Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 9
16.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 RÚV hefur gefið út fjóra mynddiska semeru með safni hinna vinsælu barna-þátta Stundin okkar, en fyrsta útsend- ing þáttarins var á jóladag árið 1966 eða fyrir 46 árum. Fyrsti umsjónarmaðurinn var Hinrik Bjarnason. Brúður léku lykilhlutverk fyrstu árin. Rannveig og Krummi komu fram 1967 og Fúsi flakkari 1969. Glámur og Skrámur 1972 og Páll Vilhjálmsson var næsta stjörnu- brúðan. Fjöldinn allur af brúðum kom fram í þáttum Helgu Steffensen 1987 til 1994. Keli köttur var félagi Ástu Hrafnhildar 1997 til 2001. Leiknar persónur voru einkenni á þáttum Bryndísar Schram 1979 til 1983, þar sem Þór- hallur Sigurðsson leikari þróaði margar af þekktustu persónum sínum, s.s. Eirík Fjalar og Þórð húsvörð. Elías (Sigurður Sigurjóns- son) sló í gegn 1983 til 1985. Gunni og Felix léku samnefndar persónur í þáttum sínum 1994 til 1996 en Þóra Sigurðardóttir og Jó- hann G. Jóhannsson gengu skrefinu lengra árið 2002 og bjuggu til persónurnar Birtu og Bárð. Frá 2007 hefur þátturinn byggst á sam- hangandi leiknum atriðum. Stígur og Snæfríð- ur, Björgvin Franz sem húsvörður á ævin- týraganginum og nú síðast Sunna Karítas Oktavía Torfhildur Tildurrófa Aðaldal eða bara Skotta. Miklu efni eytt af spólunum Sigríður Ragna Sigurðardóttir valdi efnið á diskinn ásamt Eggert Gunnarssyni sem er dagskrárgerðarmaður Stundarinnar okkar. Sigríður Ragna var yfirmaður barnaefnis á RÚV frá 1985 til 2010. Í samtali við Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins sagði hún að það væri mikil synd hversu miklu af þessu efni hefði verið eytt. „Hér á árum áður voru menn alltaf að taka yfir þetta efni og nota spólurnar aftur og aftur,“ segir Sigríður Ragna. „Það virðist hafa verið tilviljun hvaða þættir voru varðveittir og hvaða þáttum var eytt. Því mið- ur hafa margar gersemar verið eyðilagðar. En þetta var spennandi verkefni og ég get ekki ímyndað mér annað en að viðtökurnar verði góðar. Það er mikið efni á diskunum eða um 180 mínútur á hverjum diski. Þetta er sett upp eins og einn þáttur. Hver diskur er með 7-8 þætti upp á 23 mínútur,“ segir hún. Jóladiskurinn í uppáhaldi Byrjað er á elstu þáttunum en endað á þeim nýrri. „Svo er einn diskurinn bara jólaþættir, þar sem er Stundin okkar á hinum ýmsu jól- um. Það koma mörg börn fram í þessum þátt- um sem síðar áttu eftir að verða mjög þekkt fólk. Þetta er sögulegt að mörgu leyti og er óskaplega skemmtileg upprifjun. Persónulega er ég mest hrifin af jóladisknum sem er óskaplega skemmtilegur,“ segir Sigríður Ragna. Nú geta allir aftur orðið börn Bryndís Schram stjórnaði Stundinni okkar frá 1979 til 1983 og var einkar vinsæll stjórnandi. RÚV ÖFLUGT Í ÚTGÁFU EFNIS FYRIR JÓLIN - ROKKUÐ JÓL OG STUNDIN OKKAR STUNDIN OKKAR HEFUR LEIKIÐ STÓRT HLUTVERK Á FYRRI HLUTA ÆVI SÉRHVERS ÍSLENDINGS. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Felix Bergsson og Gunnar Helgason stjórnuðu þættinum frá 1994 til 1996. Margar frægar fígúrur og brúður hafa komið fram í Stundinni okkar í gegnum árin. Rannveig og Krummi komu fram árið 1967. Nýbakaður rithöfundur var í raunundrandi hve fyrsta bók hans,Meistari hinna blindu, höfðaði til margra í fyrra. „Ég fékk ekki mikið af dóm- um eða mikla umfjöllun, en þeir sem lásu voru almennt mjög ánægðir. Það kom mér á óvart hve ég fékk góð viðbrögð frá breiðum hópi fólks,“ segir Elí í samtali við Sunnudags- blað Morgunblaðsins. Gefur út sjálfur „Systir mín, 11 ára, elskaði fyrri bókina og líka miðaldra konur sem amma gaf hana. Það er nú ekki beinlínis sá hópur sem flestir halda að lesi svona bækur.“ Hann segir algengast að ungt fólk sé sólgið í fantasíusögur „en ef saga er vel skrifuð get- ur hver sem er lesið hana og ég get montað mig af því að menn segja að mín hafi verið vel skrifuð. Ég fékk þrjár og hálfa stjörnu í Mogganum í fyrra og fjórar í Pressunni.“ Hann segir það taka sinn tíma að eignast tryggan lesendahóp. „Það gekk ekki alveg nógu vel að selja fyrstu bókina. Menn voru því dálítið hikandi að gefa þessa út núna þannig að ég ákvað að gera það sjálfur, fyrst sem rafbók á emma.is en nú er líka hægt að fá hana í Nettó, Eymundsson og Hagkaup og ég borga prentunina sjálfur. Það er bara prentað eftir eftirspurn þannig að ég vil hvetja fólk til að kaupa bókina snemma ef það vill eiga hana eða gefa í jólagjöf. Ég get ekki látið prenta 500 eintök á Þorláksmessu.“ Nýja sagan er óbeint framhald af þeirri sem kom út í fyrra. Hún gerist í „klass- ískum“ fantasíuheimi á miðöldum, þar sem mann fara um á hestum og berjast með sverðum og öxum. „Heimurinn er í sárum eftir hörmungar og þjóðfélagsupplausn; ástandið er svipað og var í Evrópu eftir fall Rómaveldis. Söguhetjan er uppgjafahermaður sem barðist í miklu stríði fyrir 20 árum og settist að í löglausri stórborg þar sem enginn er við völd, glæpaklíkurnar hafa skipt henni á milli sín, frumskógarlögmálið er við lýði þar sem hinir sterku ráða en þeir aumu eru traðkaðir undir.“ Elí er með Aspberger-heilkenni, sem m.a. gerir það að verkum að hann er með skerta félagskunnáttu. „Kannski gerir það mig nógu sérvitran til að stunda þetta. Fólk hefur spurt mig hvort það hjálpi til, kannski er það þann- ig, ég veit það ekki, en það veldur því a.m.k. að ég sit og skrifa frekar en að gera eitthvað félagslegra. Og mér finnst gaman að vinna við það að vera skrýtinn.“ Hann segist afar ánægður með að búa yfir þeim hæfileikum að geta skrifað. „Þetta er mitt stærsta áhugamál og mjög gefandi. Mér finnst gaman að skapa sögur og persónur og er uppfullur af hugmyndum. Ég ætla að skrifa a.m.k. 10 bækur í þessari seríu og er með aðra seríu í kollinum. Það er verst hvað það tekur langan tíma að skrifa!“ Elí Freysson, lagermaður í Nettó og rithöfundur, við bókaborðið á vinnustað sínum á Akureyri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson SENDIR FRÁ SÉR FANTASÍUSKÁLDSÖGU ANNAÐ ÁRIÐ Í RÖÐ Gaman að vinna við að vera skrýtinn ELÍ FREYSSON ER MEÐ HEFTA FÉ- LAGSKUNNÁTTU. HANN ER EKKI MIKIÐ ÚTI Á LÍFINU EN LÍÐUR VEL VIÐ TÖLVUNA OG SENDIR FRÁ SÉR SKÁLDSÖGU ANNAÐ ÁRIÐ Í RÖÐ. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is * „Ég ætla að skrifaa.m.k. 10 bækurí þessari seríu og er með aðra í kollinum.“ Út er komin hjá Senu platan Rokk & Jól - Jól í Rokklandi - 35 súr og sæt jólalög valin af Ólafi Páli Gunnarssyni út- varpsmanni. „Jóla- músík er sér- kennilegt en ótrúlega skemmtilegt fyrir- bæri,“ segir Ólafur Páll. „Hún skapar stemningu fyrir jólin, kemur fólki í hið margumtalaða jólaskap og með hverju árinu sem líður fjölgar jólalögunum og plötunum. Margt af því sem gefið er út er alveg hræðilegt, en annað betra og sumt er svo alveg frábært. Á þessu jólalagasafni er margt gott og í það minnsta áhugavert og lögin koma úr öllum áttum.“ Hann kveðst stundum hitta fólk, heyra í því í síma eða lesa viðtöl við fólk sem segist ekki þola jólalög. „Þetta viðhorf þykir mér alltaf svolítið undarlegt, bera vott um ákveðna þröngsýni vegna þess að jólalag og jólalag er alls ekki að það sama. Jólalag getur verið sálmur, en sálmur er ekki endilega jólalag. Jólalag getur líka ver- ið blús, en blús er ekki endilega jólalag. Það eru til kristin jólalög og heiðin, gleðileg jólalög, súr og sorgleg. Sum jólalög eru alls ekki „jólaleg“ á neinn hátt. Textinn getur fjallað um hvað jól- in séu ömurleg á meðan önnur fjalla um jólaást. Svo eru það bernskujólin, heiðin jól, jólin í fangelsinu, jólin þegar pabbi var fullur og dó undir jólatrénu á aðfangadagskvöld, eða jólin þegar hún María mín fór.“ Þröngsýni að þola ekki jólalög Ólafur Páll Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.