Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 42
Þegar keypt er inn fyrir jóla-veisluna er brýnt að hafaaldurssamsetningu gestannaofarlega í huga, segir Eygló Guðjónsdóttir, forstöðumaður Leiðbeiningastöðvar heimilanna. Börn borða yfirleitt minna en full- orðnir, eins aldraðir. Og karlar oft- ast nær meira en konur. Eygló segir einnig skynsamlegt að gera ráð fyr- ir miklum matmönnum inn á milli, sumir gestir geti hæglega borðað á við tvo, ekki síst ungir karlmenn. Láttu okkur þekkja það! Eygló segir einnig mikilvægt að reyna að hafa eitthvað við allra hæfi, þá er hún ekki síst að hugsa um meðlætið, en sumir (lesist: börn) geta verið býsna miklir gikkir. „Það borgar sig alltaf að hafa meira en minna af meðlæti.“ Undirbúningur skiptir líka miklu máli. Eygló ráðleggur fólki að bjóða með góðum fyrirvara til veislunnar, skreyta veisluborðið vel og hafa huggulegt í kringum sig. „Það er líka ágæt regla að reyna að vinna sem mest fyrirfram, deginum áður, jafnvel tveimur dögum áður, sé þess nokkur kostur. Það kemur í veg fyrir að húsráðendur verði á stöðugum þönum í veislunni og gerir þeim kleift að njóta þess að blanda geði við gesti sína í róleg- heitum,“ segir hún. Eygló segir líka gott að ákveða í tíma hvernig veislan eigi að vera, heitur matur þar sem setið er til borðs eða hlaðborð. Algengara er að dögurður, ellegar bröns, sé hlaðborð með smærri réttum en veisla að kvöldlagi sitjandi með stærri réttum. „Annars fer þetta allt eftir smekk.“ Sé um tertuboð að ræða segir Eygló það ágætt viðmið að reikna með að fjórir gestir séu um hvern tertudisk, fyrir utan smákökur og bita. Hún ráðleggur veisluhöldurum að kaupa frekar meira en minna til veislunnar enda megi lengi nota af- gangana. „Það er alltaf betra að vera með of mikið en of lítið,“ seg- ir Eygló sem hvetur fólk til að nýta afgangana vel. „Rannsóknir benda til þess að fólk hendi alltof miklu af mat, 33%, ef marka má danska rannsókn. Þetta er algör óþarfi enda hægur vandi að gera góðgæti úr veisluafgöngum. Munið bara að ganga sem fyrst frá viðkvæmasta matnum í kæli til að blessaðar ör- verurnar fjölgi sér ekki í hitanum!“ VERSLAÐ Á VEISLUBORÐIÐ Hvað þarf ég mikið? AÐ MÖRGU ER AÐ HYGGJA ER GÓÐA VEISLU GJÖRA SKAL. MIKILVÆGT ER AÐ HUGA AÐ UNDIRBÚNINGI Í TÍMA OG TAKA ÁVALLT MIÐ AF ALDURSSAMSETNINGU GESTANNA. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Viðmið fyrir veisluna -magn á mann Heimild: Leiðbeiningarstöð heimilanna (leidbeiningarstod.is). Forréttir Súpa 2-2 ½ dl Fiskur/kjöt 50-75 gr Aðalréttir Kjöt án beina 200-250 gr Kjöt með beinum 250-400 gr (fer eftir kjöttegund) Meðlæti Kartöflur 150-175 gr Soðið grænmeti 100-150 gr Hrátt grænmeti 150-180 gr Sósa 1/2 - 1 dl Eftirréttir Ís/búðingar 2 dl Terta 1 sneið Ostur 75-100 gr Ávextir/ferskir 50 gr Konfekt 2-3 molar Drykkir Kaffi 2-3 bollar á mann Te 1-2 bollar á mann Jólaöl og gosdrykkir 2-3 glös á mann Borðvín 375 ml á mann (samtals með forrétti og aðalrétti) Kampavín 1-2 glös á mann til að skála í *Fjármál heimilannaÞað er gott að vita hversu mikið af mat þarf á veisluborðið fyrir jólin, þótt alltaf megi nýta afganga Í fjölmiðlum var nokkuð fjallað um góða afkomu bankanna þegar þeir skiluðu skýrslum í lok þriðja ársfjórðungs.Fjölmiðlar gerðu hagnaðinum skil og fjölluðu um gott eiginfjárhlutfall og aukinn launakostnað sem mætti rekja tilaukinna skatta. Lítið sem ekkert var fjallað um atriði sem er afar mikilvægt heimilunum, bæði þeim sem skulda og þeim sem eiga inneignir í bönkum og sparisjóðum, en það er vaxtamunur. Vaxtamunur er mælikvarði sem segir til um framlegð af vaxtaberandi eignum banka og fjármálafyrirtækja. Það er að segja, mismun á vaxtatekjum sem þau innheimta af útlánum sínum að frádregnum vöxt- um sem þau greiða viðskptavinum fyrir innlán. Oftast er munurinn sýndur sem hundraðs- hlutfall af meðalstöðu innlána yfir tímabil. Vaxtamunur er svipaður framlegð hjá öðrum fyrirtækjum og sýnir svart á hvítu muninn á innláns- og útlánsvöxtum. Því hærri sem vaxtamunurinn er, þeim mun meiri „framlegð“ er af inn- og útlánum fjármálafyrirtækis- ins. Vaxtamunurinn lækkar þegar bankar þurfa að afskrifa lán og hækkar þegar þeir færa upp lán sem áður voru talin glötuð. Einföld leið til að reikna vaxtamun er að taka dæmi af ímynduðum banka. Segjum að meðalútlán bankans nemi 100.000 kr. á tilteknu tímabili. Segjum að hann láni féð út á 5% vöxtum og vaxtatekjur hans nemi því 5.000 kr. Á sama tímabili greiðir hann 3% vexti eða 3.000 kr. til innstæðueigenda og annarra lánveitenda bankans. Vaxtamunur bankans væri því 2% (5.000 –3.000) / 100.000 = 2%. En af hverju er vaxtamunur mikilvægur fyrir heimilin? Af þeirrri ástæðu að hagsýnn neytandi leitar eftir við- skiptum við banka þar sem vaxtamunur er hæfilega lítill, þar sem hann fengi sem hæsta vexti fyrir innstæður sínar, en greiddi sem lægsta vexti fyrir lán sem hann þyrfti að taka. Í nýlegri skýrslu Seðlabanka Íslands kemur fram að vaxtamunur íslenskra banka er töluvert hærri en vaxtamunur norrænna banka. Þar kemur kemur fram að vaxtamunur hér á landi er frá rúmum 3 prósentustigum og upp í tæp 4 prósentustig, en vaxtamunur á Norðurlöndum er frá tæpu prósenti og upp í tæp 2 prósent. Aurar og krónur VAXTAMUNUR Vaxtatekjur -Vaxtagjöld Meðalstaða lána Vaxtamunur 5.000 - 3.000 100.000 2% Dæmi HVERNIG REIKNA Á VAXTAMUN BREKI KARLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.