Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 ✝ Guðbjört M.Sigmundsdóttir fæddist á Bíldudal 12.2. 1928. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 24.10. 2012. Guðbjört var yngst tveggja dætra og tveggja uppeldissona hjónanna Þórdísar Magnúsdóttur, f. á Geitagili í Rauðasandshreppi 17.3. 1886, d. 17.3. 1965, hús- freyju á Lækjamóti á Bíldudal og Sigmundar Kr. Guðmundssonar skútuskipstjóra, f. í Dufansdal í Suðurfjarðahreppi f. 27.9. 1872, d. 15.10. 1947 og var þar bernskuheimili hennar og systk- ina en þau voru: Anna Jóhanna Sigmundsdóttir f. 19.1. 1925, d. 30.12. 1988, Friðrik Ólafsson f. 2.9. 1918, d. 23.9. 1983 og elstur var Jón Pétur Kristjánsson f. 31.8. 1913, d. 24.6. 1987. Guðbjört kom sem kaupakona að Læk í Mýrahreppi í Dýrafirði vorið 1952, og 19. október giftist hún Þorvaldi Ingólfi Zófonías- syni, f. á Læk 9.11. 1917, d. 25.11. 1982. Þau tóku síðar við búskap á Læk af foreldrum Þorvaldar, 1990. D) Margrét Jensína Þor- valdsdóttir, Akureyri, f. 23.2. 1960; maki hennar er Kristján Þórisson f. 1951. Dóttir þeirra er Guðrún Kristjánsdóttir f. 1986; börn hennar eru Valgerður Tinna og Eldjárn Logi. E) Lilja Þorvaldsdóttir í Glóru f. 31.1. 1963, d. 17.10. 2010. Börn henn- ar og Jóns Sigurðar Þórissonar, f. 1958, d. 2006, þau slitu sam- vistum, eru Sigmundur Þórir f. 1989, Gestur f. 1989, látinn sam- dægurs, og Tanja Rún f. 1992. Ágúst Gísli f. 2002, faðir hans og eftirlifandi maki Lilju er Heimir Ólafsson f. 1955. Guðbjört tók sér ýmislegt fyr- ir hendur á lífsleiðinni, hún vann t.d. í krambúðinni á Bíldudal á meðan hún var enn innan við fermingu, ásamt öðrum störfum sem til féllu eins og þá tíðkaðist. Hún hleypti heimdraganum snemma og var m.a. í vist á heim- ili í Reykjavík um 16-17 ára ald- urinn. Þá bjó hún á Framnesvegi og minntist ætíð Vesturbæjarins og þessa tíma með mikilli gleði og af hlýhug. Guðbjört sótti Hús- stjórnarskólann á Varmalandi og þar eignaðist hún fjölmargar vinkonur sem hún hélt ævinlega dyggu sambandi við, einnig var hún afar frændrækin og naut sín vel í góðra vina hópi. Guðbjört verður jarðsungin frá Mýrakirkju í dag, föstudag- inn 2. nóv. 2012, og hefst athöfn- in kl. 13. Bálför fer fram frá Fossvogskapellu. þeim Friðriku Kristínu Guð- mundsdóttur frá Kirkjubóli í Dýra- firði, f. 14.7. 1882, d. 29.12. 1969, og Zófoníasi Sigurði Jónssyni frá Fjalla- skaga í Dýrafirði, f. 6.9. 1886, d. 20.2. 1962. Þorvaldur og Guðbjört eignuðust fimm börn,: A) Þórdís Þorvalds- dóttir, Njarðvík, f. 10.6. 1953; maki hennar er Jón Ingvar Páls- son f. 1951. Börn þeirra eru Ingvar f. 1989, Þorvaldur f. 1982 og Snorri Páll f. 1978; börn hans eru Jón Bjarni, Anna Rakel og Hildur Katrín. B) Zófonías Frið- rik Þorvaldsson, Læk, f. 1.6. 1955; dóttir hans er Gabríela Embla f. 2000, uppeldisdóttir er Mílena Cutino Cutino f. 1987; dóttir hennar er Carmen Kristín Vignisdóttir; móðir Gabríelu og Mílenu er Ivis Cutino, f. 1970. Þau slitu samvistum. C) Sæ- mundur Kr. Þorvaldsson, Lyng- holti, f. 21. 6. 1956; maki hans er Auðbjörg Halla Knútsdóttir f. 1956. Dætur þeirra eru Guðbjört Lóa f. 1987, d. 2007 og Salvör f. Með söknuði kveð ég tengda- móður mína, hana Guðbjörtu eða Buttu eins og ég kallaði hana oft- ast. Ég kveð hana í fullvissu um að nú sé hún umvafin ljósi og friði og fallegu englunum sem hún á þar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. ... Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Auðbjörg Halla Knútsdóttir. Ég fékk þær fréttir snemma morguns að amma í sveitinni hefði dáið. Ég hef mikið hugsað um hana síðan og allar þær góðu minningar sem hún skildi eftir. Hún hét Guðbjört og ég held að hún hefði ekki getað verið skírð neinu nafni sem lýsir henni betur, ein besta manneskja sem ég hef kynnst og er klárlega á besta stað sem „himnarnir“ hafa upp á að bjóða, því hún var þannig mann- eskja sem gerir heiminn að betri stað. Það voru forréttindi að eiga svona ömmu og alltaf jafn gaman að koma í Dýrafjörðinn, á Læk, þangað sem ég fór á hverju sumri þegar ég var krakki og þar tók hún alltaf hress á móti manni, oft- ast með eitthvað nýbakað. Ætt- armótið í sumar hefði ekki getað verið á betri tíma þar sem öll systkinin og öll barnabörnin og barnabarnabörnin voru á Læk yf- ir helgi. Ég hringdi í hana nýlega, dag- inn sem hún kom heim eftir að- gerðina, en þá var hún búin að vera á sjúkrahúsi í sex vikur eftir aðgerð á mjöðm. Hún var ekkert smá ánægð og bjartsýn, og sátt með að vera komin heim þar sem henni leið hvað best. Við áttum mjög gott spjall, ég gat loksins sagt henni góðar fréttir af mér sem ég er stoltur af og hún var ekkert smá ánægð enda hefur hún alltaf haft mikla trú á mér og gefur það mér nú enn meiri eld- móð í að halda áfram á þessari braut. Það eru margir sem sakna hennar hérna. Hún átti langt líf, 84 ára þegar hún fór, 30 árum á eftir afa og ímynda ég mér að það séu núna miklir fagnaðarfundir „hinumegin“ ásamt Guðbjörtu Lóu og Lilju. Ég vona að nafnið Guðbjört lifi áfram í þessari ætt þar sem tvær fallegar sálir með þessu nafni eru farnar og önnur þeirra alltof ung. Nafnið Guðbjört er að mínu mati eitt fallegasta nafn sem ég þekki. Ég gæti skrifað miklu lengri ritgerð hérna enda alltaf eitthvað nýtt að koma upp í hugann en ég ætla að láta þetta duga. Hvíldu í friði, elsku amma. Þorvaldur Jónsson. Elsku amma mín, þá ertu farin frá okkur. Ég var farinn að hlakka mikið til að hitta þig aftur en það verður að bíða. Þú varst nýbúin að fara í gegnum erfiða aðgerð og reyndi ég að sannfæra þig um að hún yrði til þess að þú lifðir góðu lífi í a.m.k 10 ár til við- bótar. Það þótti þér nú vera full- eigingjarnt af mér að segja og tók ég undir það. Það verður erfitt að venjast tilhugsuninni að koma á Læk og engin amma sem tekur á móti okkur en ég veit þér líður betur þar sem þú ert núna og það veitir mér hugarró. Ég vil þakka þér kærlega fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman í sveitinni, alveg frá því ég var lítill krakki í sveit í dúntekjunni og öll þau ár sem ég hef komið til þín með fjölskyldu minni, Inga Heiðari og öðrum vinum síðan. Alltaf tókst þú jafn vel á móti öll- um. Það var ánægjulegt að við náðum öll að hitta þig í sumar á ættarmóti á Læk. Ég ætla að vera duglegur að heimsækja Læk áfram og minning þín mun lifa áfram með okkur, elsku besta amma. Bestu kveðjur, Snorri Páll, Ríta Björk, Jón Bjarni, Anna Rakel og Hildur Katrín. Elsku amma mín, nú ertu farin úr þessum heimi. Ég á stundum erfitt með að trúa því. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa komið til þín síðasta sumar á ætt- armót sem var haldið þér til heið- urs. Ég kom á hverju sumri til þín frá eins árs aldri og ég hlakkaði alltaf til að koma aftur næsta sumar. Það var ekkert sumar ef ég kom ekki í sveitina þó að það væru bara örfáir dagar. Þú hefur gefið mér svo margt, margar af mínum bestu minningum eru tengdar þér og fallegu sveitinni þinni. Það sem er mér minnis- stæðast eru gönguferðir með þér niður að sjó. Við komum oft við í trjágarðinum á leiðinni og fund- um okkur göngustaf, við spjöll- uðum um náttúruna og fuglana. Eða þegar þú steiktir kleinur og leyfðir mér að steikja „dúkku- kleinur“ úr afskurðinum. Eða öll kvöldin sem við sátum og spiluð- um scrabble, mörg nýyrði urðu til á þeim kvöldum. Svo margar góð- ar minningar á ég um þig og okk- ar stundir saman og ég á eftir að sakna þín rosalega mikið. En þú munt samt alltaf lifa áfram í hjarta mínu. Þú munt ekki gleymast. Ég verð líka ævinlega þakklát fyrir það að þú skyldir ná að kynnast börnunum mínum og þau þér. Takk fyrir allt, elsku amma mín, þú sem hafðir alltaf trú á mér. Guðrún Kristjánsdóttir. Nú verða samverustundir okk- ar ömmu á Læk ekki fleiri að sinni en ég á þó margar góðar minningar um hana sem fylgja mér út lífið, þar til ég hitti hana á ný. Ég naut þeirra forréttinda að alast upp í mikilli nálægð við ömmu Buttu sem gefur af sér ótal dýrmætar minningar frá Læk. Þegar ég hugsa til baka er það einkum þrennt sem stendur upp úr sem var einkennandi fyrir ömmu, bakstur, sögur og sauma- skapur. Ég hef ekki tölu á því hversu margar kleinur, pönnu- kökur, skonsur með hangikjöti og snúða ég hef innbyrt yfir ævina, oft á tíðum undir berum himni, sem amma töfraði fram eins og ekkert væri í eldhúsinu sínu. Enda var það gefin regla hjá barnabörnunum sem komu í sveit á Læk að maður þyngdist um þrjú kg hið minnsta á meðan á heimsókninni stóð. Það neitar enginn bestu kleinum í heimi og það skemmtilegasta við dúntekt- ina á sumrin voru blessaðir nest- istímarnir. Það var líka nánast regla að þegar fjölskyldan mín sneri aftur heim í Lyngholt eftir viku í burtu eða lengur, að ömmu- pönnukökur biðu okkar í póst- kassanum eða fyrir innan þrösk- uldinn. En amma gerði meira en að baka. Hún las og söng fyrir okkur systurnar á kvöldin fyrir svefn- inn, að ógleymdum böngsunum og dúkkunum sem þurftu að sjálf- sögðu líka að fá sínar vögguvísur. Hún hjálpaði okkur að búa um þær í sófanum frammi í stofu og síðan man ég að hún var alltaf tilbúin í að hjálpa okkur að sauma föt á dúkkur og bangsa og laga eitt og annað, sem fyrir öðrum hefði talist ónýtt. Síðan má hún státa sig af því að hafa saumað örugglega allar dúnsængur innan ættarinnar eins og hún leggur sig, og gott betur. Ömmusængur voru alvöru sængur. Í seinni tíð hef ég dáðst að því hversu góður sögumaður amma var. Á níræðisaldri gat hún rakið atburðarás langt aftur í tímann á nákvæman og skemmtilegan hátt og það var afskaplega skemmti- legt að hlusta á hana segja sögur. Það var líka gaman að sitja og spjalla við hana yfir kaffibolla og nokkrum snúðum um lífið og til- veruna. Hún var viskubrunnur sem hafði upplifað margt og var algjörlega með á nótunum um samfélagið og fólkið í kringum sig. Ég á eftir að sakna þess mik- ils að eiga afslappað vinkonuspjall með ömmu við eldhúsborðið á Læk. En gangur lífsins verður ekki stöðvaður og ég er þakklát fyrir þann stóra part sem amma Butta hefur leikið í mínu lífi og stolt af því að vera barnabarn hennar, enda hörku kona og dugnaðar- forkur. Núna er hún eflaust að koma sér fyrir á nýja staðnum þar sem tekið hafa á móti henni afi, Lilja og Guðbjört Lóa stóra syst- ir. Ég efast ekki um að hún sé sátt að vera komin í þeirra félagsskap. Ástarkveðja til þín, elsku amma með þökk fyrir allt. Salvör Sæmundsdóttir. Látin er, rétt hálfníræð, Guð- björt Sigmundsdóttir, húsfreyja á Læk í Dýrafirði til 60 ára. Guð- björt var gift föðurbróður okkar Þorvaldi Zófoníassyni bónda þar en Lækur er orðinn einskonar ættaróðal því nú býr á bænum þriðja kynslóð frá þeim afa og ömmu, bræðurnir Zófonías og Sæmundur synir Guðbjartar en Zófonías afi og Friðrika amma keyptu jörðina og settust þar að fyrir sléttum hundrað árum. Vel er okkur eldri systkinunum í minni þegar Guðbjört kom sem kaupakona á bæinn sumarið 1952 þar sem gömlu hjónin bjuggu ein með yngsta syni sínum. En kaupakonan fór nánast ekki aft- ur; þau giftu sig, Valdi og hún, seint um haustið og tóku við jörð- inni. Allur bragur á heimilinu breyttist og brátt heyrðist barns- grátur í bænum og síðan hjal. Alls urðu systkinin fimm, allt hin mannvænlegustu börn. En lífið er bæði sætt og súrt. Þótt dæturnar flyttu burt fór það svo að báðir synir hennar settust að lokum að á Lækjartorfunni með fjölskyld- ur sínar þannig að Guðbjört hafði gott skjól af sonum sínum á efri árum. En hún mátti sjá á bak yngstu dóttur sinni í blóma lífsins sem og sonardóttur, varla kom- inni af unglingsaldri, áður en hún sjálf kvaddi þennan heim. Þegar við minnumst Guðbjartar kemur þakklæti upp í hugann. Með stór- an hóp barna á ýmsum aldri og mannmargt sveitaheimili á sínum snærum annaðist hún tengdafor- eldra sína í ellinni. Amma var rúmfastur sjúklingur síðustu árin og í dag hefði hún talist þurfa umönnun á öldrunarsjúkradeild en Guðbjört sá um hana ein ásamt öllu hinu sem bóndakonu bar. Ólöf, sú elsta í systkinahópi okkar, minnist þess, eftir kaupakonusumar á Læk undir leiðsögn Guðbjartar, hve góð móðir hún var börnum sínum sem og mikil húsmóðir því vandvirkni og rausn var henni sem í blóð bor- in. Á æðarbúinu Læk rak Guð- björt svo oft endahnútinn á fram- leiðsluna með dúnsængum sem hún saumaði og fullbjó sjálf með rómuðu handbragði. Flest dvöld- um við systkinin líka á Læk við leik og störf um lengri eða skemmri tíma á sumrum allt fram á unglingsár. Við eigum öll hlýjar og góðar minningar frá þeim tíma þar sem þrjár kynslóðir settust niður á matmálstímum í sama eldhúsinu þar sem Guðbjört þjón- aði til borðs og fékk sér aldrei sæti. Orðið kynslóðabil var þá ekki til enda var þetta tími vinnu og þroska sem enst hefur öllum vel út á lífsbrautina. Á fullorðins- árum þegar horft er til baka var ætíð kærkomið að koma við á Læk. Það var eins og gamli tím- inn kæmi til baka þegar maður var sestur í gamla eldhúsið hjá Guðbjörtu. Hún var allt í einu orðin elsti borgari þessa hrepps og hafði flest á hreinu þegar rætt var um fólkið í sveitinni, ættir þess og örlög. Þegar talinu var beint að æskuslóðum hennar suð- ur í Arnarfirði og að svæðinu þar fyrir sunnan, þaðan sem móður- leggur okkar á sér rætur, kom maður heldur ekki að tómum kof- unum hjá Guðbjörtu sem segja má um að hafi verið bráðvel gefin íslensk alþýðukona sem vissi sínu viti en flíkaði lítt við ókunnuga. Við systkinin vottum frændsystk- inunum frá Læk okkar dýpstu samúð við fráfall ástkærrar móð- ur. Ólöf, Einar, Sigurður og Brynjólfur Jónsbörn (Einar Jónsson). Nú kveðjum við Guðbjörtu á Læk, djúpvitra og fagra persónu með höfðingslund. Við Butta hittumst ekki ýkja oft á lífsleiðinni, en þó hefur hún fylgt mér alla tíð. Sem barn heyrði ég margar sögur af vinkonunum Stellu, Nönnu og Buttu, þegar þær voru litlar. Ævintýrin þóttu mér mögnuð og jafnvel skelfileg, þótt ekki væru hetjurnar háar í loft- inu, og vettvangur þeirra var ým- ist undralandið Lækur eða furðu- veröld Bíldudals. Þegar ég var sjálf orðin stór og komin með tvö börn bárust iðulega frá Læk um jólaleytið mjúkir pakkar með hlýjum prjónuðum gjöfum, vett- lingum og sokkum. Úr þessu spannst svolítill leikur með boð- skiptaleiðum þeirra tíma, á þá lund að ég kvittaði fyrir með skeyti, og valt undirritunin á inni- haldi pakkans: hlýjar hendur í Kópavogi, heitar tær í Kópavogi og þar fram eftir götunum. Þetta voru dásamleg samskipti. Við hjónin komum að Læk fyr- ir nokkrum árum og áttum ógleymanlega stund með Guð- björtu. Milli Dýrafjarðar og Bret- aníuskaga hafa löngum legið huldir þræðir. Nú er hugurinn hjá afkomendum Guðbjartar og aðstandendum. Ég finn til þakklætis. Ólöf. Guðbjört M. Sigmundsdóttir ✝ Rannveig G.Lúðvíksdóttir fæddist 13. júlí 1938. Rannveig lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfara- nótt 29. október 2012. Hún var einka- barn hjónanna Lilju Guðmundsdóttur, f. 9. júní 1907, d. 17. maí 1981 og Lúð- víks Jónssonar kaupmanns, f. 22. nóvember 1887, d. 17. janúar 1974. Rannveig og Sæþór Skarphéðinsson giftu sig 13. júlí 1955 og áttu saman dæturnar Lilju Lind, f. 21. janúar 1956 og Írisi Láru, f. 10. nóvember 1958. Þau skildu að skiptum. Seinni maður Rannveigar var Ingólfur Finn- björnsson, f. 25. apríl 1925, d. 5.apr- íl 2010. Þau eign- uðust saman dótt- urina Lísu Björk Valgerði Sögu f. 12. júlí 1966. Jarðarför Rannveigar hefur farið fram í kyrrþey. Elsku amma. Amma, ég elska þig og alveg sama hvað ég myndi segja það oft, þá myndirðu aldrei skilja hvað ég elska þig mikið. En núna vil ég að þú vitir það. Ég brosi bara við tilhugsunina um Melhagann. Þegar ég var lítil fannst mér fátt skemmtilegra en að fara til ömmu og afa, af því að mér leið svo vel með ykkur. Það var líka alltaf eitthvað að gera. Manstu þegar ég tók alla púðana úr stólunum og bjó til hús og svo komst þú að leika við mig? Eða þegar ég, þú og afi fórum upp í rúm og þú dróst undan rúminu kassa með bókum og ég valdi Geit- urnar þrjár sem þú last fyrir mig og afa? Eða þegar við lékum okkur með glasamotturnar og kepptum um það hver næði að rúlla þeim lengra og svo gerðum við það sama með bílunum? Eða litli „Rúsínutr- úðurinn“ sem ég „troddi“ í rúsín- um? Ég held meira að segja að það séu ennþá nokkrar rúsínur, sem ég gleymdi að borða, í vösunum hans. Manstu líka eftir húsinu sem afi gerði og öllum dýrunum? Eða myndinni á veggnum sem var með stigum? Þessu öllu man ég eftir og mun aldrei gleyma. Við vorum líka rosa duglegar að búa til leiki eins og myndaleikinn á rauða veggnum. Svo líka leikirnir „feldu hlut“ með peðinu sem var með rauða trefilinn. Eða þegar ég átti að finna músina. Svarti Pétur og langavitleysa. Ég gæti haldið endalaust áfram. Þú ert búin að standa þig eins vel og hægt er í að vera amma. Þú ert búin að vakna og taka upp barnatíma og hefur safnað flott- asta spólusafni í heimi, bara fyrir okkur barnabörnin. Þú gerðir allt svo skemmtilegt. Meira að segja lærdóm. Allavega minn lærdóm. Ég gleymi því aldr- ei þegar ég átti að lesa nokkrar blaðsíður og eftir eina blaðsíðu þá skiptum við um herbergi. Ég man að einu sinni sat ég í baðinu og las fyrir þig. Hvað heldurðu að fólk hefði sagt ef það hefði séð okkur þá? Við gerðum svo mikið furðu- legt. Þú og afi óluð mig að einhverju leyti upp og auðvitað bróður minn líka. Afi var alltaf jafn æðislegur. Ég elskaði hann alveg jafn mikið og þig og orð fá ekki lýst hvað ég sakna hans mikið. Ég og afi áttum líka nokkra hluti saman eins og þegar hann sótti mig í leikskólann og sagði „hó hó“. Eða þegar við fórum í löggubústaðinn og hann fór með mig að brúnni og lék tröll- ið undir brúnni. Eða þegar við fór- um að kaupa ís. Ég gæti talið upp endalaust af hlutum, bæði með þig og afa. Ég vil semsagt bara segja takk fyrir allt og fyrir alla hjálpina, bæði frá þér og afa. Og takk fyrir að gera yngri árin mín að skemmtilegasta tíma í lífi mínu. Þetta er ástæðan fyrir því að ég virkilega elska þig. Af því að þú elskar mig og hefur sýnt það frá því ég fæddist. Ég er ekkert að grínast þegar ég segi að þú ert besta amma sem nokkur getur hugsað sér af því að þú ert sérstök og enginn er eins og þú. Takk fyrir allt, amma, ég veit ekki hversu mikið ég get þakkað þér en enn og aftur TAKK. Ég er svo stolt af því að heita sama nafni og þú. Þegar ég eign- ast barnabörn eruð þið afi fyrir- myndir mínar. Þið eruð æðisleg- ustu amma og afi í heimi. Kær kveðja. Álfadísin þín, Rannveig Birna. Rannveig G. Lúðvíksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.