Morgunblaðið - 22.12.2012, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 22.12.2012, Qupperneq 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 ✝ Søren Langvadfæddist í Frede- riksberg í Dan- mörku 9. nóvember 1924. Hann lést í Kaupmannahöfn 15. desember 2012. Foreldrar Sørens voru Kay Langvad, f. 19.12. 1896, d. 27.7. 1982, og Selma Guðjohnsen Þórð- ardóttir, f. 25.6. 1893 á Húsavík, d. 7.6. 1976. Bræður hans voru Henrik, f. 16.11. 1926, d. 6.5. 2005, Thors- ten, f. 23.11. 1927, d. 23.6. 1928, og Eyvind, f. 27.5. 1929, d. 5.2. 1996. Hinn 15. september 1950 kvæntist Søren Gunvor Lænk- holm sem fæddist í Freder- iksberg í Danmörku 15.5. 1930. Foreldrar hennar voru William Lænkholm, f. 19.12. 1895, d. 8.11. 1967, og Halldóra Margrét Guð- fjölmörgum trúnaðarstörfum. Meðal annars var hann í fjölda ára í stjórn og formaður Dansk- Islandsk Samfund (Dansk- íslenska félagið í Danmörku), sat í stjórn Danska verktaka- sambandsins, hefur setið í gerð- ardómi Danska verkfræðinga- félagsins, verið formaður stjórnar Dansk Hydraulisk Insti- tut, verið í stjórn Vandbygnings- teknisk Selskab, setið í Til- synsrådet for Grønlands Tekn- iske Organisation og sat í stjórn námssjóðs I.C. Møllers fyrir hönd Verkfræðingafélags Ís- lands frá 1973. Søren hlaut ýms- ar viðurkenningar. Meðal annars var hann sæmdur Stórridd- arakrossi hinnar íslensku fálka- orðu, var Riddari af Dannebrog, árið 1998 var hann gerður að heiðursfélaga í Verkfræðinga- félagi Íslands og árið 2008 hlaut hann heiðursdoktorsnafnbót í verkfræði við Háskóla Íslands. Útför Sørens fer fram frá Grundtvigs Kirke í Kaupmanna- höfn í dag, 22. desember 2012, og hefst athöfnin klukkan 11. johnsen, f. 19.9. 1896 á Húsavík, d. 1.1. 1982. Søren og Gunvor eignuðust fjögur börn: Kjartan, f. 30.5. 1953, Katrine, f. 1.8. 1954, Stefán, f. 12.11. 1956, og Birgitte, f. 2.8. 1961. Søren var stúd- ent frá HÍ með sér- stöku leyfi 1943 og var jafnframt tekinn í hóp stúdenta frá Menntaskólanum í Reykjavík það ár. Hann tók fyrrihlutapróf í verkfræði frá HÍ 1945 og próf í byggingarverkfræði frá DTH (nú DTU) í Kaupmannahöfn 1948. Søren var forstjóri E. Pihl & Søn A/S frá 1971 til mars 2012 og sat í stjórn félagsins til dauða- dags. Hann var alla tíð í stjórn Ís- taks hf., lengst af sem stjórn- arformaður. Hann gegndi Kær frændi, síungur gæfumað- ur, er fallinn frá. Hjartahlýr og velviljaður, dagfarsprúður atorkumaður, sem flíkaði ekki vel- gengni sinni, en rak stórfyrirtæki sitt og dótturfyrirtæki af leikni og ástríðu um áratuga skeið. Hélt starfsorku og reisn til síðasta dags, 88 ára gamall. Við sem þessi orð ritum, og for- eldrar okkar, urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga Sören Langvad og drottninguna í lífi hans, Gun- voru (f. Lænkholm) að vinum, en faðir okkar, Gunnar, og þau Sören og Gunvor voru systrabörn. Mæð- ur þeirra voru Þóra Guðrún, Selma og Halldóra Margrét, dæt- ur Þórðar kaupmanns Guðjohn- sens á Húsavík, Péturssonar dó- morganista og kennara við Reykjavíkur lærða skóla. Miklir innileikar voru með þeim frændsystkinum, enda lögðu þau öll ríka áherzlu á mikilvægi þess að treysta og rækta fjölskyldu- og ættarböndin, þótt vík væri milli vina. Þetta var ekki árátta heldur köllun, afkomendum beggja til eftirbreytni. Sem dæmi um frændrækni Sörens má nefna að á fallegum stað við höfnina, skammt frá Húsavíkurkirkju Rögnvaldar Ólafssonar, einhverri fegurstu byggingu á Íslandi, reisti Sören afa sínum, Þórði, veglegan minn- isvarða, sem afhjúpaður var á fjöl- mennu ættarmóti, sem haldið var á Húsavík fyrir 18 árum í tilefni af 150 ára afmæli Þórðar. Þá hefur Sören á líðandi ári stutt undirbún- ing á uppfærðu niðjatali Þórðar Guðjohnsen af rausnarskap. Er það von okkar að minningu Sörens muni meðal annars haldið á lofti með sérstakri viðhafnarútgáfu þess verks. Það kom í hlut föður okkar, honum til mikillar ánægju, að kenna Sören og Gunvoru að veiða lax og njóta þess í fjallasal ís- lenskrar náttúru. Veiðiferðirnar urðu árvissar á meðan öll lifðu og höfðu þau ómælt yndi af samver- unni við árnar. Sören og Gunvor héldu veiðiferðunum áfram eftir að faðir okkar dó og Sören hélt uppteknum hætti eftir að Gunvor féll frá fyrir aldur fram, allt til síð- asta sumars. Nutu margir gest- risni þeirra við íslenskar ár, ungir sem aldnir, fjölskyldan, vinir og ættingjar. Einnig spiluðu þau hjón og foreldrar okkar gjarnan brids á vetrarkvöldum þau ár sem fjöl- skyldan bjó hér á landi. Skyndilegt fráfall Gunvorar var Sören mikið áfall. Hann kvartaði aldrei, en sagði stuðning barnanna ómetanlegan og vinahópinn alltaf til staðar. „Tomt er det blevet men alene bliver jeg aldrig og man må ihukomme ordene – evigt ejes kun det tabte,“ skrifaði hann að henni látinni. Við vottum börnunum, Kjart- ani, Katrínu, Stefáni og Birgittu og fjölskyldum þeirra djúpa sam- úð. Heimurinn er fátækari þegar öðlingar hverfa. Skarðið verður aldrei fyllt, en minningarnar mæt- ar. Okkur systkinum er efst í huga þakklæti fyrir að hafa notið vin- áttu og eðliskosta Sörens og Gun- vorar um langan aldur. Blessuð sé minning þeirra heiðurshjóna. Jakob Þ. Möller. Jóhanna G. Möller. Þóra G. Möller. Helga Möller. Søren Langvad var af íslensku bergi brotinn. Móðir hans var Guðjohnsen. Søren var stoltur af ætt sinni, og konu sinnar sem var líka Guðjohnsen, og hann var stoltur af íslensku þjóðerni sínu. Hann var að vísu fæddur í Kaup- mannahöfn og föðurætt hans var dönsk. Fjölskylda hans fluttist hingað meðan á hernámi Þjóð- verja á Danmörku stóð og ílentist hér stríðsárin. Þá varð Søren al- íslenskur í anda og lauk bæði stúdentsprófi hér og fyrri hluta prófi í verkfræði. Í samtölum okkar hin síðari ár skynjaði ég sterkt hve stóran sess Ísland átti í hjarta hans þótt hann yrði síðar búsettur í Danmörku og stjórnaði þar umfangsmiklu verk- takafyrirtæki nær alla starfsævi sína. Søren átti hér stóran vina- og frændgarð sem hann ræktaði alla tíð mjög vel og hélt honum miklar veislur þegar hann dvaldist hér á landi. Það er til marks um afstöðu Sø- rens til Íslands að hann tók þátt í mikilvægum verklegum fram- kvæmdum hér á landi um margra áratuga skeið og lagði þannig ríkulega af mörkum til framfara hérlendis í árdaga rafvæðingar og virkjana. Bjó hann hér ásamt Gunnvöru, konu sinni, nokkur ár meðan framkvæmdir stóðu yfir. Sömuleiðis lét Søren sér annt um og studdi verkfræðimenntun hér á landi og hlaut viðurkenningar fyr- ir. Er Søren Langvad er kvaddur hinstu kveðju er mér ofarlega í huga hve mikið og óeigingjarnt starf hann vann um langt árabil í þágu Íslendinga á Hafnarslóð og hve mikill og ötull talsmaður ís- lenskra hagsmuna hann var á danskri grund. Mér var því ein- stök ánægja að fá að afhenda hon- um fyrir það framlag Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2010 við hátíðlega athöfn í Jóns- húsi í Kaupmannahöfn. Ég fann vel hve mjög það snart hann. Søren Langvad og Einar Örn, eiginmaður minn, voru náskyldir, enda þekkti ég strax svipmót og persónueinkenni Gudjohnsen- anna þegar ég hitti hann fyrst. Hann var glæsimenni á velli, elskulegur í viðmóti og nálgaðist fólk af hlýju en hægð. Sannur Guðjohnsen. Okkur varð vel til vina hin síðari ár og nutum við hjónin þess að hitta hann í sum- arveislum hans hér á landi. Fallinn er frá merkur og sann- ur Íslandsvinur. Ég sendi fjöl- skyldu hans og öðrum aðstand- endum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Sören Langvad var mikill leið- togi á mörgum sviðum. Þegar hann nú er farinn, okkur vinum hans að óvörum, sitjum við eftir hnípin og sorgmædd. Við vissum þó að hann var ekki lengur á æskuskeiði og einnig það að lög- mál tímans veitir engar undan- þágur. Þó var eins og Sören væri ekki í tengslum við það lögmál. Hann hafði jafnan frumkvæði að svo ótal mörgu, sem var til upp- byggingar og gleði í tilverunni, hélt skemmtilegar veislur fyrir vini og fjölskyldu, bauð í laxveiði, rökræddi og íhugaði loftslagið í heiminum, rifjaði upp minningar um styrjaldarárin á Íslandi, ræddi áhugaverðar bækur. Hlustaði allt- af vel – síungur með visku og þekkingu öldungsins. Sören Langvad var í senn ís- lenskur Dani og danskur Íslend- ingur. Hann sýndi ættlandi móður sinnar, sem var af Guðjohnsen- ættinni á Húsavík, einstaka rækt- arsemi, stofnaði m.a. minningar- sjóð um foreldra sína við Háskóla Íslands, sem margir hafa notið góðs af. Hann var tíður gestur á Íslandi við stjórnarstörf, heiðurs- doktor við verkfræðisvið Háskóla Íslands, heiðursfélagi í Verkfræð- ingafélagi Íslands og lét sig aldrei vanta á árshátíðir þess mæta fé- lags. Hann kom einnig að því að styðja við Alþjóðatungumálstofn- unina við Háskóla Íslands og það er ekki ofsögum sagt að hann hafi um langt árabil beinlínis haldið uppi Dansk-íslenska félaginu í Kaupmannahöfn með því að tryggja því rekstrarfé og sjá um útgáfukostnað á fréttariti félags- ins. Faðir Sörens, Kay Langvad, var danskur verkfræðingur, sem kom til Íslands rétt fyrir heims- styrjöldina síðari með fjölskyldu sína til að byggja Ljósafossvirkj- un og tók á styrjaldarárunum þátt í að leggja hitaveituna í Reykja- vík. Fjölskyldan dvaldi á Íslandi öll stríðsárin og Sören átti þá merkilegu minningu að hafa tekið stúdentspróf í Háskóla Íslands, prófaður aleinn í stofu þar, fyrir það að hann var álitinn fullnuma í stúdentsprófsfræðum frá Dan- mörku og því ekki tækur í menntaskóla á Íslandi. Hann þurfti síðan ekki að flytja sig um set í skólagöngunni heldur hélt bara áfram í HÍ og lauk þaðan á stríðsárunum fyrri hluta prófi í verkfræði og var meðal nemenda Finnboga Rúts. Síðari hlutann tók hann í Danmörku í DTH, tók með árunum við stórfyrirtækinu Phil- &Sön, systurfélags ÍSTAKS, og varð mikill verkfræðingur og áhrifamaður í tækniframförum á Íslandi. Fyrirtæki hans kom einn- ig að ótal verkfræðilegum fram- kvæmdum úti um allan heim. Þeg- ar honum í skemmtilegum umræðum fannst ævivinkonan vera alltof græn í tæknimálunum, dugði helst að segja: „Ég skil þetta vel, ég er verkfræðingsdótt- ir,“ og varð varanleg sátt á báða bóga. Þannig er vináttan, djúp og heiðrík. Sören missti Gunvor konuna sína fyrir nokkru árum og lét þá falla einhver fallegustu orð sem ég hef heyrt um að lifa með missi: „Der har været solnedgang i mit liv“. Nú er Sören Langvad sjálfur „solnedgang“ i hugum okkar vina hans. Börnum hans og ættingjum öllum votta ég innilega samúð. Genginn er góður drengur. Vigdís Finnbogadóttir. Látinn er í Kaupmannahöfn vinur minn og samstarfsmaður í hartnær hálfa öld, Søren Langvad verkfræðingur. Hann tók við stjórn verktaka- og verkfræðifyr- irtækisins E. Pihl & Søn A/S af föður sínum, Kay Langvad, og hélt áfram starfi hans að upp- byggingu þess og gerði það að öfl- ugu fyrirtæki með starfsemi um allan heim. Af óbilandi kjarki réðist hann í hvert stórvirkið af öðru í Dan- mörku, Færeyjum og Íslandi og frá Jamaica í vestri til Bangladesh í austri, frá Station Nord á Græn- landi í norðri til Lesotho í suðri. Af óbilandi trú á Íslandi hefur hann markað djúp spor í framfarasögu íslensku þjóðarinnar. Þrátt fyrir langa búsetu erlendis sló hans ís- lenska hjarta ávallt hér heima. Árið 1971 stofnaði Søren ásamt föður sínum, mér og þremur öðr- um Íslendingum verkfræði- og verktakafyrirtækið Ístak hf. Lengst af var hann stjórnarfor- maður félagsins og tók ætíð lifandi þátt í rekstri þess. Alltaf var gott að leita til hans um ráðleggingar og ræða við hann stefnumörkun og vandamál er upp komu. Samstarfið milli Pihl og Ístaks hefur verið ómetanlegt fyrir bæði fyrirtækin. Ávallt hefur mikill fjöldi íslenskra verkfræðinga gegnt lykilstöðum í fyrirtækjum Sørens. Þannig ól hann á langri starfsævi upp stóran hóp ís- lenskra verkfræðinga og var þeim fyrirmynd að dugnaði og áræði. Søren hitti ég fyrst er við verk- fræðinemar við Háskóla Íslands fórum að skoða vinnustaðinn við virkjun Írafoss í Sogi haustið 1952. Þar var Søren leiðsögumað- ur okkar um vinnusvæðið, þá 28 ára, en sú heimsókn er mér mjög minnisstæð, ekki síst vegna þess hvernig hann uppfræddi okkur. Síðan hittumst við aftur er ég fór að vinna sem eftirlitsmaður við virkjun Efra-Sogs (Steingríms- stöðvar) vorið 1959. Samstarfið þar gekk vel og varð til þess að ég hóf störf hjá Pihl árið 1961 og hófst þá samstarf okkar Sørens sem stóð í tæp 50 ár. Á þessum tíma kom Søren að flestum stórframkvæmdum á Ís- landi, t.d. Búrfellsvirkjun, Hraun- eyjafossvirkjun, höfninni í Þor- lákshöfn, Flugstöðinni í Keflavík, Ráðhúsinu í Reykjavík og Hval- fjarðargöngunum. Søren var alla tíð uppfullur af orku og var í góðu formi fram til dánardags. Hann var mikill unn- andi Íslands og íslenskrar náttúru og aldrei var hann glaðari en þeg- ar hann stóð í hvaða veðri sem var með stöngina úti í miðri laxveiðiá. Horfinn er drengur góður og við minnumst hans með þakklæti og virðingu. Páll Sigurjónsson. Sören Langvad var 88 ára, þeg- ar hann lést. Það er hár aldur og mikil reynsla og þekking, sem hverfur með honum. Þeir feðgar, Kaj og hann, hafa verið fyrirferð- Søren Langvad ✝ Sigurrós LáraGuðmunds- dóttir fæddist 16.7. 2012 á Húnsstöðum í Fljótum. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 15.12. 2012. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Guð- mundsson, f. 29.8. 1887, d. 11.2. 1966, og Sigurbjörg Stefanía Hjör- leifsdóttir, f. 10.3. 1898, d. 1.10.1975. S. Lára ólst upp á Gullbringu í Svarfaðardal. Systkini hennar. Sigrrós Lára, f. 21.2. 1919, d. 5.5. 1919. Har- aldur Ingvar, f. 28.4. 1920, d. 17.6. 2001. Jón Marvin, f. 2.9. 1922. Leifey Rósa, f. 18.4. 1924, d. 1.4. 1970. Guðmundur, f. 27.5. 1925, d. 15.11. 2005. Anna Freyja, f. 18.10. 1926. Hjörleifur Bjarki, f. 14.9. 1928, d. 14.1.2010. Guðrún Hulda, f. 22.7. 1930. Gestur, f. 21.10. 1931. Ragnar, f. 16.12. 1933, d. 16.9. 1980. Snjólaug Birna, f. 13.4. 1936. Vilhelm Jónatan, f. 8.12. 1937. Aðalheiður, f. 21.7. 1940. Eiginmaður S. Láru var Jón Sigfús Gunnlaugsson, f. 16.7. 1921, d. 31.3. 2012. Þau gengu í hjónaband 19.11. 1950, og börn þeirra eru Anna, f. 21.6. 1951 Hennar sonur er Sigfús Fannar Stef- ánsson, f. 24.5. 1969. Faðir hans er Stefán Pétur Jónsson. Guð- mundur, f. 4.9. 1957, hans kona er Sveinbjörg Ólafsdóttir, f. 26.8. 1960. Börn þeirra eru Haf- þór Húni, f. 25.6. 1982. Lára, f. 25.6. 1984. Hennar maður Einar Már Einarsson, f. 2.5. 1979. Freydís Selma, f. 15.12. 1992. S. Lára var húsfreyja á Mæli- völlum Jökuldal frá 1952-1967 er þau fluttust á Egilsstaði. Eftir það var hún heimavinnandi. Útför S. Láru verður frá Eg- ilsstaðakirkju í dag, 22.12. 2012, og hefst hún kl. 11. Um engi og tún og ásinn heima ég aftur reika, sezt í brekkuna silkimjúka og sóleyjarbleika. Milt var sunnan við moldarbarðið og melinn gráa. Þar fagna mér ennþá fífillinn guli og fjólan bláa. Engan leit ég mót ljósi himins ljúfar brosa en dúnurt fríða, sem dagsins bíður í döggvuðum mosa. Hverju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Á tímamótum er margs að minnast. Gott var að koma til ykkar hjóna á Selásinn. Það var alltaf kaffi í könnu og kökur í krús og ekki var langt í prjóna- körfuna þína. Á sumrin var rölt út í garð og blómin skoðuð. Garð- urinn var sérstaklega vel hirtur. Þú hugsaðir vel um hverja plöntu, færðir til og bjóst til skjól svo þeim mætti líða sem best. Þú varst svo sannarlega með græna fingur eins og stundum er sagt. Þegar ég var að koma upp garð- holu á Flúðum kom ég eitt sinni heim úr vinnu og voruð þið móðir mín þá að rótast í garðinum, bún- ar að gróðursetja rifsberjarunna og nokkrar aðrar plöntur. Það var skemmtilegt að koma heim þennan dag, mér voru lagðar lífs- reglur varðandi plönturnar á gamansaman hátt (verð að játa að ráðleggingarnar dugðu ekki). Ég bið kærlega að heilsa Fúsa, þér hefur fundist betra að vera ekki lengi í burtu frá honum. Það er áreiðanlega góð gróðurmold í himnaríki sem þú munt geta nýtt fyrir blómin þar. Elsku Anna, Bói og fjölskyld- ur, ykkur votta ég samúð mína. Anna Bragadóttir. Sigurrós Lára Guðmundsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 �irðin��eynsla � Þ�ónusta �l�an �ólarhrin�inn www.kvedja.is 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann N�út�ararsto�a�yggð á traustum �runni´ ✝ Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra SIGURÐAR GUNNARS SIGURÐSSONAR, Skildinganesi 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks blóðlækningadeildar Landspítalans fyrir frábæra umönnun. Helga Margrét Ketilsdóttir, Árni Sigurðsson, Guðný Lilja Oddsdóttir, Helgi Grétar Sigurðsson, Rosalie Sarasua, Bjarni Árnason, Rakel Karlsdóttir, Árni Þór Árnason, Harpa Hrund Pálsdóttir, Alysha Sarasua, Alexander Snorri Sigurdsson, Benjamin Joseph Sigurdsson, Sara Björk og Tristan Bjarki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.