Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 45
Falleinkunnin rökstudd Og prófessorinn lætur ekki við það sitja að slá fram afgerandi niðurstöðu eða dómi með framangreindum hætti. Hann færir aðspurður einnig fram skýr rök máli sínu til stuðnings. „Í fyrsta lagi er þjóðfundur ekki viðurkennd aðferðarfræði við að skoða óskir eða afstöðu almennings. Þessi leið er ekki alþjóðlega prófuð aðferðafræði. Ef ætlunin var að fá vitneskju um óskir almennings hefði verið mun betra að gera vandaða skoðanakönnun. Við hefðum þá fengið ít- arlegar tölulegar upplýsingar en þjóðfundurinn er límmiðar á vegg í mismunandi stærðum. Það hefði líka verið mun ódýrara að láta gera skoðanakönnun. Síðan kemur stjórnlaganefnd til skjalanna en hana átti að skipa hópur sérfræðinga. Þegar rýnt er í hvernig hún byggir upp sína umfjöllun, þá hefst hún gjarnan á umfjöllun þjóðfundar sem hefur í raun og veru sáralítið upplýsingagildi og dregur sínar nið- urstöður að mestu leyti af þeim, í stað þess að fjalla fræðilega um málið og rannsaka það. Hún byggði umfjöllun sína á þjóðfundinum en framkvæmdi þó þá rannsókn sem til er.“ Prófessorinn víkur að kosningu til stjórnlagaþings, sem Hæstiréttur dæmdi ógilda: „Síðan er kosið til stjórnlagaþings með hætti sem þýðir að fólkið sem var kosið hefur ekkert umboð. Burtséð frá þeim ágöllum sem hæstaréttardómarar fundu þá var kosningafyrirkomulagið þannig að það var engin leið að kjósendur gætu verið að gefa stjórnlagaráði nokk- ur skilaboð um það hvað þeir vildu hafa í stjórn- arskrá. Það voru 520 frambjóðendur og hver kjós- andi átti að velja 25. Það var því engin leið að sú umræða gæti farið fram í aðdraganda kosninganna sem þarf að fara fram til að segja mætti að fólkið sem kosið var hefði pólitískt umboð.“ Hægt er að taka undir orð Gunnars Helga að eins og til var stofnað þá hafa fulltrúar stjórnlagaráðs haft afar naumt umboð, svo ekki sé meira sagt. Því er einkar eftirtektarvert að Gunnar Helgi lýsir þeirri skoðun sinni að fulltrúarnir hafi í störfum sínum far- ið langt út fyrir umboð sitt, sem var naumt og veikt fyrir. Það rökstyður hann svo: „Síðan kemur stjórn- lagaráðið saman. Í samþykkt Alþingis um stjórn- lagaþing, síðan stjórnlagaráð, var gert ráð fyrir því að það myndi sérstaklega beina athygli sinni að þeim köflum stjórnarskrárinnar sem enn átti eftir að end- urskoða. Menn gleyma því stundum að það er búið að endurskoða meirihluta stjórnarskrárinnar. Það eru þrír kaflar sem átti eftir að endurskoða; inn- gangskaflinn, kaflinn um framkvæmdavaldið og kafl- inn um dómsvaldið. En þegar stjórnlagaráðið kom saman ákvað það að útvíkka hlutverk sitt eins mikið og mögulegt var og semja algerlega nýja stjórn- arskrá frá grunni. Það gerði það að verkum að sú rannsóknarvinna sem þó hafði verið unnin af stjórn- laganefnd dugði hvergi til. Þannig að við erum með gríðarlega mikið af órökstuddum tillögum.“ Öll sérviska komst inn í drögin Í viðtalinu við Gunnar Helga Kristinsson kemur fram það sjónarmið að auðvitað séu ekki allar þær tillögur sem stjórnlagaráð sendi frá sér óbrúklegar og hann telur að þar sé að finna efni sem gæti gagnast við frekari skoðun og vinnslu. En lýsing hans á því hvernig sú vinnutilhögun sem stjórnlag- aráð viðhafði færði niðurstöðuna óhjákvæmilega í til- tekinn og mjög óheppilegan farveg er einkar sláandi. Í þeim „sáttaanda,“ sem mikið hefur verið hampað af þátttakendum síðan, var ákveðið að gera ekki ágreining í stjórnlagaráði um einstök atriði, en at- kvæðagreiðsla færi svo fram í einu lagi við lok vinn- unnar. Það þýddi að sögn Gunnars Helga að „allir komast að með sína sérvisku og öll sérviska kemst inn í drögin“. Svo brjálæðisleg sem þessi sanna lýsing virðist tekur bilunin þó ekki á sig fullkomna mynd fyrr en þær Jóhanna Sigurðardóttir og Valgerður Bjarna- dóttir mæta á sviðið og hrópa að þjóðþingið hafi ekki heimild til að gera neinar efnislegar breytingar á þessum safnhaug sérviskunnar. Aðeins megi gera lagatæknilegar breytingar! Hinar fréttirnar tvær, krafa Feneyjanefndarinnar um lengri frest og ónotin út í drengskapinn er í stíl við annað. En þar sem stjórnarmeirihlutinn komst að þeirri niðurstöðu að fá þyrfti álit þessarar alþjóðlegu nefndar, um leið og lítið er gert með sjónarmið ís- lenskra sérfræðinga, þá kemst meirihlutinn ekki hjá að veita nefndinni þann athugunarfrest sem hún bið- ur um. Og um síðasta atriðið er aðeins eitt að segja. Því verður ekki á móti mælt að það fer vel á því að Stein- grímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir noti síðustu andartök sín í alvöru stjórnmálum til að fylgja eftir tilraunum sínum til að koma drengskap rækilega og endanlega fyrir kattarnef, með því að vísa honum burt úr sjálfri stjórnarskránni. Í því til- viki er svo sannarlega ekki hægt að saka þau um að sérfræðiþekkingu skorti til verksins. Morgunblaðið/RAX 16.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.