- eldra mína. Setið var við síðdeg- iskaffi þegar ég kom í hús og ekki þarf ég að kvarta undan móttökunum. Þessi fyrstu kynni mín af Ingólfi voru góð og ent- ust allt til þess að hann kvaddi þennan heim 22. þessa mánaðar eftir frekar stutta legu af völd- um blóðtappa í heila. Þær urðu býsna margar ferð- irnar norður á Eyri á þeim fjörutíu og fjórum árum sem lið- in eru frá þeirri fyrstu. Einkum var gaman að fara á reka en rekaviður var sóttur ýmist í Drangavík eða alla leið norður í Skjaldabjarnarvík. Þaðan gat ferðin heim tekið sex tíma ef flotinn var stór og var þá margt skrafað. Í þessum ferðum var manni kennt að fara rétta leið enda mikið um sker og boða á leiðinni. Einnig voru farnar dagsferðir með alla fjölskylduna í Drangavík og kunnu börnin að meta það þegar afi setti net í ána til þess að veiða silung sem tókst yfirleitt. Ingólfur var mikill hagleiks- maður við smíðar og vélavið- gerðir en ekki veitti af því þarna norður á hjara veraldar eins og manni fannst það vera. Þau eru ófá handbrögðin við vélar og meðferð trillu sem maður lærði af því að vera með Ingólfi fyrir norðan en oftast var nægur tími til þess að spá í hlutina. Margan hlutinn smíðaði hann á staðnum því ekki var hlaupið út í búð til að kaupa nýjan. Allt var notað sem að gagni gat komið og engu hent. Það var mikið hugvit þegar Ingólfur smíðaði eitthvað sem mátti nota til að gera vinnuna við rekavið- inn léttari og oft sýndi sig að hann var hugmyndaauðugur í meira lagi. Seinna þegar þau voru flutt í Kópavoginn og Ingi- björg hafði keypt Kertagerðina Norðurljós kom hugvitið og verklagnin að góðum notum við það að smíða hjálpartæki fyrir kertagerðina. Það var til eftirbreytni fyrir aðra að Ingólfi féll varla verk úr hendi. Hann fór oft í utanlands- ferðir ásamt Ingibjörgu og eignuðust þau marga góða fé- laga á þeim ferðum. Ekki var hægt annað en dást að áhuga hans á öllum tækninýjungum. Þegar við hjónin fengum okkur spanhellu í eldhúsið velti hann því mikið fyrir sér hvernig hún virkaði. Þegar þetta var var hann orðinn áttatíu og átta ára gamall. Ekki verður annað sagt en að það sé mikill sjónarsviptir að honum við brotthvarf hans úr þessum heimi og vona ég að hann hafi það gott þar sem hann er núna. Minningin um hann mun lifa lengi og þakka ég fyrir þann tíma sem við áttum saman. Jón Leifur Óskarsson. Elsku afi, þá eruð þið amma saman á ný. Þegar èg hugsa til baka kynntist ég afa best þegar við vorum saman norður í Ing- ólfsfirði. Það voru alltaf aðkall- andi verkefni í gangi og afi sýndi barnabörnunum úr borg- inni ekki neina linkind. Í minn- ingunni hrópaði hann oft á okk- ur börnin hneykslaður „nei ekki svona!“ Við barnabörnin höfðum ekki verksvit á við þá Naustvík- urbræður. Við erfðum þetta ekki við afa, það var skemmti- legt fyrir okkur borgarbörnin að kynnast alvöruvinnu í sveitinni. Síðustu daga hafa minningar hrannast upp, ferðirnar á trill- unni, afi með kaskeitið, hnúta- kennsla, þorskveiði og öll hin ævintýrin í sveitinni. Þessar minningar munu lifa. Það er skrítið að hugsa til þess að þegar ég var tólf ára var afi að verða áttatíu ára. Afi var alltaf svo hraustur, eflaust hefur mataræðið haft sitt að segja. Hjá honum var nánast alltaf skyr eða fiskur í matinn fannst mér. Ég man að afi sagði oft að hann yrði undireins svangur eft- ir að hafa borðað hafragraut, en af skyri væri hann „belgsaddur fram eftir degi“. Það er erfitt að vera svona langt í burtu þegar afi kveður. Heimsóknir mínar til hans síð- asta árið, eftir að heilsan gaf sig hjá honum, verða mér þeim mun dýrmætari. Þó að minnið hafi aðeins verið farið að bregðast undir það síðasta var Asíuferða- lagið mitt honum ofarlega í huga. Daginn áður en ég lagði af stað heimsótti ég afa. Þegar ég kom til hans sagði hann „ertu kominn úr ferðinni?“. Ég mun sakna afa, en ég veit að hann er hamingjusamur núna, hann er kominn til ömmu. Takk afi fyrir allan þann tíma sem við áttum saman. Jón Guðmundsson (Nonni). Nú er elsku afi okkar farinn frá okkur. Okkur langar til að þakka fyrir allt það sem hann gaf okkur. Við höfum búið er- lendis stóran hluta af lífi okkar, en samt hafa afi okkar og amma alltaf verið svo mikilvæg í huga okkar, verið okkur fyrirmyndir og mikilvæg í tengingunni við Ísland. Við eigum svo margar góðar minningar með þeim, samveru- stundir hjá þeim á Nýbýlaveg- inum og í fallegri náttúrunni norður á Ströndum. Bergdís Guðjónsdóttir Wilson og Ingólfur Guðjónsson. Hann frændi minn, Ingólfur frá Eyri, er farinn frá okkur. Margt kemur upp þegar litið er til baka. Góðar minningar frá því að ég var sendur með bíl til Hólmavíkur á vorin og með Guðrúnu heim í Ingólfsfjörð, þar sem þeir bræður Ingólfur og Gunnar voru við völd. Það var mikið líf og fjör á Eyri þessi ár þó að síldin kæmi ekki. Ingólfur var alltaf hress og kátur og stutt í húmor hjá honum og man ég eftir honum með klútinn um hálsinn, það þótti mér flott hjá honum. Alltaf var gaman þegar hann sagði „elskan mín“ við okkur. Þegar við Magga fórum að venja komu okkar norður var Ingólfur alltaf tilbúinn að hjálpa okkur. Eitt sinn fór hann með fólkið frá Storð, Magnús, Guð- mund og mig norður í Skjalda- bjarnarvík að sækja staura. Þegar við vorum á leið heim í Ingólfsfjörð og gekk frekar hægt og ég spurði hvenær við kæmum heim sagði hann, undir morgun. Það gekk ekki okkar vegna það var næstum „cockta- il“ hjá okkur. Ég bara sleppi hér og fer með ykkur á Munaðar- nes. Cocktail og matur á Storð á réttum tíma. Ingólfur var kom- inn heim undir morgun með rekann. Takk fyrir allar góðu stund- irnar á Eyri, kæri frændi. Innilegar samúðarkveðjur til barna og ættingja. Sveinn Sveinsson, Margrét St. Nilsen (Magga og Daddi). Ingólfur Guðjónsson Á vængjum vil ég berast í vinda léttum blæ. Djarft um fjöll og dali og djúpan reginsæ. Vængjum líða í lofti við ljósbjart sólarhvel. Vængjum sælum svífa með vonum sigurs dvel. Vængi, vængi gef mér með von og æskudraum. Fagra, sterka frjálsa að fljúga úr sollnum glaum. Vængi að fái ég flogið og fundið sæluvist. Það allt sem ég þrái og það sem ég hef misst. Vængi, í hæð að hefjast sem háfleygt arnakyn. Vængi, loks leiftra við ljóssins hæsta skin. Vængi er þjóta án þeytu, en þiggja kyrrðar bið þá bjartir saman sveipast í sælum himinfrið. (Höf. ók. Þýð: Stgr. Thorsteinsson.) Við kveðjum þig með söknuði, kæri vinur, og þökkum allar okk- ar samverustundir í gegnum tíð- ina. Hvíl í friði. Hjartans þakkir færum við Heimahlynningu á Akureyri fyr- ir einstaka umönnun, virðingu og hlýju. Elsku Bjarni, Sigrún og aðrir aðstandendur Ómars, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Fyrir hönd starfsfólks og íbúa Geislatúni 1. Þorbjörg Guðmundsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir. Elsku Ómar okkar. Það er skrýtið að hugsa sér að þú sért farinn frá okkur og kom- inn á annað tilverustig. Það var fremur stuttur aðdragandi að brottför þinni. Við sem eftir sitj- um erum forsjóninni þakklát fyr- Ómar Anton Bjarnason ✝ Ómar AntonBjarnason fæddist á Akureyri hinn 11. maí 1959. Hann lést á heimili sínu hinn 20. októ- ber 2012. Ómar Anton var sonur hjónanna Bjarna Þorvaldssonar, f. 3. september 1924, og Önnu Antonsdótt- ur, f. 18. júní 1924, hún lést hinn 28. maí 1996. Syst- ir Ómars er Sigrún Bjarnadótt- ir, f. 6. janúar 1958. Börn Sig- rúnar eru Bjarni, Anna Elvira og Vilhjálmur. Útför Ómars hefur farið fram í kyrrþey. ir að þrautum þín- um er lokið og þú hefur fengið frið. Þú hefur þekkt okkur hér í hæfing- arstöðinni mislengi. Nokkur okkar þó í einhverja áratugi. Það hefur gefið okkur mikið að þekkja þig. Þú gafst mikið af þér, þó að þú værir ekki margmáll. Þegar þú varst glaður fór það ekki fram hjá neinum. Glaður varstu þegar þú fékkst það að borða sem þér þótti virki- lega gott. Þú hafðir einstakan smekk. Betra þótti þér að fá lifr- arpylsu eða gott salat en t.d. súkkulaði. Þú áttir þinn stað í garðinum, þar sem þú fylgdist með umferð- inni sem fór um Skógarlundinn og það gerðir þú svo sannarlega á góðum dögum. Eins áttir þú þér þinn stað í forstofunni þar sem þú gast líka fylgst með. Nú ert þú kominn þangað þar sem þú getur fylgst með alheimsum- ferðinni og þar færðu notið góðs útsýnis. Þú áttir þér fallegt heimili í litlu íbúðinni þinni í sambýlinu í Geislatúninu. Þar og hér í Skóg- arlundinum hefur myndast skarð sem verður vandfyllt. Í huga okkar ertu líka kominn til hennar mömmu þinnar. Hún hefur tekið vel á móti þér. Með henni heldur tilvera þín áfram. Hlutverki þínu hér á jarðríki var að ljúka. Kæri vinur, nú skilur leiðir. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þig að. Þú hefur gefið okkur mikið. Hafðu hjartans þökk fyrir samveruna. Nú veit ég að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá brjósti hans, svo fjötrar af huganum hrökkva, sem hismi feykt á bál, unz sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Bjarni og Sigrún, kæru vinir í sambýlinu í Geislatúni 1. Við sendum ykkur öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðj- um almættið að vaka yfir ykkur og styrkja í sorg ykkar. Elsku Ómar. Í hjarta okkar geymum við dýrmætar minning- ar um þig glaðan og heilbrigðan. Megi góður Guð geyma þig. F.h. allra í Skógarlundi /Birkilundi, hæfingarstöð, Margrét Ríkarðsdóttir. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ BRAGI STEINARSSON saksóknari, Löngulínu 10, Garðabæ, andaðist miðvikudaginn 31. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Ríkey Ríkarðsdóttir, Eiríkur Bragason, Guðbjörg Jóna Jónsdóttir, Björk Bragadóttir, Kolbeinn Arinbjarnarson, Steinarr Bragason, Kristín Thoroddssen og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.