Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 39
16.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Stacy Keibler í hvítum kjól á Miami. Í allt of litlum Gangnam Style-jakka Í svartasta skammdeginu er ekki nóg að skreyta heimili okkar hátt og lágt með fal- legum ljósum. Við þurfum að skreyta okk- ur sjálf og það gerum við með því að klæða okkur fallega. Einn af þeim litum er hvítur. Það birtir yfir okkur þegar við klæðumst hvítu og liturinn lyftir okkur upp. Hvíti liturinn er tákn hreinleikans og alls þess sem æðra er. Þess vegna eigum við að klæðast hvítu í des- ember. Það er ekki verra að blanda hvítu við svart því það minnir óneitanlega á hina guð- dómlegu Coco Chanel, móður allra lekker- heita. Í janúar 1968 klæddist hún hvítri Chanel- peysu með svörtum bryddingum og skreytti sig með hálsmenum. Peysan var frekar bein í sniðinu og til þess að verða ekki eins og bolti í laginu hafði hún vit á því að draga mittið inn með belti, þótt hún væri í peysu yfir. Þetta er einmitt eitt af þeim trixum sem íslenskar kon- ur ættu að tileinka sér. Þegar myndin var tek- in var frú Chanel 85 ára en hún hætti alls ekki að klæða sig fallega þótt aldurinn færðist yfir. Ef þið hnjótið um peysu í þessum stíl ættuð þið að máta hana. Það er nefnilega svo gott að eiga fínar sparipeysur, sér- staklega í desember, sem hægt er að klæðast yfir svarta einfalda kjóla og önnur spariföt. Mörgum finnst hvítur litur fita en ef grunnurinn er svart- ur og farið er í hvíta flík yfir gengur dæmið alveg upp. Sjálfri finnst mér nánast allt sem minnir á Coco Chanel vera fallegt, ekki bara föt. Þegar ég keypti mér bíl síðast féll ég einmitt fyrir honum því hann er svo ansi Chanel-legur að innan. Svona getur maður verið snar. En aftur að hvíta litnum því rapparinn Psy er ansi töff í Gangnam Style-myndbandinu. Þar skartar hann ýmsum fínum föt, meðal annars hvítum smókingjakka. Ég gat ekki annað en brosað þegar ég sá mynd- bandið því sjálf á ég nákvæmlega eins jakka. Jakkinn er ógur- lega fínn, gott að nota hann við svartar buxur eða kjóla og þannig verður maður ósjálfrátt ógurlega fínn. Það versta er að síðast þegar ég mátaði jakkann komst ég varla í hann. Ermarnar virðast hafa hlaupið vandræðalega mikið í síðasta þvotti … eða eitthvað. Þangað til ermarnar víkka eða eigin handleggir rýrna verð ég bara að dást að honum inni í skáp. Það er þó ekki bara Psy sem hefur hampað hvíta litnum því stjörnurnar úti í hinni stórmerkilegu Holly- wood eru duglegar að klæðast hvítu. Stacy Keibler, kærasta George Clooneys, sem oft gengur undir nafninu „gertælingarvopnið“, skartaði dásamlegum hvítum kjól á dögunum þegar hún mætti í teiti á Miami á Flórída. Hún nýtur þess að klæðast hvítu á rauða dreglinum því það er hæpið að hún eigi eftir að ganga upp að altarinu í hvítum kjól – allavega ekki með honum. Svo mikið er víst. Jólalínan frá Lancome. Hvítur Gangnam Style jakki við pallíettubuxur. martamaria@mbl.is Psy í hvíta jakkanum. Coco Chanel í hvítum jakka með bryddingum. tö frandi gjafir Frá Provence Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com L’Occitane en Provence - Ísland tö frandi gjafir NCEFRá PROVE 3.100kr. STURTUSÁPUSETT - 4 x 75 ML Sturtusápa 75 ml - 850 kr. Sturtukrem 75 ml - 950 kr. Sturtuolía 75 ml - 1.050 kr. 2.250kr. RÓSAÞRENNA ROSE Sturtusápa 75 ml - 850 kr. Sápa 50 g - 500 kr. Handkrem 30 ml - 1.150 kr. 3.100kr. HANDKREMSÞRENNA Handkrem 30 ml 1.150 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.