Morgunblaðið - 22.12.2012, Side 4

Morgunblaðið - 22.12.2012, Side 4
Hrossaútflutningur 2012 Þýskaland Svíþjóð Danmörk Sviss Noregur Bandaríkin 6 lönd af 16 - heildarfjöldi útfluttra hrossa er 1.333 541 148 124 130 80 40 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Í ár voru 1.333 hross flutt út til 16 landa. Fleiri hross voru flutt út í ár en í fyrra. Hrossaútflutningur hefur þó ekki náð sér á strik eftir hesta- pestina sem herjaði á íslenska hrossastofninn árið 2010. Fyrirhug- að var að halda Landsmót hesta- manna það ár en var frestað til árs- ins 2011. Árið 2010 fóru 1.158 hross úr landi, á móti 1.588 árið 2009. Árið 2012 fóru flest hrossanna út til Þýskalands. Íslenski hesturinn er einnig eftirsóttur á Norðurlöndun- um en útflutningur til þeirra landa er þó langt frá því að vera í líkingu við árin fyrir hestapestina. Til að mynda fóru rúmlega 300 hross til Danmerk- ur fyrir hestapestina en í ár einungis þriðjungur af þeim fjölda. Þá fóru 40 hross til Bandaríkjanna í ár en einungis 15 árið á undan. Sá markaður fer stækkandi ef marka má tölurnar. Svisslendingar sækja í íslenska hestinn í auknum mæli. Eysteinn Leifsson hrossaútflytj- andi segir að útflutningurinn sé að hjarna við eftir hestapestina. „Við- burður eins og landsmót, sem haldið var í ár og einnig í fyrra, hefur alltaf áhrif á hrossaútflutning. Þá komu margir erlendir gestir og keyptu hross,“ segir Eysteinn. Spurður hvort hann greini aukna eftirspurn eftir íslenska hestinum í tilteknum löndum segir hann mark- aðinn í Þýskalandi vera að koma til baka. „Sviss hefur tekið mikinn kipp upp á við og ég greini töluverða eft- irspurn þar. Á móti hefur útflutning- ur dregist saman til Svíþjóðar sem var okkar langstærsti markaður, hálfgert hrun hefur orðið á markaðn- um þar. Annars held ég að allt sem fer upp, fari líka niður. Við sjáum það eins og í Þýskalandi, þar rækt- uðu þeir mikið og sóttu ekki eins mikið hingað. Eftir nokkurn tíma sáu þeir að þeir þurftu að koma hing- að og ná í eitthvað,“ segir Eysteinn. Hann bendir á að í löndum eins og Sviss og Þýskalandi séu efnahagsað- stæður góðar og hægt sé að finna samnefnara á milli þess og aukinnar eftirspurn eftir íslenska hestinum. Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í Berlín í ágúst 2013. Eysteinn segir stemn- ingu ríkja fyrir mótinu meðal áhuga- manna um íslenska hestinn og bend- ir á að það hafi eflaust ýtt undir útflutninginn í ár. Mótið er haldið í stórborginni sem er nýlunda. Útlendingar rækta einnig hross hér á landi, ýmist flytja þau út eftir einhvern tíma eða afkvæmin, á með- an sækja þeir þjónustu hingað. „Þetta er eitt aðdráttaraflið sem hesturinn okkar hefur,“ segir Ey- steinn og bendir á að áhrif íslenska hestsins séu víðtæk. Fleiri hross flutt úr landi í ár  Aukin eftirspurn í Þýskalandi og Sviss  Hrun á markaði í Svíþjóð Morgunblaðið/RAX Hrossaútflutningur Íslenski hest- urinn er eftirsóttur víða um heim. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við gerum ráð fyrir því að tólf mán- aða verðbólga gangi niður í janúar, febrúar og mars og verði komin nið- ur í 2,9% í mars 2013. Þetta eru svo- lítið óvæntar tölur,“ segir Gústaf Steingrímsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, um verðbólguhorfur næstu mánuði. Lítil verðbólga á næstu mánuðum skýrist að miklu leyti vegna svokall- aðra grunnáhrifa. „Verðlag hækkaði mikið í febrúar og mars á þessu ári og vegna þess að ekki er spáð sambærilegum hækk- unum sömu mánuði 2013 mun verð- bólga mælast minni en ella.“ Verðlag hækki um 3,8% – Gefur minnkun verðbólgu á næsta ári svigrúm til að lækka vexti? „Þótt verðbólgan kunni að fara niður í 2,9% í mars hefur það ekki breytt sýn okkar á verðbólgu- þróunina á næsta ári svo neinu nemi og gerum við áfram ráð fyrir að verðlag hækki um 3,8% milli 2012 og 2013. Töluverð veiking krónunnar frá ágúst hefur ekki komið fram í verðbólgunni með sama hætti og hefði mátt búast við fyrirfram. Það þarf þó ekki að þýða að hún eigi það ekki eftir og sé ég því ekkert sér- stakt tilefni til þess að Seðlabankinn slaki á núverandi aðhaldsstigi.“ Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Arion banka, segir bankann spá ríflega 3% ársverðbólgu í mars. Horfurnar batna verulega „Verðbólguhorfur eru að batna verulega, sérstaklega ef við horfum á síðustu mælingu. Hún er verulega jákvæð. Við höfum séð áhrif vegna veikingar krónunnar frá því í haust í síðustu mælingum en það eru engin áhrif í desember. Á fyrstu mánuðum næsta árs munum við sjá árs- verðbólgu ganga hratt niður og spáum við því að hún verði ríflega 3% í mars. Við erum þó ekki að end- urskoða langtímaspá okkar niður á við,“ segir Ásdís sem telur hækkandi fasteignaverð munu ýta undir verð- bólguna á árinu 2013. „Við erum bjartsýn um þróun fasteignamarkaðarins. Á næsta ári mun húsnæðisliðurinn spila stærra hlutverk í verðbólgutölum. Ef krón- an fer að veikjast smitast áhrifin um leið inn í verðbólgutölur. Auðvitað gætu kjarasamningarnir líka haft áhrif. Það er veruleg óvissa um þá. Ef það verða verulegar launahækk- anir umfram það sem nú er gert ráð fyrir munu þess strax sjást merki í verðlagi,“ segir Ásdís sem telur aðspurð að þessi þróun muni ekki leiða til þess að stýrivextir Seðlabankans lækki. Fremur auki þessi þróun líkur á að það verði lengra í næstu vaxtahækkun. Verðbólgan talin minnka á nýju ári  Greining sérfræðinga Landsbankans og Arion banka Þeim sem leituðu til Læknavakt- arinnar vegna magakveisu fjölgaði talsvert síðustu tvær vikur en alls voru 33 greindir með niðurgang, maga- eða garnabólgu í síðustu viku, 22 vikuna þar á undan og 11 síðustu vikuna í nóvember. „Við höfum merkt það að það hefur verið aukning í magapestum,“ segir Þórður Ólafsson, yfirlæknir Læknavaktarinnar, en hann segist ekki vita til þess að ein ákveðin pest sé að ganga frekar en aðrar. „Þetta eru oft uppköst í byrjun með niðurgangi og svo hætta uppköstin en niðurgangurinn er heldur leng- ur,“ segir Þórður. Tilfellum inflúensu fjölgaði einnig í síðustu viku, úr tveimur í átta, en Þórður segir tilfellin það fá að ómögulegt sé að draga af þeim ályktanir. „Hins vegar hefur verið mikið um kvefpestir, með miklum hósta sérstaklega og fylgikvillum; eyrnabólgu, ennis- og kinn- holubólgum, og langvarandi hósta jafnvel.“ Þórður segir aðsóknina á Lækna- vaktina hafa verið nokkuð meiri á þessum tíma í ár en á sama tíma árin á undan. Á því sé þó engin ein- hlít skýring. „Álagið í nóvember og desember hefur verið töluvert meira en undanfarin ár,“ segir hann. Samkvæmt aðsóknartölum Læknavaktarinnar sóttu 1.566 þjónustu hennar í síðustu viku, viku 50, en 1.364 að meðaltali síðustu tólf vikur. Alls voru 62 greindir með hálsbólgu, samanborið við 50,4 að meðaltali síðustu tólf vikur, og 122 með miðeyrnabólgu, sam- anborið við 90,7. holmfridur@mbl.is Fleiri leita til Læknavakt- arinnar vegna magapesta Veikindi Þórður segir að svo virðist sem RS-vírusinn sé í uppsveiflu.  Margir með kvef og hósta Fram kemur í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka að verðbólguþróunin kæmi sér- fræðingum bankans á óvart. Sagði þar orðrétt: „Samkvæmt nýbirtri mæl- ingu Hagstofu Íslands hækkaði vísitala neysluverðs um 0,05% á milli nóvember og desember. Er þetta verulega undir þeirri hækkun sem við, sem og aðrir sem birta verðbólguspá opin- berlega, bjuggumst við að yrði. Gerðu opinberar spár ráð fyrir 0,3% til 0,4% hækkun milli mánaða, og reiknuðum við með 0,4% hækkun,“ segir í Morgun- korninu og er tekið fram að tólf mánaða taktur verðbólgu lækki úr 4,5% í 4,2% á milli nóvember og desember. Ekki náðist í Ingólf Bender, forstöðumann greiningardeildar Íslandsbanka. Óvænt þróun SÝN ÍSLANDSBANKA Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhrifavaldur Ef gengi krónu veikist á nýju ári mun það ýta undir verðbólguna. Nú er verðbólgan að minnka. YFIR 50 GERÐIR GRILLA Á TILBOÐISmiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 JÓLATILBOÐ Er frá Þýskalandi FULLT VERÐ 149.900 114.900 18,7kw/h www.grillbudin.is Opið kl. 11 - 18 laugardag Opið kl. 13 - 18 sunnudag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.