Morgunblaðið - 22.12.2012, Page 48

Morgunblaðið - 22.12.2012, Page 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Mér finnst forréttindi að verða fimmtug. Það eru ekki allir semfá að ná þessum aldri og það er frábært. Mér finnst ég í raunvera 28 ára í anda,“ segir afmælisbarnið. Þrátt fyrir að stutt sé í jólin hefur Anna María alltaf haldið upp á af- mælið sitt. „Mamma hélt alltaf upp á afmælisdaginn minn og ég er henni ævinlega þakklát fyrir það. Hún ákvað að ég ætti þennan dag og fengi að eiga hann. Mömmur voru voðalega stressaðar fyrir jólin, sérstaklega þegar ég var ung, þá þurfti að gera hreinlega allt fyrir jólin og þetta var eiginlega geðveiki,“ segir Anna María og bætir við að nú sé annað upp á teningnum og leggur sjálf mikla áherslu á að njóta aðventunnar. „Núna dempar maður ljósin, skreytir yfir skítinn og þrífur þegar það er bjart,“ segir Anna María hlæjandi. Hún er bóndi á Helluvaði við Hellu og hefur búið þar síðustu 27 ár og segir þetta vera besta starf í heimi. Fyrir utan bústörfin situr hún í sveitarstjórn Rangárþings Ytra og hefur gaman af. Anna María er þó fædd og uppalin í Keflavík en ákvað níu ára gömul að verða bóndi og náði sér í einn bónda með öllu eins og hún orðar það. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir í veiðihús Ytri-Rangár, neð- an við Þykkvabæjarafleggjara, þar sem Anna María er með opið hús í tilefni dagsins. Hún hlakkar til að hitta vini og vandamenn sem hafa ævinlega tekið daginn frá og notið hans með henni. thorunn@mbl.is Anna María Kristjánsdóttir er 50 ára Bóndi Anna María er mikið afmælisbarn og er móður sinni þakklát fyrir að hafa ævinlega haldið upp á afmælið hennar, korter í jól. „Forréttindi að fá að verða fimmtug“ Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Brúðhjón Anni Ólafsdóttir og Keith Wellings voru gefin saman 24. nóvember síðast- liðinn í Kirkju heilags Jóhann- esar í Vejle, Danmörku. Brúðkaup Reykjanesbær Harpa Sóley fæddist 3. mars. Hún vó 4.220 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Linda Sig- urbjörnsdóttir og Vilbert Gúst- afsson. Nýir borgarar Reykjavík Maximus Snær fæddist 18. apríl kl. 11.11. Hann vó 3.845 g og var 51.5 cm langur. Foreldrar hans eru Jón Viðar Gestsson og Guðbjörg Marta Guðjónsdóttir. J ónína fæddist í Reykjavík 23.12. 1952. Hún lauk stúdentsprófi frá KHÍ 1974, embættisprófi í lög- fræði frá HÍ 1981 og öðl- aðist hdl.-réttindi 1984. Jónína var skrifstofustjóri Lög- mannafélags Íslands 1978-81, fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Hafn- arfirði, Garðabæ og á Seltjarn- arnesi og sýslumanninum í Kjós- arsýslu 1981, fulltrúi hjá yfirborgarfógetanum í Reykjavík 1982 og hjá bæjarfógetanum á Ísa- firði og sýslumanni Ísafjarðarsýslu 1982-84 og fulltrúi á lögfræðiskrif- stofu Páls Arnórs Pálssonar hrl. og Stefáns Pálssonar hrl. í Reykjavík 1984-85. Hún starfrækti, ásamt manni sínum, Lögfræðistofuna ehf. í Reykjavík 1985-2000. Alþingismaður og ráðherra Jónína var alþingismaður Reykjavíkur fyrir Framsókn- arflokkinn 2000-2003, og Reykjavík- ur suður 2003-2007, var umhverf- isráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 2006-2007, sat í utan- ríkismálanefnd 2000-2006 og var varaformaður hennar 2003-2004, sat í landbúnaðarnefnd 2000-2003, heil- brigðis- og trygginganefnd 2000- 2006 og formaður hennar, sat í fé- lagsmálanefnd 2000-2003, allsherj- arnefnd 2000-2006 og varaformaður Jónína Bjartmarz, lögmaður, athafnakona og fyrrv alþm. - 60 ára Hluti af stórfjölskyldunni Jónína ásamt foreldrum sínum, bræðrum, mágkonum og nokkrum bræðrabörnum, við vinsælt afdrep stórfjölskyldunnar sem stundum er nefnt höll sumarlandsins.. Gegnheil samvinnukona Mennirnir í lífi Jónínu Eiginmaðurinn Pétur Þór Sigurðsson ásamt sonum þeirra, Birni Orra og Erni Skorra á ferðalagi í Sjanghæ fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.