Morgunblaðið - 22.12.2012, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.12.2012, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lagfæringar á Þörungaverksmiðj- unni á Reykhólum miða að því að hluti framleiðslunnar standist kröf- ur sem gerðar eru til vöru til mann- eldis og til að uppfylla nýjar og strangari kröfur fóðuriðnaðarins í Evrópu. Þangmöl frá fyrirtækinu er notað í vefjariðnaði í Þýskalandi og úr efninu framleiddur ýmiss konar fatnaður. Matís er að taka starfsemi Þör- ungaverksmiðj- unnar út og bera saman við þær kröfur sem gerð- ar eru til mat- vælaframleið- enda. „Ef maður ber saman frysti- hús og verk- smiðjuna hér sést að megin- munurinn er á aðstöðunni, til dæmis hvernig starfsfólkið er klætt en fyrst og fremst skipulegra að- gengi og verk- og vinnuferlar. Fara þarf eftir ákveðnum stöðlum til að hægt sé að framleiða matvæli á við- urkenndan hátt,“ segir Einar Sveinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar. Þörungaverksmiðjan framleiðir lífrænt vottað þang- og þaramjöl úr Breiðafirði og flytur meginhluta þess á erlendan markað. Fyrirtækið hefur vottun á því að akurinn, þör- ungaauðlindin, sé nýtt á sjálfbæran hátt. Það skapar Þörungaverk- smiðjunni einnig ákveðna sérstöðu á markaði að jarðvarmi er notaður til að þurrka þörungana og því ekki sama hætta á mengun frá orkugjafa þurrkunarinnar eins og keppinautar hennar búa við. Mjölið er notað í fóðuriðnaði og sem áburður en einnig við mat- vælaframleiðslu og í snyrtivöru- og lyfjaiðnaði. Lífvirku efnin úr mjöl- inu eru einangruð og notuð í snyrti- vörur og lyf. Einnig er mikil eft- irspurn eftir kryddi og fæðubótarefni og notkunarmögu- leikar afurðanna eru enn miklir og að hluta til ókannaðir. Tækifæri geta skapast „Við viljum vera með aðstöðuna eins og hún á að vera, hafa allt í lagi til þess að unnt sé að nota vöruna til manneldis. Við fáum meira fyrir hana þannig en þurfum líka að leggja meira á okkur,“ segir Einar Sveinn og vekur um leið athygli á því að með verkefninu geti skapast tækifæri til að vinna meira úr af- urðunum hér heima og gera þannig meiri verðmæti úr hráefninu. Um tíma hefur verið unnið að endurbótum á verksmiðjunni til að undirbúa framleiðslu samkvæmt kröfum sem gerðar eru til mat- vælaframleiðslu. Til að hafa yfirsýn yfir framleiðsluferlið sjálft, svo sem hita og raka, var allur rafbúnaður verksmiðjunnar endurnýjaður og stjórnkerfi. Í gær var verksmiðju- gólfið endurnýjað að hluta og í framhaldinu verður lóð verksmiðj- unnar löguð til og malbikuð. Þá er verið að kaupa nýjan búnað til að skilja grjót frá þangi og þara og tæta hráefnið betur niður fyrir þurrkun. Þannig er hægt að nota lægri hita og þurrka í skemmri tíma og tryggja þannig að verðmæt efni, svo sem andoxunarefni, brotni síður niður við framleiðsluna. Framleitt til manneldis  Meira fæst fyrir afurðirnar eftir endurbætur á Þörungaverksmiðjunni Ljósmynd/Árni Geirsson Verksmiðja Þörungaverksmiðjan er á Reykhólum við Breiðafjörð þar sem þang- og þaraakrar hennar eru. Nýtt er klóþang og hrossa- og stórþari. Tíska Mikil þróun er í framleiðslu fatnaðar úr þangi. Hönnuðir taka þessu nýja hráefni fagnandi. Myndin er af vef þýska fyrirtækisins Smartfiber AG. Einar Sveinn Ólafsson Persónuafsláttur verður 581.820 krónur fyrir næsta ár í heild og 48.485 krónur á mánuði að með- altali að sögn fjármála- og efna- hagsráðuneyt- isins. Samkvæmt gildandi lögum um tekjuskatt skal í upphafi hvers árs hækka persónuafslátt hvers ein- staklings í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði. Fram kemur á vef ráðuneytisins að persónuafsláttur einstaklinga hækki því um 23.435 krónur á milli áranna 2012 og 2013 og að hækkunin nemi 4,2%. Skattleysismörk tekju- skatts og útsvars verði samkvæmt því 135.330 kr. á mánuði að teknu til- liti til 4% lögbundinnar iðgjalds- greiðslu launþega í lífeyrissjóð sam- anborið við 129.810 kr. á mánuði 2012. Hækkunin milli ára nemi 4,3%. Tekjuviðmiðunarmörk hækka Í tekjuskattslögunum er einnig kveðið á um að fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns, þ.e. mörkin milli skattþrepa, skulu taka breytingum í upphafi hvers árs í réttu hlutfalli við hækkun launavísitölu á und- angengnu tólf mánaða tímabili. Launavísitala nóvembermánaðar liggur nú fyrir og er hækkun hennar á tólf mánaða tímabili 5%. Mánaðarleg tekjumiðunarmörk þrepa verða samkvæmt því 241.475 kr. í fyrsta þrepi, 498.034 kr. í öðru þrepi og 739.509 kr. í þriðja þrepi fyrir tekjur ársins 2013. Þriggja þrepa tekjuskattur Tekjuskattur verður lagður á í þremur þrepum eins og áður. Þrepin skiptast þannig að af fyrstu 2.897.702 kr. árstekjum einstaklings (241.475 kr. á mánuði) er reiknaður 22,9% skattur. Af næstu 5.976.406 kr. (498.034 kr. á mánuði) er reikn- aður 25,8% skattur og síðan í þriðja þrepi 31,8% skattur af árstekjum umfram 8.874.108 kr. (739.509 kr. á mánuði). Við þessi hlutföll bætist útsvar sem er mishátt eftir sveitarfélögum. Meðalútsvar á árinu 2013 verður samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðun sveitarfélaga 14,42% í stað 14,44% á árinu 2012. Staðgreiðsluhlutfall ársins 2013 verður þríþætt eftir fjárhæð tekna, þ.e. 37,32% á tekjur í fyrsta þrepi, 40,22% á tekjur í öðru þrepi og 46,22% á tekjur í þriðja þrepi. Persónu- afsláttur hækkar  Tekjuskattur áfram lagður á í 3 þrepum Fyrirtæki í Þýskalandi kaupir þangmjöl úr Breiðafirði til fram- leiðslu á þræði sem notaður er í vefjariðnaði, meðal annars til framleiðslu á fatnaði. Þýska fyrirtækið Smartfiber AG leggur áherslu á uppruna hráefnisins í SeaCell-þræð- inum, en það er þangið úr Breiðafirði. Mjölið frá Þör- ungaverksmiðjunni á Reykhól- um er malað fínt og blandað saman við sellulósa og önnur efni og að lokum spunninn þráður sem er ekki ólíkur þræði úr angóraull. Fatahönnuðir og fata- framleiðendur nota þennan efnivið til að framleiða margs- kyns fatnað, rúmföt og hand- klæði. Í kynningarefni fyrirtæk- isins er lögð áhersla á vítamín-, steinefna og snefilefnainnihald hráefnisins sem geti haft góð áhrif á húð og starfsemi lík- amans. Nefna má heilsusokka, svo- kallaða sinksokka, þar sem kaupendum er bent á að þeir geti fengið sinkskammt í gegn- um húðina. Auglýst er að sink- ríkt efni eins og búið er til úr þangmjölinu úr Breiðafirði haldi aftur af rykmaurum í svefn- herbergjum. Fatnaður úr breiðfirska þanginu SPUNNIÐ OG OFIÐ Lágmúla - Laugavegi - Smáralind - Smáratorgi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Sauðárkróki Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík – Lifið heil www.lyfja.is Jólin eru tími til að gefa. Í Lyfju finnur þú úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra sem þér þykir vænt um. Við erum aldrei langt undan. Mundu eftir jólahandbók Lyfju. Kannski er jólagjöfin í Lyfju GEYMDU BLAÐIÐ!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.