Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012 Skrifaðu um jólin,“ sagði dóttir mín þegar égsat fyrir framan tölvuna í vikunni og veltifyrir mér efni þessa pistils. Meira með hug- ann við of háa skatta, of miklar deilur í pólitíkinni og nauðsynlega hagræðingu í opinberri stjórn- sýslu – ákvað ég samt að líta upp og spyrja hvern- ig henni þætti jólin eiginlega tengjast stjórn- málum. Eitt augnablik hugsaði ég hvort ástandið á mínu heimili væri hugsanlega orðið þannig að unglingurinn minn gæti ekki einu sinni ímyndað sér blessuð jólin ópólitísk. En líkt og svo oft áður er yngri kynslóðin frjórri og frumlegri en við álítum hana vera, því dóttir mín svaraði um hæl: „Jólin tengjast öllu.“ Og þar hafði ég það. Unglingurinn hugsaði þetta einfald- lega á allt öðrum forsendum en ég. Hún var að hugsa um gleðina, andrúmsloftið, spennuna og þær góðu stundir sem fylgja aðventunni og jólahátíðinni. Og þannig minnti hún mig á að þær stundir eru nákvæmlega núna og að sjálfsögðu eðlilegra að þær tengist öllu og meira að segja sjálfum stjórnmálunum en öfugt. Ég hef notið þeirrar gæfu að hitta óvenjumargt kraftmikið, framsýnt og jákvætt fólk. Unga fólkið hefur þó vakið sérstaka athygli mína. Ég held að ég hafi verið sæmilega framsýn þegar ég var yngri en ég var örugglega ekki með tærnar þar sem þetta unga fólk okkar í dag er með hælana. „Ég hef fyrir löngu ákveðið að ég vil verða læknir og þess vegna legg ég mikið á mig í náminu svo ég geti valið um framhaldsskóla,“ sagði ein 14 ára við mig. „Ég sótti um vinnu á leikskóla Hjalla- stefnunnar vegna þess að mig langar að vinna með börnum í framtíðinni og svo er hugmynda- fræðin þeirra svo hvetjandi,“ sagði önnur, nýbúin að ljúka stúdentsprófi, og bætti við að sig langaði að kenna börnum íþróttir og fara til útlanda í nám. Vinkona hennar brást þá fljótt við og sagði að hún mætti nú ekki vera þar of lengi, þær þyrftu jú að vera sem flestar heima á Íslandi og gera góða hluti. Það er vegna þessa unga fólks, vegna vonar- innar sem í þeim býr og alls þess góða sem þau geta gert fyrir land og þjóð, sem skyldan hvílir á okkur að skapa þeim fjölbreytt tækifæri. Þau tækifæri verða aðeins veitt með auknu frelsi, vali og svigrúmi þeirra sjálfra. Með góðri og fjöl- breyttri menntun; með hvatningu til frumkvæðis og nýsköpunar í atvinnulífi og með ráðdeild en um leið forgangsröðun í samfélagsþjónustu mun okk- ur takast að viðhalda bjartsýni þeirra og fá þau til að vinna með okkur að meiri velmegun allra. Rannsóknir staðfesta að ungt fólk er að jafnaði umtalsvert bjartsýnna en við sem eldri erum. Þau sjá tækifæri þar sem við hin sjáum hindranir og þau leyfa sér að horfa á verkefnin, skilgreina þau og vinna að lausnum með öðrum hætti. Íslenskt samfélag þarf á slíkum eiginleikum að halda. Við þekkjum sannleikann í gamla máltækinu „hvað ungur nemur, gamall temur“ en megum ekki gleyma því að við getum líka lært af þeim sem yngri eru. Lítum því alltaf upp frá verkefnunum þegar þau kveðja sér hljóðs, hlustum á hvað þau hafa að segja og gleymum því ekki núna á aðvent- unni að „jólin tengjast öllu“. Eldri nemur, yngri temur * „Við getum líka lært afþeim sem yngri eru“ ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Hanna Birna Kristjánsdóttir hanna.birna.kristjansdottir@reykjavik.is Jólalögin og undirbúningur Börn stunda það að breyta texta á jólaögum til að gera hann fyndn- ari eða jafnvel réttari. Anna Hera Björns- dóttir skrifaði á Facebook í vik- unni: „Gústek 4 ára ofurleik- skólastrákur: „Upp á stól dansar mín amma, níu nóttum fyrir jól með henni ég djamma“. Bergþóra Njála Guð- mundsdóttir skrifaði líka um þetta: „„Hann fékk bók og hún fékk ekkert minna...“ sönglaði sú níu ára í dag. Ströng á svip.“ Jólagjafakaupin valda líka róleg- asta fólki hugarangri, eins og Ebba Guðný Guð- mundsdóttir skrifar: „Ok mér hefur tekist að stressa mig ekki á rykinu, þrifum almennt, tiltekt og bakstrinum fyrir jólin... en ég er að komast í smááá panikk ástand yfir öllum jólagjöfunum sem ég á eftir að finna og kaupa!! Hjálp!“ Hjálpin barst fljótt því ein vin- kona hennar stakk upp á lausn. „Latarbæjarbók á línuna og málið er dautt:-),“ og fékk þetta góðar viðtökur annarra fésbókarvina en Ebba er einmitt höfundur upp- skriftanna. Tölur á tölvuöld Óttar M. Norðfjörð rit- höfundur beið eins og svo margir aðrir eft- ir því að klukkan yrði 12 mínútur yfir 12 þann 12. desember árið 2012. „Get í alvöru ekki beðið eftir því að klukkan verði 12:12:12. Klukkutími og 14 mínútur til stefnu,“ skrifaði hann en stundum fer ekki allt eins og planað var: „Nei! Ég gleymdi að líta á klukkuna! Klúður aldarinnar.“ Á Facebook gekk líka mynd sem lýsti því yfir að dagurinn væri alþjóðlegur dagur hljóðmanna, einn tveir, einn tveir, einn tveir... AF NETINU Marsibil Sæmundardóttir, kvik- myndagerðarkona og fyrrum vara- borgarfulltrúi Framsóknarflokks, fagnaði því í fyrradag að hún væri að leggja lokahönd á stuttmynd sína sem hún hefur unnið dag og nótt að síðustu vikur. Erlingur Gíslason fer með aðal- hlutverkið í myndinni en myndin fjallar um Jón Jónsson, aldraðan einstæðing, sem missti konuna sína unga þegar hjónin voru enn barnlaus. Í myndinni hefur Jón búið einn í húsinu sínu alla tíð síð- an og lifað lífi í föstum skorðum daglegra venja þar til undarlegir atburðir fara óviðbúið að sækja hann heim. Marsibil Sæmundardóttir vann Stuttmyndahátíðina í Reykjavík í fyrra og er nú að ljúka nýrri mynd. Marsibil með nýja mynd Hefð er orðin fyrir því að karlkyns nemendur í nokkrum háskólum á Filippseyjum, félagar í bræðralaginu Alpha Phi Omega, hlaupi naktir um skólalóðina dag einn í desember. Samkoman var fyrst skipulögð 1977 og hefur í orði verið tengd fórnarathöfn en þar er þó engu fórnað nema klæðunum. Og ekki koma menn naktir fram fyrir frægðina, heldur er sprett úr spori vegna góðs málefnis að mati stúdenta hverju sinni; einhvers þess sem þeir telja að bet- ur mætti fara í samfélaginu. Að þessu sinni er hlaupið tileinkað þeirri von að þingkosningar á næsta ári verði frjálsar og heiðarlegar. Ekki eru allir sáttir við uppátækið; einn þingmanna lands- ins krafðist þess fyrir nokkrum árum að ráðist yrði í rannsókn á því hvort hlaupið stæðist lög. „Óviðkunnanleg sýning á kynfærum karla,“ sagði þingmaðurinn, Aquilino Pimentel. Ekki fyrir frægðina Hópur stúdenta í Ríkisháskólanum í Manilla býr sig undir hið árlega hlaup á föstudaginn. AFP Vettvangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.