Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 106

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 106
É g hef alla tíð haft mikið yndi af matargerð og bakstri og þakka það mömmu minni; hún er mikill matgæðingur og það var ekki annað hægt en að smitast,“ segir Svava Gunn- arsdóttir áhugakokkur sem heldur úti vinsælu matarbloggi, Ljúfmeti og lekkerheit. „Þegar ég byrjaði svo að búa fyrir 16 árum tók ég strax yfir í eldhúsinu og gerði það af mikilli gleði. Ég byrjaði með mat- arbloggið mitt sl. sumar og það hefur undið upp á sig hraðar en mig hefði nokkurn tímann órað fyrir. Ég hef alltaf notið þess að stússa í eldhúsinu og þótt gaman að prófa nýja rétti. Inn á bloggið fara þær uppskriftir sem mér þykja góðar og mér finnst þetta- skemmtileg leið til að halda utan um þær.“ Gott með kaffi Á bloggsíðunni Ljúfmeti og lek- kerheit flytur Svava nýjustu fréttir úr eldhúsinu, birtir girnilegar myndir úr eigin smiðju og deilir fróðleik um mat og matargerð. „Ég skrifa bæði um mat og sæt- meti. Ég hef dálæti á sætindum, finnst gaman að baka og vil helst alltaf eiga köku með kaffinu. Mat- inn elda ég á hverju kvöldi og leit- ast við að prófa nýjar uppskriftir. Mér finnst mikilvægt að vera með mat sem fjölskyldunni þykir góður og við gefum okkur góðan tíma í að borða saman. Þetta eru ómet- anlegar stundir hjá okkur hjón- unum og börnunum þremur; stundir sem eru mér kærar og því vil ég vanda mig við eldamennsk- una.“ Faldar í frysti Svava segist alltaf bíða spennt eftir jólunum. „Ég er mikið jólabarn og til- hlökkunin eykst bara með árunum. Þetta virðist ekki ætla að eldast af mér og ég nýt þess þegar desem- ber rennur upp með öllum jólaund- irbúningnum. Ég baka mikið til jólanna en hef aldrei verið mikið fyrir konfekt. Ég byrja snemma á bakstrinum og bæti við nýjum kökusortum allan desembermánuð. Mér finnst það tilheyra aðventunni að vera með smákökur í skál í eld- húsinu og við fjölskyldan njótum þeirra allan jólamánuðinn. Það er því ekkert geymt og ég sé svo sannarlega ekki eftir kökunum þegar þær klárast, heldur gleðst yfir því að þeirra hafi verið notið. Reyndar eru sörurnar alveg heil- agar, þær eru mitt uppáhald og því fel ég þær í frystinum.“ Kyrrð og kertaljós Jólabakstur Svövu hefst einmitt á sörunum. „Ég baka þær í lok nóvember og við hjónin njótum þeirra á kvöldin í desember. Það hefur myndast ákveðinn sjarmi yf- ir þeim hjá okkur, því eftir að börnin eru sofnuð setjumst við nið- ur og fáum okkur sörur. Þær eru svo góðar og þessi gæðastund okk- ar á kvöldin er orðin að ómissandi dekri í desember.“ Það besta við jólin? „Tilhlökkunin hjá börnunum, jólakortin sem detta inn um lúg- una, smákökurnar í eldhúsinu, jólalögin í útvarpinu og allur und- irbúningurinn. Þetta er sá mán- uður ársins sem við njótum hvað mest, förum á tónleika og hlað- borð, kaupum gjafir og sendum kveðjur. Ætli það besta við jólin sé ekki stemningin sem er í loftinu allan desembermánuð.“ beggo@mbl.is Kökur sem klárast Jólabakstur Svava Gunnarsdóttir byrjar á því að útbúa sörur í lok nóvember og svo takar smákökurnar við. Svava Gunnarsdóttir heldur úti vinsælli bloggsíðu um mat og gleður fjölskylduna með göldrum í eldhúsinu. ’Inn á bloggið fara þær uppskriftir sem mér þykja góðar og mér finnst þetta skemmtileg leið til að halda utan um þær.“ 106 Jólablað Morgunblaðsins Innihald: Jurtaolía (80%) (sólblómaolía, repjuolía og hörfræolía), vatn, hert jurtaolía, kalíumklóríð, sýrustillar (sítrónusýra og kalíumsítrat), ýruefni (sólblóma- og soja lesitín), bragðefni, litarefni (betakarótín). ÍS LE N SK A /S IA .IS /N AT 61 88 8 11 /1 2 Bræðið smjörið og hrærið saman við púðursykurinn og sykurinn þar til allt hefur blandast vel. Bætið van- illudropum, eggi og eggjarauðu sam- an við og hrærið þar til blandan verður létt. Bætið hveitiblöndunni saman við og hrærið áfram þar til allt hefur blandast saman, ekki hræra of lengi. Bætið súkku- laðiperlum saman við með sleif. Setjið deigið með teskeiðum á bökunarplötu klædda bök- unarpappír og hafið gott bil á milli. Bakið í ca 15 mínútur eða þar til kantarnir eru byrjaðir að brúnast. Hnetusmjörs- og Nutella-kökur 225 gr smjör við stofuhita 2⁄3 bolli hnetusmjör 1 bolli sykur 1 bolli púðursykur 2 egg 2 tsk vanillusykur 22⁄3 bollar hveiti 2 tsk matarsódi 1 tsk salt rúmlega 1⁄3 bolli Nutella Hrærið saman smjör, hnetusmjör, sykur, púðursykur, egg og van- illusykur þar til blandan verður mjúk og kekkjalaus. Bætið hveiti, matarsóda og salti saman við og blandið vel. Setjið Nutella í klessum yfir deigið og dreifið því um með smjörhníf. Passið að það blandist ekki saman við deigið heldur sé í klumpum hér og þar. Kælið í ísskáp í 15 mínútur. Hitið ofninn í 180° og leggið smjörpappír á ofnplötu. Gerið kúlur úr deiginu og leggið á ofnplötuna. Þrýstið létt ofan á kúlurnar þannig að þær fletjist aðeins út. Bakið í miðjum ofni í 8-10 mínútur eða þar til þær fá fallegan lit og byrja að brúnast á köntunum. Stökkar smákökur með súkkulaðiperlum 250 g hveiti 22⁄3 tsk lyftiduft 2⁄3 tsk salt 170 g smjör 185 g púðursykur 110 g sykur 1 msk vanilludropar 1 egg 1 eggjarauða 2 bollar súkkulaðiperlur (eða grófhakkað dökkt súkkulaði) Hitið ofninn í 165°. Sigtið hveitið og blandið lyftidufti og salti saman við. Leggið til hliðar. Hnetusmjörs- og Nutella-kökur Stökkar smákökur með súkkulaðiperlum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.